Kastalar Leiktækjaleiga verða á þríhyrningnum við Duushús alla helgina með leiktæki, candyfloss, krap og fleira. ljúkum sumrinu með stæl, ekki missa af þessu!
Sértilboð í tilefni helgarinnar opnunartímar
Miðvikudagur 15:00-19:00 (eingöngu forsala á miðum) Fimmtudagur 15:00-1900
Föstudagur 14:00-23:00
Laugardagur 13:00-23:00
Sunnudagur 13:00-17:00
Sprell tívolí er staðsett á hátíðarsvæðinu
Taylors Tívolí kemur með tívolítæki, tívolíleiki, candyflossið og allt gamanið á Ljósanótt.
Æðisleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Duus Handverk er skemmtilegt gallerý sem selur fallega gjafavöru frá 20 listamönnum. Þar má finna fjölbreytt úrval af handgerðu verki úr leir, lopa, steinum, perlum, gleri, roði og málverk.
Kíktu við í Duus Handverk á Hafnargötu 62 á Ljósanótt og þú gætir fundið þér minnistæða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.
Á miðvikudag og fimmtudag er ljósanæturtilboð 10% af öllum vörum.
Duus Handverk býður ykkur hjartanlega velkomin á Ljósanótt í huggulega stemmningu 🥰
Ljósanóttin okkar á KEF Verið velkomin á Hótel Keflavík yfir Ljósanótt 4.-8. september 2024. Nóg verður um að vera; rífandi stemning, lifandi tónlist, æðisleg tilboð í mat og drykk, Opið hús í KEF SPA, Lukkuhjól KEF og leiksýning fyrir börnin með Leikhópnum Lottu.
Í fyrra komust færri að en vildu, svo við mælum eindregið með að bóka upplifunina fyrirfram hér: bit.ly/kefljosanott24
Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og gleðilega hátíð, kæru bæjarbúar.
Fimmtudagur 5. september • Djassbandið Þríó leikur ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi um kvöldið
Föstudagur 6. september • Opið hús í KEF SPA & Fitness föstudag og laugardag kl. 15:00–18:00. Gestir geta fengið að skoða framvindu nýju lúxusheilsulindarinnar og heilsuræktarinnar KEF SPA & Fitness. Þér gefst tækifæri á að vera með þeim fyrstu að sækja um í einkameðlimaklúbbinn okkar á www.kefspa.is
Laugardagur 7. september • Hátíðarbröns verður á boðstólnum frá kl. 11:30–14:00. • Opið hús í KEF SPA & Fitness föstudag og laugardag kl. 15:00–18:00. Gestir geta fengið að skoða framvindu nýju lúxusheilsulindarinnar og heilsuræktarinnar KEF SPA & Fitness. Þér gefst tækifæri á að vera með þeim fyrstu að sækja um í einkameðlimaklúbbinn okkar á www.kefspa.is • Lukkuhjól KEF verður í fullu fjöri kl. 15:00–18:00, og heppnin gæti verið með þér! Frábærir vinningar í boði.
Sunnudagur 8. september • Leikhópurinn Lotta verður með æðislega leiksýningu í Gyllta salnum á Hótel Keflavík kl. 12:30. Barnabröns verður í boði fyrir og eftir leiksýninguna, kl. 11:15 og 13:15. Borðabókun er nauðsynleg til að komast að: bit.ly/leikhopurinnlottakef
Fjölbreytt dagskrá og tilboð alla helgina
Rífandi stemning og stuð alla ljósanæturhelgina.
Hjá okkur verður fjölbreyttur hópur listamanna, hönnuða og frumkvöðla.
Tríóið Delizie Italiane, skipað þeim Leone Tinganelli, Jóni Elvari Hafsteinssyni og Jóni Rafnssyni
Girnilegir matseðlar
Nýsköpun
Myndlist
Hönnun
Tónlist
Allir velkomnir við tökum vel á móti ykkur á Library bistro/bar Borðapantanir í síma 421 5220 eða www.dineout.is/library?isolation=true’
Frá upphaflegu byggðum Keflavíkur hefur Hafnargata alltaf verið mikilvægur staður þar sem fólk hittist, fór í verslanir og umgengist.
Nú á dögum, þjóta nútímans og aðallega stórum verslunarkeðjur gerir það að verkum að við tökum oft ekki eftir því hverja við hittum í litlum staðbundnum verslunum og þjónustustöðum, sem enn eru að taka stóra þátt í sameiningu okkar bæjarsamfélag.
„Afgreiðslumenn Hafnargötu“ var tilraun til að skrá núverandi stöðu aðalverslunargötu sveitarfélaga. Til að finna út og sýna, hver er þar, við afgreiðsluborð, veita þjónustu.
Sýningin fer fram í tilviljunarkenndum búðargluggum um alla Hafnargötu frá 6-90.
Rokksafn Íslands er frábært safn fyrir alla fjölskylduna. Þar geta gestir kynnt sér sögu íslenskrar popp og rokktónlistar á gagnvirkan hátt.
Á safninu er að finna tímalínu sem fjallar um íslenska popp og rokktónlist allt frá árinu 1835 til tónlistarmanna og hljómsveita á borð við Björk, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo og fleiri.
Á safninu er að finna stórt og gagnvirkt sýningaratriði sem hylur stærsta vegg safnsins þar sem upplýsingum um íslenska tónlistarmenn er varpað á tólf metra breiðan vegg. Tilgangur atriðisins er að gera safngestum kleift að kafa dýpra í sögu þeirra listamanna sem fjallað er um í sýningaratriðinu en atriðið blandar saman skrifaðri sögu listamannanna ásamt ljósmyndum, myndböndum og tónlist. Safngesturinn velur sjálfur hvaða vínylplötu hann setur á fóninn og svo snýr hann plötunni sjálfur á meðan hann skoðar efnið sem tengist listamanninum.
Auk þess geta safnagestir prófað ýmis hljóðfæri svo sem rafmagnsgítar, bassa, trommur og sérhannaðan karókí-klefa þar sem gestir geta sungið ýmis lög.
Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja fræðast betur um hana.
Safnið er opið alla daga frá 11:00-18:00.
Ókeypis aðgangur er á Rokksafn Íslands á meðan Ljósanæturhátíðinni stendur.
Eins og margir vita gerist snilldarsagan um Diddu og dauða köttinn, í gamla bænum í Keflavík. Því verður skemmtilegur ratleikur á Ljósanótt, fyrir alla fjölskylduna, sem byggir á kvikmyndinni.
Hægt verður að spila reikinn rafrænt í gegnum snjallforritið Actionbound (QR kóði í Bókasafninu) eða fá ratleikinn á pappírsformi í Bókasafninu.
Finnur þú marga ketti á göngunni? Dettur þú í lýsistunnu?
Í leiknum er farið á milli stöðva í gamla bænum í Keflavík - á heimaslóðum Diddu. Á hverjum stað er spurt út í söguna, leystar skemmtilegar þrautir og stigum safnað um leið. Leikurinn byrjar við Norðfjörðsgötu 1 þar sem Didda bjó. Á leiðinni er hægt að telja ketti sem finna má á fjölda staura í hverfinu. Við hvetjum flesta til þess að ganga, skokka eða hjóla.
Til þess að vinna stig þarf að svara laufléttum spurningum úr sögunni. Þau sem taka þátt geta átt von á vinningi 😊
Ratleikurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin að taka þátt.
Sjoppur….
frá því ég man eftir mér hefur mér þótt fátt eins heillandi og sjoppur, og þá sérstaklega nammiborðið þar sem maður fékk sem barn að velja sér mola í grænan poka.
Allir litirnir, bleikur, grænn, gulur, blár, rauður … maður lifandi hvað mér þótti þetta fallegt og þykir enn.
Og nú hafa litirnir ratað á listaverkin mín.
Eftir 12 ára hlé frá leirlist þá hefur leirinn gert sig heimakominn aftur. Og eins og forðum daga þá líður mér eins og barni í sjoppu þegar ég horfi á alla litina sem mér standa til boða og ég ræð mér ekki kæti. Litirnir taka völdin og mitt aðalhlutverk er hreinlega að koma sem flestum þeirra inn í hvert einasta verk og gleðin hoppar hæð sína. Og eins og í alvöru sjoppum þá úir og grúir öllu saman, og í minni sjoppu verða litir á leirlistaverkum, málverkum og pappamassaverkum, litir hvert sem litið er… það gerir lífið skemmtilegra.
Verið öll hjartanlega velkomin í Litlu leirsjoppuna, það verða því miður engir grænir pokar en það verða svo sannarlega litir upp um alla veggi fyrir börn á öllum aldri.
Gunnar Þór Jónsson er borinn og barnfæddur Keflvíkingur.
