Ljósanætur Hjöbbquiz Dr. Football mætt aftur á Paddy's. 3 saman í liði, glæsilegir vinningar í boði fyrir hverja lotu og dregið úr skorkortum. Borðapantanir á Stubb appinu.
Kór Njarðvíkurkirkju og Vox Felix bjóða til gospel tónleikaveislu í Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 4. september kl. 20:00.
Hljómsveit skipa: Brynjólfur Snorrason (Trommur) Þorvarður Ólafsson (Gítar) Jón Árni Benediktsson (Bassi) Rafn Hlíðkvist Björgvinsson (Stjónandi og Píanó)
Frítt inn.
Húsið opnar kl. 19:00
Öll velkomin
LJÓSANÆTURHLAUPIÐ 2024
Vegalengdir fyrir ALLA Fjölskylduna + Góður málsstaður.
Ljósanæturhlaupið fer fram miðvikudaginn 4. september kl 18.30. 500 kr. af hverri skráningu renna í MINNINGARSJÓÐ ÖLLA.
Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Ljósanæturhlaupið er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Framkvæmd hlaupsins er í höndum Vikars Sigurjónssonar. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar.
Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðir áður en hlaupið er af stað. Hægt er að skoða kort af leiðunum á skráningarsíðu hlaupsins, á facebook síðu “Vikar Sigurjónsson" og í Sundmiðstöð/Vatnaveröld við rásmark.
Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3,5 km, 7 km og 10 km. Flögu tímamæling verður notuð í Ljósanæturhlaupinu í öllum vegalengdum.
Ljósanæturhlaupið er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að finna vegalendir við allra hæfi. Rásmark og endamark verða við Sundmiðstöðina, Vatnaveröld, Sunnubraut 31, 230 Reykjanesbæ. Búnings-og sturtuaðstaða er í Sundmiðstöðinni, Reykjanesbær býður þátttakendum í sund að hlaupi loknu.
Dagskrá og tímasetningar:
Ræsing í 10 km kl 18:30
Ræsing í 7 km kl 18:35
Ræsing í 3,5 km kl 18:40
Verðlaunaafhending verður um kl. 19:50
Verðlaun.
Hlaupið er aldursflokkaskipt í 7 og 10 km. og eru verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum í 7 km og 10 km. Í 3,5 km. eru veitt verðlaun fyrir 15 ára og yngri og 16 ára og eldri. Glæsileg útdráttarverðlaun sem dregin verða úr nöfnum allra þátttakenda.
Þátttökugjald
3,5 km: 2.000 kr fyrir 15 ára og eldri, kr. 1.500 fyrir 14 ára og yngri.
7 km og 10 km: 3.000 kr fyrir 15 ára og eldri, kr. 2.000 fyrir 14 ára og yngri.
Athugið að skráningargjald hækkar um 1.000 fyrir alla flokka ef skráð er eftir kl 23.59 þriðjudaginn 3. september.
Skráning.
Við hvetjum alla til að tryggja sér skráningu á netskraning.is til að forðast óþarfa stress. Umsjón: Vikar Sigurjónsson sími 899-0501
Fjörheimar og Samsuð kynna LJÓSANÆTURBALL 2024 fyrir 8.-10. bekk. Stærsta ball ársins verður haldið miðvikudaginn 4.september!
Þú vilt ekki missa af þessari veislu!
Miðaverð er 3000kr og verður miðasalan í Fjörheimum eða í þinni félagsmiðstöð þegar nær dregur.
Miðasala í Fjörheimum verður eftirfarandi daga:
28.ágúst 19:00-21:30.
29.ágúst 19:00-21:30.
30.ágúst 19:00-21:30.
2.september 19:00-21:30.
3.september 19:00-21:30.
Hægt er að borga með bæði korti og pening.
Kastalar Leiktækjaleiga verða á þríhyrningnum við Duushús alla helgina með leiktæki, candyfloss, krap og fleira. ljúkum sumrinu með stæl, ekki missa af þessu!
Sértilboð í tilefni helgarinnar opnunartímar
Miðvikudagur 15:00-19:00 (eingöngu forsala á miðum) Fimmtudagur 15:00-1900
Föstudagur 14:00-23:00
Laugardagur 13:00-23:00
Sunnudagur 13:00-17:00
Sprell tívolí er staðsett á hátíðarsvæðinu
Taylors Tívolí kemur með tívolítæki, tívolíleiki, candyflossið og allt gamanið á Ljósanótt.
Æðisleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Duus Handverk er skemmtilegt gallerý sem selur fallega gjafavöru frá 20 listamönnum. Þar má finna fjölbreytt úrval af handgerðu verki úr leir, lopa, steinum, perlum, gleri, roði og málverk.
Kíktu við í Duus Handverk á Hafnargötu 62 á Ljósanótt og þú gætir fundið þér minnistæða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.
Á miðvikudag og fimmtudag er ljósanæturtilboð 10% af öllum vörum.
Duus Handverk býður ykkur hjartanlega velkomin á Ljósanótt í huggulega stemmningu 🥰
Við elskum Ísland ferðalag K100 heldur áfram og næsti viðkomustaður er Ljósanótt í Reykjanesbæ
Skemmtikvöld Ísland vaknar er 4. september kl. 20:00 og verður haldið á Brons. Þar munu Bolli, Þór og Stína bjóða uppá Live show - pöbbkviss og margt fleira.
Vinningarnir ekki af verri endanum!
Heppnir aðilar sem mæta á svæðið fara ekki tómhentir heim. Fyrsti „hlustandinn“ fær veglegan glaðning frá Símanum en einnig eru í boði gjafabréf frá N1 og fleiri styrktaraðilum, kynnum vinningana nánar þegar nær dregur.
Bolli, Þór og Kristín verða í banastuði og hvetjum við alla til að mæta á svæðið og taka þátt í gleðinni með okkur. Stebbi Jak mun svo klára kvöldið með lifandi tónlist.
Að sjálfsögðu er frítt inn.
Á trúnó-tónleikum í Hljómahöll fá gestir að upplifa mikla nánd við listamennina. Tónleikarnir fara fram í Bergi sem rúmar um 100 gesti og er þó engu til sparað þegar kemur að hljóðgæðum eða lýsingu á tónleikunum. Mætti jafnvel lýsa þeim sem stórtónleikum í litlum sal.
Hin frábæra hljómsveit Valdimar ætlar að koma fram á tvennum trúnó-tónleikum á meðan Ljósanæturhátíðinni stendur í ár.
Fyrri tónleikarnir fara fram þriðjudagskvöldið 3. september. Á þeim tónleikum mun sveitin leika öll lögin af plötunni Batnar útsýnið sem kom út árið 2014.
Seinni tónleikarnir fara fram miðvikudagskvöldið 4. september og mun hljómsveitin taka fyrir plötuna Sitt sýnist hverjum sem kom út árið 2018.
Húsið opnar kl. 19 og tónleikar hefjast kl. 20 bæði kvöldin.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri að sjá hljómsveitina Valdimar á trúnó í Bergi í Hljómahöll.
Ljósanóttin okkar á KEF Verið velkomin á Hótel Keflavík yfir Ljósanótt 4.-8. september 2024. Nóg verður um að vera; rífandi stemning, lifandi tónlist, æðisleg tilboð í mat og drykk, Opið hús í KEF SPA, Lukkuhjól KEF og leiksýning fyrir börnin með Leikhópnum Lottu.
Í fyrra komust færri að en vildu, svo við mælum eindregið með að bóka upplifunina fyrirfram hér: bit.ly/kefljosanott24
Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og gleðilega hátíð, kæru bæjarbúar.
Fimmtudagur 5. september • Djassbandið Þríó leikur ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi um kvöldið
Föstudagur 6. september • Opið hús í KEF SPA & Fitness föstudag og laugardag kl. 15:00–18:00. Gestir geta fengið að skoða framvindu nýju lúxusheilsulindarinnar og heilsuræktarinnar KEF SPA & Fitness. Þér gefst tækifæri á að vera með þeim fyrstu að sækja um í einkameðlimaklúbbinn okkar á www.kefspa.is
Laugardagur 7. september • Hátíðarbröns verður á boðstólnum frá kl. 11:30–14:00. • Opið hús í KEF SPA & Fitness föstudag og laugardag kl. 15:00–18:00. Gestir geta fengið að skoða framvindu nýju lúxusheilsulindarinnar og heilsuræktarinnar KEF SPA & Fitness. Þér gefst tækifæri á að vera með þeim fyrstu að sækja um í einkameðlimaklúbbinn okkar á www.kefspa.is • Lukkuhjól KEF verður í fullu fjöri kl. 15:00–18:00, og heppnin gæti verið með þér! Frábærir vinningar í boði.
Sunnudagur 8. september • Leikhópurinn Lotta verður með æðislega leiksýningu í Gyllta salnum á Hótel Keflavík kl. 12:30. Barnabröns verður í boði fyrir og eftir leiksýninguna, kl. 11:15 og 13:15. Borðabókun er nauðsynleg til að komast að: bit.ly/leikhopurinnlottakef
Fjölbreytt dagskrá og tilboð alla helgina
Rífandi stemning og stuð alla ljósanæturhelgina.
Hjá okkur verður fjölbreyttur hópur listamanna, hönnuða og frumkvöðla.
Tríóið Delizie Italiane, skipað þeim Leone Tinganelli, Jóni Elvari Hafsteinssyni og Jóni Rafnssyni
Girnilegir matseðlar
Nýsköpun
Myndlist
Hönnun
Tónlist
Allir velkomnir við tökum vel á móti ykkur á Library bistro/bar Borðapantanir í síma 421 5220 eða www.dineout.is/library?isolation=true’
Frá upphaflegu byggðum Keflavíkur hefur Hafnargata alltaf verið mikilvægur staður þar sem fólk hittist, fór í verslanir og umgengist.
Nú á dögum, þjóta nútímans og aðallega stórum verslunarkeðjur gerir það að verkum að við tökum oft ekki eftir því hverja við hittum í litlum staðbundnum verslunum og þjónustustöðum, sem enn eru að taka stóra þátt í sameiningu okkar bæjarsamfélag.
„Afgreiðslumenn Hafnargötu“ var tilraun til að skrá núverandi stöðu aðalverslunargötu sveitarfélaga. Til að finna út og sýna, hver er þar, við afgreiðsluborð, veita þjónustu.
Sýningin fer fram í tilviljunarkenndum búðargluggum um alla Hafnargötu frá 6-90.
Rokksafn Íslands er frábært safn fyrir alla fjölskylduna. Þar geta gestir kynnt sér sögu íslenskrar popp og rokktónlistar á gagnvirkan hátt.
Á safninu er að finna tímalínu sem fjallar um íslenska popp og rokktónlist allt frá árinu 1835 til tónlistarmanna og hljómsveita á borð við Björk, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo og fleiri.
Á safninu er að finna stórt og gagnvirkt sýningaratriði sem hylur stærsta vegg safnsins þar sem upplýsingum um íslenska tónlistarmenn er varpað á tólf metra breiðan vegg. Tilgangur atriðisins er að gera safngestum kleift að kafa dýpra í sögu þeirra listamanna sem fjallað er um í sýningaratriðinu en atriðið blandar saman skrifaðri sögu listamannanna ásamt ljósmyndum, myndböndum og tónlist. Safngesturinn velur sjálfur hvaða vínylplötu hann setur á fóninn og svo snýr hann plötunni sjálfur á meðan hann skoðar efnið sem tengist listamanninum.
Auk þess geta safnagestir prófað ýmis hljóðfæri svo sem rafmagnsgítar, bassa, trommur og sérhannaðan karókí-klefa þar sem gestir geta sungið ýmis lög.
Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja fræðast betur um hana.
Safnið er opið alla daga frá 11:00-18:00.
Ókeypis aðgangur er á Rokksafn Íslands á meðan Ljósanæturhátíðinni stendur.
Eins og margir vita gerist snilldarsagan um Diddu og dauða köttinn, í gamla bænum í Keflavík. Því verður skemmtilegur ratleikur á Ljósanótt, fyrir alla fjölskylduna, sem byggir á kvikmyndinni.
Hægt verður að spila reikinn rafrænt í gegnum snjallforritið Actionbound (QR kóði í Bókasafninu) eða fá ratleikinn á pappírsformi í Bókasafninu.
Finnur þú marga ketti á göngunni? Dettur þú í lýsistunnu?
Í leiknum er farið á milli stöðva í gamla bænum í Keflavík - á heimaslóðum Diddu. Á hverjum stað er spurt út í söguna, leystar skemmtilegar þrautir og stigum safnað um leið. Leikurinn byrjar við Norðfjörðsgötu 1 þar sem Didda bjó. Á leiðinni er hægt að telja ketti sem finna má á fjölda staura í hverfinu. Við hvetjum flesta til þess að ganga, skokka eða hjóla.
Til þess að vinna stig þarf að svara laufléttum spurningum úr sögunni. Þau sem taka þátt geta átt von á vinningi 😊
Ratleikurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin að taka þátt.
Setning Ljósanætur 2024 verður haldin í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Elstu nemendur í leikskólum Reykjanesbæjar ásamt nemendum í 3. bekk og 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar eru viðstödd setninguna.
Kynnir: Bryndís Guðmundsdóttir
Velkomin á Ljósanótt!
SÝRA býður gestum og gangandi upp á úrvals kimchi, súrsað grænmeti úr íslensku hráefni.
Kimchi er súr og sterk, vegan og glútenlaus veisla fyrir bragðlaukana.
Gott í munn og maga!
Sjoppur….
frá því ég man eftir mér hefur mér þótt fátt eins heillandi og sjoppur, og þá sérstaklega nammiborðið þar sem maður fékk sem barn að velja sér mola í grænan poka.
Allir litirnir, bleikur, grænn, gulur, blár, rauður … maður lifandi hvað mér þótti þetta fallegt og þykir enn.
Og nú hafa litirnir ratað á listaverkin mín.
Eftir 12 ára hlé frá leirlist þá hefur leirinn gert sig heimakominn aftur. Og eins og forðum daga þá líður mér eins og barni í sjoppu þegar ég horfi á alla litina sem mér standa til boða og ég ræð mér ekki kæti. Litirnir taka völdin og mitt aðalhlutverk er hreinlega að koma sem flestum þeirra inn í hvert einasta verk og gleðin hoppar hæð sína. Og eins og í alvöru sjoppum þá úir og grúir öllu saman, og í minni sjoppu verða litir á leirlistaverkum, málverkum og pappamassaverkum, litir hvert sem litið er… það gerir lífið skemmtilegra.
Verið öll hjartanlega velkomin í Litlu leirsjoppuna, það verða því miður engir grænir pokar en það verða svo sannarlega litir upp um alla veggi fyrir börn á öllum aldri.
Gunnar Þór Jónsson er borinn og barnfæddur Keflvíkingur.
Hann hefur starfað og búið í Keflavík nánast alla sína ævi, sem grunnskólakennari, skólastjóri og ökukennari.
Á Ljósanótt verður hann með sýningu í Fishershúsi, ásamt tengdadóttur sinni, Melkorku Matthíasdóttur. Þau kalla sameiginlega sýningu sýna “KERAMIK og KRASS”.
Þar ætlar Gunnar að sýna blýantsteikningar sem hann hefur unnið undanfarin tvö ár. Langflestar myndirnar eru frá Suðurnesjum, eftir ljósmyndum sem hann hefur sjálfur tekið.
Hljómsveitin R.H.B. (Rolf Hausbentner Band) vinnur nú að sinni fyrstu heilu plötu. Platan hefur vinnuheitið Out of reach og er fyrirhugað að hún komi út í ágúst.
Til þess að fagna þeim áfanga er því blásið til útgáfutónleika í Bergi í Hljómahöll fimmtudaginn 5. september.
Hljómsveitin hefur áður gefið út 5 lög og fengið spilun bæði á Rás 2 og X-inu.
Lagið Set me free, sem hljómsveitin gaf út ásamt Fríðu Dís árið 2021, sat m.a. nokkrar vikur á vinsældarlista Rásar 2. Lagið Touch Our Ground, sem kom út í fyrra, var á lista Rásar 2 yfir bestu rokklög ársins 2023.
