Ljósanótt Logo

Viðburðir

new_icons
KERAMIK og KRASS

Gunnar Þór Jónsson er borinn og barnfæddur Keflvíkingur. 

Hann hefur starfað og búið í Keflavík nánast alla sína ævi, sem grunnskólakennari, skólastjóri og ökukennari. 


Á Ljósanótt verður hann með sýningu í Fishershúsi, ásamt tengdadóttur sinni, Melkorku Matthíasdóttur. Þau kalla sameiginlega sýningu sýna “KERAMIK og KRASS”. 


Þar ætlar Gunnar að sýna blýantsteikningar sem hann hefur unnið undanfarin tvö ár. Langflestar myndirnar eru frá Suðurnesjum, eftir ljósmyndum sem hann hefur sjálfur tekið.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 5. september
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 6. september
17:00 - 20:00
Laugardagurinn 7. september
13:00 - 17:00
Sunnudagurinn 8. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Fishershús, Hafnargötu 2, Reykjanesbær, 230

Aðrir viðburðir

Share by: