Hæfileikakeppni á Ljósanótt er viðburður sem Reykjanesbær í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur heldur fyrir börn í 3. - 10. bekk.
Generalprufa fer fram mánudaginn 2.september og úrslit verða þriðjudaginn 3.september. Keppnin er haldin í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17.
Sigurvegarar fá að sýna atriðið sitt á kjösúpusviðinu föstudaginn 6. september. Hægt er að keppa með einstaklingsatriði eða í hóp með allt að 5 manns. Atriðið má vera allt að 3 mínútur að lengd og má vera hvernig atriði sem er. Mikilvægt er að vera með vel æft atriði!
Ef þú lumar á geggjuðum hæfileikum hvetjum við þig til að skrá þig. Ef þú þekkir einhvern sem ætti að taka þátt þá endilega bentu á keppnina og hvettu til þátttöku.
Skráningu lýkur sunnudaginn 1.september.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/eGZRr5h9nEzNwmPo6
Allar nánari upplýsingar má fá á netfanginu leikfelagkeflavikur@gmail.com