Tríóið Delizie Italiane, skipað þeim Leone Tinganelli, Jóni Elvari Hafsteinssyni og Jóni Rafnssyni, hefur starfað frá árinu 2000 og gefið út þrjá geisladiska sem innihalda ítölsk alþýðulög sem mörg hver tilheyra orðið klassíska söngheiminum og íslensk lög sem í þeirra flutningi hafa fengið ítalska texta, s.s. Braggablús, Það er gott að elska, Draumur um Nínu, Tvær stjörnur og Bláu augun þín auk nokkurra frumsaminna laga.
Á þessum tveim kvöldum á Library bistro/bar munu þeir félagar leika lög af þessum plötum auk ítalskra dægurlaga sem mörg hver hafa í gegn um árin hljómað í okkar heyrum með íslenskum textum og svo hafa bæst í lagasafnið nokkur skemmtileg lög sem ekki hafa áður heyrst í flutningi tríósins
LEONE TINGANELLI – söngur og gítar
JÓN ELVAR HAFSTEINSSON – gítar og söngur
JÓN RAFNSSON – Kontrabassi og söngur