Hljómsveitina skipa:
Pálmar Guðmundsson: Bassi, gítar.
Smári Guðmundsson: Gítar.
Ólafur Þór Ólafsson: Gítar.
Hlynur Þór Valsson: Söngur, gítar.
Ólafur Ingólfsson: Trommur.
Birta Rós Sigurjónsdóttir, söngur, bassi.
Hægt er að skoða hljómsveitina betur á samfélagsmiðlum: https://linktr.ee/rolfhausbentnerband
Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast til. 20:00.
Rífandi stemning og stuð alla ljósanæturhelgina á Park Inn by Radisson. Hjá okkur verður fjölbreyttur hópur listamanna, hönnuða og frumkvöðla.
Má þar nefna:
Anna Marta & Lovísa - Ferskar vörur úr náttúrlegum hráefnum
GeoSilica Iceland (5. – 7. Sept)
Irmilín
Katrín Þórey - Gullsmiður
Páll Andrés - Kynnir bókina Viskustykki
Taramar húðvörur (5. og 7. sept)
TÍRA reflective accessories
Föstudaginn 6. sept kl: 15 - 18 Hraðskákmót.
Know Comment tónlistaratriði fimmtudag kl: 19:00
Tríóið Delizie Italiane (ítalskt góðgæti) leikur fyrir gesti á Library Bistro/bar föstudag og laugardag frá kl. 19.00 til 22.00
Allt að gerast á Park Inn by RadissonFimmtudaginn 5. september kl. 17.30 bjóðum við upp á spennandi glæpakviss úr íslenskum glæpasögum í miðju Bókasafnsins!
1. Miðað er við að keppnin taki um það bil 90 mínútur.
2. Miðað við að ekki séu fleiri en fjögur saman í liði (ekki heilög tala).
3. Spurningarnar eru ýmist hreinar textaspurningar eða spurningar með myndastuðningi.
Verðlaun verða veitt fyrir sigurliðið og aukaverðlaun ákveðin á staðnum. Glæpakvissið kostar ekkert og öll eru hjartanlega velkomin.
Anna og Ingi stýra keppninni og við ábyrgjumst hlátur og gleði!
Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag og er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Spurningakeppnin er samin af Ævari Erni Jósepssyni, formanni Hins íslenska glæpafélags.
Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.
Ávallt er mikið um dýrðir seinnipart fimmtudags og fram á kvöld þegar listsýningar opna hver á fætur annarri víðs vegar um bæinn.
Mikil stemning skapast í bænum á þessu kvöldi, verslanir eru með góð tilboð og heimamenn og þeirra gestir flykkjast á sýningarnar og eiga saman frábæra kvöldstund. Sýningarnar standa svo opnar fram á sunnudag.
Fimmtudaginn 5. september kl. 17 verður opnuð í Átthagastofu Bókasafnsins sýningin Mamma, ég vil ekki stríð!
Á sýningunni verða myndir, teiknaðar af börnum, sem hafa upplifað stríð á eigin skinni og túlka eigin upplifanir, drauma og þrár. Elstu myndirnar er teiknaðar af pólskum börnum í seinni heimstyrjöldinni og nýjustu myndirnar af úkraínskum börnum eftir innrás Rússa í Úkraínu.
Markmiðið er að sýna að stríð lítur alltaf eins út í augum barna. Burtséð frá stað og stund er það gífurleg illska og barnið er alltaf fórnarlamb þess.
Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Fjólublá rigning er samsýning, þar sem handverk og tónlist blandast saman í hátíð sköpunar. Þessi samsýning sýnir fjölbreytta hæfileika listamannafjölskyldu (Tobba, Keli og Pabbi) þar sem hver einstaklingur tjáir sig og viðhorf sín til listagyðjunnar.
Sýningin er haldin í andrúmslofti gamallar bensinstöðvar í Reykjanesbæ (Básinn - Vatnsnestorg) og tekur þig í ferðalag um kynslóðir listrænnar tjáningar.
Verið öll hjartanlega velkomin og þiggið léttar veitingar.
Starfsfólk Ráðhússins býður til söngstundar í Ráðhúsinu fimmtudaginn 5. september kl. 12:15 til 12:45.
Bæjarstjórinn stýrir stundinni og dregur vafalaust upp fiðluna góðu en hann sendir út boð til allra aflögufærra hljóðfæraleikara um að mæta á staðinn og „djamma“ með. Við hin sem ekki getum spilað syngjum með eins og enginn sé morgundagurinn.
Söngtextar munu liggja frammi svo það er bara að mæta á staðinn og njóta stundarinnar.
Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Kvenfata- og fylgihluta línan Fluga design verður til sölu og sýnis á Park Inn by Radisson hótelinu.
Meðal annars verða nýjar vörur kynntar og ýmsar gersemar á tilboði.
Um merkið:
Edda Skúladóttir, hannar undir merkinu Fluga design sem er fata og fylgihlutalína fyrir konur á öllum aldri. Hún lauk sveinsprófi klæðskera 1996 og er með 9 ára starfsreynslu í tískubransanum í Los Angeles. Flutti heim til Íslands 2005 og Fluga design varð til um 2011. “Ég vinn mína hönnun má segja alla leið, þ.e hanna, geri snið og sauma allt sjálf." Hún notar eingöngu gæðaefni og vinnur munstrin sjálf með handlitun og/eða handmálun en þannig verður hver og ein flík einstök.
Netverslun, www.fluga.is
Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar eru veittar annars vegar einstaklingum og hins vegar fyrirtækjum sem viðurkenning fyrir fallega garða og vel hirtar lóðir og umhverfi.
Með viðurkenningum vill Reykjanesbæjar hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara fram út í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna.
Fimmtudaginn 5. september verður sundlaugapartý í boði fyrir 5.-7. bekk.
Þrautabrautin verður uppi og glaðningur í boði fyrir öll.
Það er fjölbreyttur hópur kvenna og karla sem sýna í Fischershúsi á Ljósanótt í ár.
Bjørg og Maren Sofie Strømme listakonur koma frá Noregi en þær eru með tengingu til Njarðvíkur. Þær sýna akrylverk.
Gunnar Þór Jónsson og tengdadóttir hans Melkorka Matthíasdóttir verða með sameiginlega sýningu sem þau nefna Keramik og krass.
Marta Eiríksdóttir rithöfundur og jógakennari kynnir sjóðheita nýja bók.
Rut Ingólfsdóttir ætlar að opna Litlu leirsjoppuna sína og Stefán Jónsson verður með myndlistasýningu.
Þau segjast ákveðin í að skemmta sjálfum sér og öðrum, að hafa gaman þessa daga sem hátíðin fer fram. Stemningin á Ljósanótt sé ávallt engu lík, bæjarhátíð sem engin má missa af.
Á Ljósanótt er ég með leirlistasýningu í Fishershúsi ásamt tengdaföður mínum, Gunnari Þóri Jónssyni listamanni sem er að sýna og selja fallegar blýantsteikningar.
Sameiginlega sýningu okkar köllum við „Keramik og krass“.
Ýmis leirlistaverk og nytjahlutir verða til sýnis og sölu hjá mér. Ég hef nýtt kunnáttu mína sem jarðfræðingur og leirlistakona og gert alls konar tilraunir á glerungum utan á steinleirinn sem ég vinn með. Glerungarnir mínir eru sérblandaðir með taðösku og beykiösku sem ég hef fengið frá Reykofninum í Kópavogi ásamt ýmsum íslenskum jarðefnum sem ég finn í náttúrunni eins og íslenski leirinn, silt og eldfjallaaska.
Það er mikil vinna bak við hvert handverk og enginn hlutur eins. Það má segja að verkin mín séu að mörgu leyti sjálfbær þar sem nærumhverfið er nýtt til fullnustu.
Partý Bingó með Hjamma.
Þegar verslanir loka á fimmtudagskvöld Ljósanæturhelgar leiðir Hjammi mannskapinn í risa Partý Bingó.
Vinningar í boði vina Paddy's.
Borðapantanir í Stubb appinu. Auka spjald kostar 1.000kr
20 ára aldurstakmark .
Litasprengjan II er önnur listasýning Heiðu Dísar sem er 12 ára listakona sem elskar að skapa.
Heiða Dís býður gestum að koma á vinnustofuna sína og sjá verkin sem hún hefur unnið síðasta árið. Listaverkin eru fjölbreytt, litrík og mörg sækja innblástur í náttúruna og nokkur í himingeiminn.
Listaverkin eru málverk sem eru unnin með pouring tækni, máluð eða teiknuð. Á sýningunni verða einnig Tie dye bolir sem hún hefur litað og skreytt sérstaklega fyrir þessa sýningu.
Sjón er sögu ríkari verið hjartanlega velkomin á þessa skemmtilegu listasýningu.
Reykjavík Candle Co. byKrummi var stofnað með því markmiði að framleiða hrein hágæða ilmkerti úr bestu fáanlegu hráefnum til kertagerðar, en kertin eru hvorki skaðleg heilsu manna né umhverfinu, og eru ekki prófuð á dýrum.
Íslensk Hönnun & Framleiðsla byKrummi.is
Náttúra Reykjanessins er einstök
Oddgeir og Sossa hafa hér fangað sérkenni Suðurnesja/Reykjanessins í sitthvorn miðilinn, með áherslu á liti og fjölbreytileika umhverfisins út frá sitthvoru listrænu sjónarhorninu-Ljósmyndarinnar og Málverksins.
Ekki missa af mögnuðu vídeóverki sem varpað verður á bakhlið Hafnargötu 12 á Ljósanótt. Verkið var sérstaklega unnið fyrir Ljósanótt í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar.
Það er myndlistar - og heimamaðurinn Krummi Laxdal sem er höfundur verksins.
Vídéóverkið Andvari býður áhorfendum í magnþrungið ferðalag um tilvist manns og náttúru. Kraftur og togstreita mætast hér í öndun mannskepnunnar á meðan jörðin dregur andann hægt og hljótt.
Andvari;
verk eftir: Krumma Laxdal
Dansari: Juliette Louste
Tónlist: Kór Njarðvíkurkirkju undir stjórn Rafns Hlíðkvist Björgvinssonar, Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir.
Aðstoð við framkvæmd: Birgitta Ásbjörnsdóttir, Fannar Már Skarphéðinsson, Patrik Ontkovic, Sveinbjörn Hjörleifsson
Verið hjartanlega velkomin á hugljúfa kvöld-tónleika sem henta vel fyrir þá sem vilja slaka á í lok dags.
Tónleikarnir eru haldnir í Njarðvíkurkirkju (innri-Njarðvík), 5. september kl. 19:30-20:30.
Elínrós og Sandra Júlía hafa samið lög við bænir sem þær hafa fundið í bahá’í trú. Hver bæn og þá hvert lag fyrir sig hefur ákveðið þema og munu flytjendur leitast við að koma því til skila með söng og hljóðfæraleik. Sandra Júlía Matthíasdóttir syngur, Ágúst Þór Benediktsson spilar á bassa og Elínrós Benediktsdóttir spilar á gítar og syngur bakraddir.
Tónleikarnir eru opnir öllum á meðan húsrúm leyfir og enginn aðgangseyrir.
Katrín Þórey Gullsmiður verður með silfur og gullskartgripi til sýnis og sölu á Park Inn by Radisson hótelinu.
Á ljósanótt verða alskyns gersemar til sölu, einnig er hægt að koma og spjalla við Katrínu Þórey um sérsmíði, viðgerðir og önnur spennandi verkefni.
Um Katrínu Þórey gullsmið:
Skartgripir hafa frá unga aldri verið verið mín ástríða og náði ég að tengja þá inn í framhaldsnámið á Hönnunar- og Markaðsfræðibraut í FG. Að loknu framhaldsnámi tók drauma námið við í Goldschmiedeschule mit Uhrmacherschule í Pforzheim, Þýskalandi. Þaðan útskrifaðist ég sem gullsmiður þann 2. febrúar 2018. Á meðan á náminu stóð byggði ég upp lítið verkstæði heima sem stækkaði smám saman og er enn að vaxa. Þá fór ég einnig að leggja grunnin að þeim vörum sem ég býð upp á í dag.