Hann hefur starfað og búið í Keflavík nánast alla sína ævi, sem grunnskólakennari, skólastjóri og ökukennari.
Á Ljósanótt verður hann með sýningu í Fishershúsi, ásamt tengdadóttur sinni, Melkorku Matthíasdóttur. Þau kalla sameiginlega sýningu sýna “KERAMIK og KRASS”.
Þar ætlar Gunnar að sýna blýantsteikningar sem hann hefur unnið undanfarin tvö ár. Langflestar myndirnar eru frá Suðurnesjum, eftir ljósmyndum sem hann hefur sjálfur tekið.
Rífandi stemning og stuð alla ljósanæturhelgina á Park Inn by Radisson. Hjá okkur verður fjölbreyttur hópur listamanna, hönnuða og frumkvöðla.
Má þar nefna:
Anna Marta & Lovísa - Ferskar vörur úr náttúrlegum hráefnum
GeoSilica Iceland (5. – 7. Sept)
Irmilín
Katrín Þórey - Gullsmiður
Páll Andrés - Kynnir bókina Viskustykki
Taramar húðvörur (5. og 7. sept)
TÍRA reflective accessories
Föstudaginn 6. sept kl: 15 - 18 Hraðskákmót.
Know Comment tónlistaratriði fimmtudag kl: 19:00
Tríóið Delizie Italiane (ítalskt góðgæti) leikur fyrir gesti á Library Bistro/bar föstudag og laugardag frá kl. 19.00 til 22.00
Allt að gerast á Park Inn by RadissonFjólublá rigning er samsýning, þar sem handverk og tónlist blandast saman í hátíð sköpunar. Þessi samsýning sýnir fjölbreytta hæfileika listamannafjölskyldu (Tobba, Keli og Pabbi) þar sem hver einstaklingur tjáir sig og viðhorf sín til listagyðjunnar.
Sýningin er haldin í andrúmslofti gamallar bensinstöðvar í Reykjanesbæ (Básinn - Vatnsnestorg) og tekur þig í ferðalag um kynslóðir listrænnar tjáningar.
Verið öll hjartanlega velkomin og þiggið léttar veitingar.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Kvenfata- og fylgihluta línan Fluga design verður til sölu og sýnis á Park Inn by Radisson hótelinu.
Meðal annars verða nýjar vörur kynntar og ýmsar gersemar á tilboði.
Um merkið:
Edda Skúladóttir, hannar undir merkinu Fluga design sem er fata og fylgihlutalína fyrir konur á öllum aldri. Hún lauk sveinsprófi klæðskera 1996 og er með 9 ára starfsreynslu í tískubransanum í Los Angeles. Flutti heim til Íslands 2005 og Fluga design varð til um 2011. “Ég vinn mína hönnun má segja alla leið, þ.e hanna, geri snið og sauma allt sjálf." Hún notar eingöngu gæðaefni og vinnur munstrin sjálf með handlitun og/eða handmálun en þannig verður hver og ein flík einstök.
Netverslun, www.fluga.is
Það er fjölbreyttur hópur kvenna og karla sem sýna í Fischershúsi á Ljósanótt í ár.
Bjørg og Maren Sofie Strømme listakonur koma frá Noregi en þær eru með tengingu til Njarðvíkur. Þær sýna akrylverk.
Gunnar Þór Jónsson og tengdadóttir hans Melkorka Matthíasdóttir verða með sameiginlega sýningu sem þau nefna Keramik og krass.
Marta Eiríksdóttir rithöfundur og jógakennari kynnir sjóðheita nýja bók.
Rut Ingólfsdóttir ætlar að opna Litlu leirsjoppuna sína og Stefán Jónsson verður með myndlistasýningu.
Þau segjast ákveðin í að skemmta sjálfum sér og öðrum, að hafa gaman þessa daga sem hátíðin fer fram. Stemningin á Ljósanótt sé ávallt engu lík, bæjarhátíð sem engin má missa af.
Á Ljósanótt er ég með leirlistasýningu í Fishershúsi ásamt tengdaföður mínum, Gunnari Þóri Jónssyni listamanni sem er að sýna og selja fallegar blýantsteikningar.
Sameiginlega sýningu okkar köllum við „Keramik og krass“.
