Ljósanótt Logo

Viðburðir

new_icons
Orkuljósin sjö - Viskan innra með þér

Marta Eiríksdóttir, rithöfundur og jógakennari, er fædd og uppalin í Keflavík. Hún verður með sjóðheita nýja bók á Ljósanótt í Fischershúsi sem býðst gestum og gangandi á sérstöku tilboðsverði. Það er sagt að orkustöðvarnar sjö séu orkuhliðin inn í orkusvið líkamans sem tengir saman huga, líkama og anda. Þær eru eins og ljós í mörgum blæbrigðum. Fræðsla um orkustöðvarnar hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára en þær geta vísað leiðina að viskunni sem leynist innra með okkur. Marta Eiríksdóttir, rithöfundur, hefur skrifað bækur af öllu tagi og er þetta sjötta útgefna bók höfundar. Í þessari bók fræðir hún lesendur um áhrif orkustöðva á andlega og líkamlega heilsu.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 5. september
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 6. september
17:00 - 20:00
Laugardagurinn 7. september
13:00 - 17:00
Sunnudagurinn 8. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Fischershúsi , Hafnargötu 2, Reykjanesbær

Aðrir viðburðir

Share by: