Heilaðu þitt innra barn - 9D Journey
Ferðalag í níu víddum (9D) er samspil öndunar, dáleiðslu og tónlistar á mismunandi tíðni og í mismunandi hljóðbylgjum, sem er sérstaklega hannað til að ná til undirmeðvitundar okkar og losa okkur við ýmsa andlega kvilla sem sitja þar fastir.
Þú liggur á dýnu eins og þér finnst þægilegast, með heyrnatól og augngrímu og leiðsögnin sem þú heyrir í gegnum heyrnatólin, leiðir þig í gegnum ferðalagið.
Hljóðblöndunin er einstök og þú upplifir að það sem gerist komi úr öllum áttum en ekki bara í sitthvort eyrað og því köllum við þetta ferðalag í níu víddum. Þú ert í litlum hópi þar sem hver og einn er á sínu eigin innra ferðalagi án truflana frá öðrum.
Þú þarft ekki að tala eða tjá þig á neinn hátt frekar en þú vilt á, meðan á ferðalaginu stendur, en ef þú finnur löngun til þess, getur þú öskrað, grátið og hlegið án þess að nokkur annar heyri í þér eða sjái þig.
Þetta ferðalag er sérstaklega ætlað til að hjálpa þér að tengjast þínu innra barni og heila áhrif frá æsku.
Fyrir hvern?
Þetta ferðalag fyrir 18 ára og eldri, sem vilja heila sjálfan sig, tengjast sínu innra barni og losa sig við neikvæðar hugsanir, tilfinningar eða vana, sem hafa áhrif á lífið í dag og síðan úr æsku. Þetta er mjúkt og áhrifaríkt ferðalag sem bíður upp að sjá sjálfan sig loksins sem heila manneskju sem er samkvæm sjálfum sér en ekki í bútum sem virðast hafa sjálfstætt líf.
Þetta ferðalag er fyrir þá sem eru tilbúnir að horfast í augu við skugga sína og taka þann andlega þroska sem þarf til að komast frá áföllum í æsku eða öðrum neikvæðum áhrifum frá barnæskunni.
Það sem fólk hefur verið að upplifa í þessu ferðalagi:
Að tengjast sjálfum sér, sínu innra barni og skilja það betur og heila þann hluta af sér. Að finnast það vera meira heila manneskja sem er samkvæm sjálfum sér. Að finna meira öryggi í lífinu. Að finna meiri samkennd og ást gagnvart sjálfum sér.
Þetta ferðalag er magnað heilunarferðalag þar sem þú hefur tækifæri til að:
Losa þig við neikvæðar tilfinningar
Losa þig við hugsanavillur og úrelta trú sem þú hefur á þér
Losa þig við neikvæða hegðun og vítahringi sem þú virðist ekki ráða við
Losa þig við streitu, ótta og kvíða sem þú hefur barist við lengi Fyrirgefa þér og jafnvel öðrum ef þú þarft á því að halda
Tengjast þínu innra sjálfi og sál þinni
Upplifa frelsi og jákvæða orku
Upplifa betri líðan og kærleika
Ferðalagið kostar 9.900 kr. og skráning fer fram á heimasíðunni: https://9djourneys.is