Ýmis leirlistaverk og nytjahlutir verða til sýnis og sölu hjá mér. Ég hef nýtt kunnáttu mína sem jarðfræðingur og leirlistakona og gert alls konar tilraunir á glerungum utan á steinleirinn sem ég vinn með. Glerungarnir mínir eru sérblandaðir með taðösku og beykiösku sem ég hef fengið frá Reykofninum í Kópavogi ásamt ýmsum íslenskum jarðefnum sem ég finn í náttúrunni eins og íslenski leirinn, silt og eldfjallaaska.
Það er mikil vinna bak við hvert handverk og enginn hlutur eins. Það má segja að verkin mín séu að mörgu leyti sjálfbær þar sem nærumhverfið er nýtt til fullnustu.
Litasprengjan II er önnur listasýning Heiðu Dísar sem er 12 ára listakona sem elskar að skapa.
Heiða Dís býður gestum að koma á vinnustofuna sína og sjá verkin sem hún hefur unnið síðasta árið. Listaverkin eru fjölbreytt, litrík og mörg sækja innblástur í náttúruna og nokkur í himingeiminn.
Listaverkin eru málverk sem eru unnin með pouring tækni, máluð eða teiknuð. Á sýningunni verða einnig Tie dye bolir sem hún hefur litað og skreytt sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Sjón er sögu ríkari verið hjartanlega velkomin á þessa skemmtilegu listasýningu.
Reykjavík Candle Co. byKrummi var stofnað með því markmiði að framleiða hrein hágæða ilmkerti úr bestu fáanlegu hráefnum til kertagerðar, en kertin eru hvorki skaðleg heilsu manna né umhverfinu, og eru ekki prófuð á dýrum.
Íslensk Hönnun & Framleiðsla byKrummi.is
Náttúra Reykjanessins er einstök
Oddgeir og Sossa hafa hér fangað sérkenni Suðurnesja/Reykjanessins í sitthvorn miðilinn, með áherslu á liti og fjölbreytileika umhverfisins út frá sitthvoru listrænu sjónarhorninu-Ljósmyndarinnar og Málverksins.
Ekki missa af mögnuðu vídeóverki sem varpað verður á bakhlið Hafnargötu 12 á Ljósanótt. Verkið var sérstaklega unnið fyrir Ljósanótt í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar.
Það er myndlistar - og heimamaðurinn Krummi Laxdal sem er höfundur verksins.
Vídéóverkið Andvari býður áhorfendum í magnþrungið ferðalag um tilvist manns og náttúru. Kraftur og togstreita mætast hér í öndun mannskepnunnar á meðan jörðin dregur andann hægt og hljótt.
Andvari;
verk eftir: Krumma Laxdal
Dansari: Juliette Louste
Tónlist: Kór Njarðvíkurkirkju undir stjórn Rafns Hlíðkvist Björgvinssonar, Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir.
Aðstoð við framkvæmd: Birgitta Ásbjörnsdóttir, Fannar Már Skarphéðinsson, Patrik Ontkovic, Sveinbjörn Hjörleifsson
Katrín Þórey Gullsmiður verður með silfur og gullskartgripi til sýnis og sölu á Park Inn by Radisson hótelinu.
Á ljósanótt verða alskyns gersemar til sölu, einnig er hægt að koma og spjalla við Katrínu Þórey um sérsmíði, viðgerðir og önnur spennandi verkefni.
Um Katrínu Þórey gullsmið:
Skartgripir hafa frá unga aldri verið verið mín ástríða og náði ég að tengja þá inn í framhaldsnámið á Hönnunar- og Markaðsfræðibraut í FG. Að loknu framhaldsnámi tók drauma námið við í Goldschmiedeschule mit Uhrmacherschule í Pforzheim, Þýskalandi. Þaðan útskrifaðist ég sem gullsmiður þann 2. febrúar 2018. Á meðan á náminu stóð byggði ég upp lítið verkstæði heima sem stækkaði smám saman og er enn að vaxa. Þá fór ég einnig að leggja grunnin að þeim vörum sem ég býð upp á í dag.
Vörurnar frá Katrínu Þórey fást við Strandgötu 43 í Hafnarfirði þar sem hún er með vinnustofu og verslun ásamt systur sinni, sem er klæðskeri, og vinna þær þar saman í líflegu og skemmtilegu rými.
Í SUNDINU Á MILLI FISCHERSHÚSS OG SVARTA PAKKHÚSSINS VERÐA LJÓSASKÚLPTÚRAR SEM ALMENNINGUR GETUR LEIKIÐ SÉR MEÐ.
LJÓSIN ERU ÖLL LED LJÓS OG STÝRANLEG MEÐ FJARSTÝRINGUM SEM BÖRN OG FULLORÐIN MEGA FIKTA Í.
LJÓSASKÚLPTÚRARNIR ERU Í EÐLI SÍNU VIÐKVÆMIR OG ÞURFA ALLIR SEM UMGANGAST VERKIN AÐ HAFA ÞAÐ Í HUGA OG BERA VIRÐINGU FYRIR ÞEIM.
LJÓSASKÚLPTÚRARNIR ERU HANNAÐIR FYRIR ALMENNING AÐ LEIKA SÉR MEÐ.
Dagskrá Duus safnahúsa á Ljósanótt 2024
Fimmtudagur 5. september
18:00 – 20:00 Opnun Ljósanætursýninga
• Huglendur – Bjarni Sigurbjörnsson – Listasafn Reykjanesbæjar
• Ferðalangur – Kristinn Már Pálmason – Listasafn Reykjanesbæjar
• 50 ár af framförum - sögusýning HS Orku – Gryfjan
• Ljósmyndarinn & Málarinn - Oddgeir & Sossa – Bíósalur
Föstudagur 6. september
12:00 – 18:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
Laugardagur 7. september
12:00 – 18:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
14:30 – 17:00 Syngjandi sveifla í bíósal Duus safnahúsa
14:30 Félag Harmonikuunnenda
15:00 Söngsveitin Víkingar
15:30 Sönghópur Suðurnesja
16:00 Karlakór Keflavíkur
16:30 Kvennakór Suðurnesja
Sunnudagur 8. september
11:00 – 12:00 Söguganga um gömlu Keflavík með Agnari Guðmundssyni
12:00 – 17:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
14:00 – 15:00 Leiðsögn um sýninguna Eins manns rusl er annars gull – Byggðasafn Reykjanesbæjar
15:00 – 16:00 Listamanna- og sýningarstjóraspjall: Huglendur og Ferðalangur – Listasafn Reykjanesbæjar
Í árslok verða 50 ár liðin frá stofnun Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku. Af því tilefni býður HS Orka íbúum Reykjanesbæjar og öllum gestum Ljósanætur til afmælissögusýningar í Gryfjunni í Duus safnahúsum.
Sýningin er framlag HS Orku til hátíðarinnar í ár. Á sýningunni, sem hönnuð er í samstarfi við Gagarín, er dregin upp mynd af einstakri frumkvöðlahugsun og framsýni, sem fylgt hafa fyrirtækinu í hálfa öld.
Aðgangur að sýningunni er ókeypis.
Áætlað er að sýningin standi út septembermánuð en að Ljósanótt lokinni gilda almennir opnunartímar safnahúsanna.
Pop-up verslun Tíru ljómandi fylgihluta tekur fagnandi á móti ykkur á Ljósanótt!
Við verðum til staðar í Park Inn hótelinu, Keflavík meðan á hátíðinni stendur.
Hér verður hægt að finna vettlinga og húfur úr íslenskum lopa og endurskini frá Tíru Ljómandi Fylgihlutum. Einnig verður á staðnum úrval hönnunarvöru frá lista og handverksfólki sem nú er hægt að finna í verslun Tíru -Strandgötu 29, Hafnarfirði.
Komið að sjá heimilisvörur frá Bility, fatnað frá Skrautu og Fríðu Fínu, keramik frá Rósu Valtingojer og Leirmunum Ásu, ilm- og húðvörur frá Flórunni og Reyni Woodcraft og svo margt fleira.
Gleðjið ykkar nánustu -jú eða ykkur sjálf- með handgerðri gjöf frá Tíru. Hlökkum til að sjá ykkur!
Verð með nokkrar gerðir af handtálguðum fuglum úr íslensku Birki. Er að tálga á staðnum á Park Inn by Radisson, Hafnargötu 57 Keflavík
Verið þið hjartanlegan velkomin/n.
Rúnar
Verðum með fiskisúpu, kjötsúpu og vegan súpu á Ljósanótt.
Það munu margir góðir matarvagnar bjóða upp á úrvals götubita á Ljósanótt.
Vagnarnir sem ætla að heimsækja okkur í ár eru:
Byriani, Dons Donuts, Garibe food truck, Viking llama, Silli Kokkur, Turfhouse, Plan b, Vöffluvagninn, Vefjan, Churros Wagon, Wheesh -& La Buena Vida.
Listaverk í flippaðri kantinum verða til sýnis og sölu á neðri hæð Aðalgötu 2. .
Wheesh matrvagn bjóða upp á heimalagað smash ostborgara, grísaborgara og kjúklingaborgara, ásamt með óáfengum drykkjum.
Birch & Wool á Ljósanótt 2024
Hrútarnir okkar frá Birch & Wool taka þátt í Ljósanótt í ár og hafa hreiðrað um sig á Hafnargötu 50, líkt og fyrri ár.
Hægt verður að knúsa hrútana og kjassa og spjalla við litlu, krúsídúllusystur þeirra hana Curly Sue - sérstakt ljósanæturtilboð á Curly Sue.
Frekari upplýsingar í vefverslun okkar á www.birchandwool.com
Í tilefni af 50 ára afmæli Mannakorna verða stórafmælistónleikar í Hljómahöllinni föstudaginn 6. september.
Ekkert verður til sparað til að gera upplifun gesta sem mesta og má með sanni segja að hér sé um algjörlega einstakt tækifæri til að sjá Mannakorn á tónleikum, enda kemur hljómsveitin mjög sjaldan fram nú orðið.
Mannakorn hefur sent frá sér ógrynni af slögurum í hálfa öld sem hvert einasta mannsbarn kann og elskar. Hver man ekki eftir lögum eins og: Reyndu aftur // Ó þú Elska þig // Braggablús Gamli góði vinur // Ég elska þig enn Sölvi Helgason // Á rauðu ljósi Einhverstaðar einhvern tímann aftur
Pálma, Magga og Ellen til halds og trausts verður landslið hljóðfæraleikara.
Þetta eru tónleikar sem sannir Mannakorns aðdáendur mega alls ekki láta framhjá sér fara!
Hljómsveitin Nostalgía leikur fyrir dansi á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
Það verður enginn svikinn af gómsætri íslenskri kjötsúpu sem Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á að vanda.
Hvað er betra en að gæða sér á geggjaðri kjötsúpu og hlusta á flotta tónleika?
Ekkert er endalaust og allt tekur enda, líka góðar og skemmtilegar hugmyndir.
Síðustu aldamótatónleikarnir verða haldnir á þremur stöðum í haust, Reykjanesbæ, Reykjavík og Akureyri.
Þau sem fram koma á tónleikunum í Stapanum eru:
Birgitta Haukdal
Hreimur
Magni
Sverrir Bergmann
Gunni Óla
Einar Ágúst
Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldamót. Og gott betur en það, því flestir söngvararnir eru enn starfandi sem tónlistarfólk.
Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri. Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landsins sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.
Þessir tónleikar eru unnir í góðu samstarfi við Gull léttöl *Aldamótatónleikarnir er skráð vörumerki hjá Hugverkastofu og í eigu ARG viðburða.
Hæfileikakeppni á Ljósanótt er viðburður sem Reykjanesbær í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur heldur fyrir börn í 3. - 10. bekk.
Generalprufa fer fram mánudaginn 2.september og úrslit verða þriðjudaginn 3.september. Keppnin er haldin í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17.
Sigurvegarar fá að sýna atriðið sitt á kjösúpusviðinu föstudaginn 6. september. Hægt er að keppa með einstaklingsatriði eða í hóp með allt að 5 manns. Atriðið má vera allt að 3 mínútur að lengd og má vera hvernig atriði sem er. Mikilvægt er að vera með vel æft atriði!
Ef þú lumar á geggjuðum hæfileikum hvetjum við þig til að skrá þig. Ef þú þekkir einhvern sem ætti að taka þátt þá endilega bentu á keppnina og hvettu til þátttöku.
Skráningu lýkur sunnudaginn 1.september.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/eGZRr5h9nEzNwmPo6
Allar nánari upplýsingar má fá á netfanginu leikfelagkeflavikur@gmail.com
Það verður boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu á milli ráðhússins og Skrúðgarðsins í Keflavík.
Skólamatur býður í súpu frá kl. 18-20.
Dagskrá
18:00 Sigurvegarar úr Hæfileikakeppni Ljósanætur
18:15 Ungleikhúsið
18:20 Kósýbandið
18:40 Jón Jónsson
19:10 Magnús Kjartansson
19:50 Sigga Ózk
20:10 Nostalgía
Hraðskákmót.
Fyrirkomulag 3+2 .
9 umferðir.
1. Verðlaun. kr 50.000.
Happadrætti.
Aukaverðlaun fyrir frumlegasta klæðnaðinn.
Leynigestur.
Skráning í skákmótið fer fram á: chesslion@hotmail.com
Skákstjóri: Róbert Lagermann alþjóðlegur Skákdómari.
Bakhjarlar: Eyland og Park Inn hótel
Kynning/Sala á bókinni Viskustykki fyrir flest kyn… og einnig örvhenta.
Jón Jónsson kemur fram á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
Ingó Veðurguð ásamt hljómsveit á föstudagskvöldið á Ljósanótt á Ránni Miðaverð 3.500 kr í forsölu á tix.is en 4.000 kr við innganginn.
Ingó verður með brekkusöng á laugardagskvöldið. Miðaverð 3.500 kr í forsölu á tix.is en 4.000 kr við innganginn.
Hægt að kaupa miða fyrir bæði kvöldin í forsölu á tix.is á 6.000 kr
ClubDub og Daði Ómars á Paddy's. Föstudagskvöld Ljósanæturhelgar.
Opið til 05:00 fös og lau!
Miðasala í Stubb. MIðaverð 3.500kr í forsölu - 4.500kr frá og með 06.09.
20 ára aldurstakmark.
Föstudaginn 6. september kl. 16.00 verður notaleg stund í Bókasafninu.
Viðburðurinn hefst á útnefningu sigurvegara ljóðasamkeppni Ljósberans 2024 í umsjá Guðmundar Magnússonar, ásamt upplestri vinningsljóðanna.
Eftir Ljósberann ætla Grindavíkurdætur að flytja nokkur vel valin lög.
Gunnhildur Þórðardóttir ljóðskáld stýrir viðburðinum. Viðburðurinn er auðvitað ókeypis og öll hjartanlega velkomin! Viðburðurinn Grindavíkurdætur er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Sigga og Grétar hlaða í alvöru power show á Brons á föstudagskvöldinu á Ljósanótt.
Trúbadoradúettinn Heiður mun sjá um upphitun.
Lexi Special þeytir skífum til lokunar.
Færri munu komast að en vilja þannig við mælum með að tryggja sér miða sem allra fyrst.
Miðaverð 3.000kr / Miðasala á Stubb
Söngva og sagnastund á Nesvöllum á Ljósanótt.
Föstudaginn 6. september kl. 14 – 16
Fram koma; Alli á Bryggjunni, Jón Björn og Ási Friðriks.
Frír aðgangur og kaffiveitingar.
Heimatónleikar í Gamla bænum verða á Ljósanótt, föstudagskvöldið 6. september, og er það í áttunda skiptið sem þessi vinsæli viðburður fer fram.
Búið er að ráða frábæra listamenn sem koma fram á nokkrum heimilum í Reykjanesbæ og spila fyrir almenning ýmist úti á palli eða inni í stofu gestgjafanna.
Tónleikarnir hefjast í öllum húsunum kl. 21.00 og verða endurteknir kl. 22.00. Fólk gengur á milli húsa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi fyrir utan hvað það skapast alltaf skemmtileg stemning í húsunum.
Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 9. ágúst kl. 10:00 á Tix.is og armböndin verða afhent í Geimsteini, Skólavegi 12, fimmtudag 5. sept og föstudag 6. sept milli kl. 17 - 19.
Listafólkið sem kemur fram í ár er eftirfarandi: Júníus Meyvant, Andrea Gylfadóttir, Jón Jónsson, Herbert Guðmundsson, Snorri Helgason og Bjartmar og Bergrisarnir.
Uppselt er á tónleikana
Bikevík & Broscustom kynna í samvinnu við Nitro og K. Steinarsson sölusýningu á ýmsum tækjum.
Frá Nitro höfum við fjórhjól, buggybíla, endurohjól einnig rafmagns krossara, fjórhjól fyrir þau yngri og margt fl.
K.Steinarsson býður ykkur að skoða rafmagns sendibíla og fólksbíla frá BYD.
Broscustom, svo er það pressan, stefnan er að afhenda tvö BMW customhjól yfir þá daga sem Ljósanótt stendur yfir.
Sjáumst hress.
Guðrún Björnsdóttir verður 90 ára seinna á árinu. Hún ætlar að halda Bílskúrssölu að Aðalgötu 6 á Ljósanótt. Í skúrnum gætir ýmissa grasa og hægt að gramsa eftir fjársjóðum.
Allir hjartanlega velkomnir
Maggi Kjartans ásamt The Vintage Caravan kemur fram á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
Magnús Kjartansson er menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar 2023.
Víkurbraut 6 Byrjar klukkan 21
Fram koma Dire Aesculus Blóðberg
Frítt inn!
Tríóið Delizie Italiane, skipað þeim Leone Tinganelli, Jóni Elvari Hafsteinssyni og Jóni Rafnssyni, hefur starfað frá árinu 2000 og gefið út þrjá geisladiska sem innihalda ítölsk alþýðulög sem mörg hver tilheyra orðið klassíska söngheiminum og íslensk lög sem í þeirra flutningi hafa fengið ítalska texta, s.s. Braggablús, Það er gott að elska, Draumur um Nínu, Tvær stjörnur og Bláu augun þín auk nokkurra frumsaminna laga.
Á þessum tveim kvöldum á Library bistro/bar munu þeir félagar leika lög af þessum plötum auk ítalskra dægurlaga sem mörg hver hafa í gegn um árin hljómað í okkar heyrum með íslenskum textum og svo hafa bæst í lagasafnið nokkur skemmtileg lög sem ekki hafa áður heyrst í flutningi tríósins
LEONE TINGANELLI – söngur og gítar
JÓN ELVAR HAFSTEINSSON – gítar og söngur
JÓN RAFNSSON – Kontrabassi og söngur
Leikhópurinn Lotta bregður á leik í sumar með glænýjan íslenskan fjölskyldusöngleik um sjálfan Bangsímon og vini hans á Ljósanótt í skrúðgarðinum í Keflavík föstudaginn 6.september klukkan 16:30.
Flestir kannast við vinalega bangsann hann Bangsimon, vini hans Gríslinginn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugluna svo þau þarf vart að kynna. Í höndum Lottu hefur þessum sögum verið gefið nýtt líf og lifna persónurnar nú loksins við frammi fyrir augunum á okkur. Eins og Lottu er von að vísa eru 10 glæný íslensk lög í sýningunni, mikið af dönsum og heill hellingur af bröndurum, bæði fyrir börn og fullorðna. Sýningin er klukkutími að lengd og skipta fimm leikarar á milli sín öllum hlutverkum.
Bangsímon er klukkustundarlöng sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.
Að Bangsímon loknum hefst svo dagskrá á Kjösúpusviðinu við Tjarnargötu og því um að gera að fá sér kjötsúpu frá Skólamat og hlusta á góða tónlist.
Churros eru handgerðar nýsteiktar kanilstangir með Nutella eða karamellusósu.
Hlökkum til að sjá ykkur á Ljósanótt!
2.sæti besti sæti bitinn 2024 3.sæti götubiti fólksins 2024
Ljósanæturmót í 501 pílukast.
Húsið opnar kl 18.30, mót hefst kl 19.30.
Kvenna og karlariðlar, kr 3000 pr mann
Vegleg verðlaun.
Skráning í síma 790-1 180.
kv stjórnin
Boðið verður upp á fjölbreytta barnadagskrá í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Öll dagskrá í garðinum verður börnum að kostnaðarlausu.
Birt með fyrirvara um að veðrið verði gott :)
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins sýna samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Viðburðurinn er fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun fyrir alla, óháð aldri.
Þátttakendur skiptast á að ganga með boðhlaupskefli í sólahring, sem er táknrænt fyrir að engin hvíld fæst frá krabbameini.
Allar upplýsingar er hægt að nálgast inn á www.styrkleikarnir.is.
Innan Ægissíðu, Grófar, Kirkjuvegs og Faxabrautar verður hraði rafhlaupahjóla Hopp takmarkaður við 15 km/klst. Einnig verður ekki hægt að leggja rafhlaupahjólum á þessu svæði.
Á Hafnargötu verður hraði takmarkaður við 5 km/klst, og þar verður einnig óheimilt að leggja Hopp hlaupahjólum.
Sérstök afsláttar-svæði verður að finna við Ránargötu og við Slippfélagið þar sem má leggja rafhlaupahjólum frá Hopp.
Þessar breytingar munu vera í gildi frá miðvikudeginum 4. september kl. 17:00 til sunnudagsins 8. september kl. 23:00.
Öll svæði utan miðbæjarins munu halda sínu hefðbundna fyrirkomulagi.