Vörurnar frá Katrínu Þórey fást við Strandgötu 43 í Hafnarfirði þar sem hún er með vinnustofu og verslun ásamt systur sinni, sem er klæðskeri, og vinna þær þar saman í líflegu og skemmtilegu rými.
Hreimur og félagar ætla að halda uppi fjörinu á Brons á fimmtudagskvöldi á Ljósanótt.
Lexi Special þeytir skífum til lokunar.
Færri munu komast að en vilja þannig við mælum með að tryggja sér miða sem allra fyrst.
Miðaverð 3.000kr / Miðasala á Stubb
Í SUNDINU Á MILLI FISCHERSHÚSS OG SVARTA PAKKHÚSSINS VERÐA LJÓSASKÚLPTÚRAR SEM ALMENNINGUR GETUR LEIKIÐ SÉR MEÐ.
LJÓSIN ERU ÖLL LED LJÓS OG STÝRANLEG MEÐ FJARSTÝRINGUM SEM BÖRN OG FULLORÐIN MEGA FIKTA Í.
LJÓSASKÚLPTÚRARNIR ERU Í EÐLI SÍNU VIÐKVÆMIR OG ÞURFA ALLIR SEM UMGANGAST VERKIN AÐ HAFA ÞAÐ Í HUGA OG BERA VIRÐINGU FYRIR ÞEIM.
LJÓSASKÚLPTÚRARNIR ERU HANNAÐIR FYRIR ALMENNING AÐ LEIKA SÉR MEÐ.
Dagskrá Duus safnahúsa á Ljósanótt 2024
Fimmtudagur 5. september
18:00 – 20:00 Opnun Ljósanætursýninga
• Huglendur – Bjarni Sigurbjörnsson – Listasafn Reykjanesbæjar
• Ferðalangur – Kristinn Már Pálmason – Listasafn Reykjanesbæjar
• 50 ár af framförum - sögusýning HS Orku – Gryfjan
• Ljósmyndarinn & Málarinn - Oddgeir & Sossa – Bíósalur
Föstudagur 6. september
12:00 – 18:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
Laugardagur 7. september
12:00 – 18:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
14:30 – 17:00 Syngjandi sveifla í bíósal Duus safnahúsa
14:30 Félag Harmonikuunnenda
15:00 Söngsveitin Víkingar
15:30 Sönghópur Suðurnesja
16:00 Karlakór Keflavíkur
16:30 Kvennakór Suðurnesja
Sunnudagur 8. september
11:00 – 12:00 Söguganga um gömlu Keflavík með Agnari Guðmundssyni
12:00 – 17:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
14:00 – 15:00 Leiðsögn um sýninguna Eins manns rusl er annars gull – Byggðasafn Reykjanesbæjar
15:00 – 16:00 Listamanna- og sýningarstjóraspjall: Huglendur og Ferðalangur – Listasafn Reykjanesbæjar
Í árslok verða 50 ár liðin frá stofnun Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku. Af því tilefni býður HS Orka íbúum Reykjanesbæjar og öllum gestum Ljósanætur til afmælissögusýningar í Gryfjunni í Duus safnahúsum.
Sýningin er framlag HS Orku til hátíðarinnar í ár. Á sýningunni, sem hönnuð er í samstarfi við Gagarín, er dregin upp mynd af einstakri frumkvöðlahugsun og framsýni, sem fylgt hafa fyrirtækinu í hálfa öld.
Aðgangur að sýningunni er ókeypis.
Áætlað er að sýningin standi út septembermánuð en að Ljósanótt lokinni gilda almennir opnunartímar safnahúsanna.
Pop-up verslun Tíru ljómandi fylgihluta tekur fagnandi á móti ykkur á Ljósanótt!
Við verðum til staðar í Park Inn hótelinu, Keflavík meðan á hátíðinni stendur.
Hér verður hægt að finna vettlinga og húfur úr íslenskum lopa og endurskini frá Tíru Ljómandi Fylgihlutum. Einnig verður á staðnum úrval hönnunarvöru frá lista og handverksfólki sem nú er hægt að finna í verslun Tíru -Strandgötu 29, Hafnarfirði.
Komið að sjá heimilisvörur frá Bility, fatnað frá Skrautu og Fríðu Fínu, keramik frá Rósu Valtingojer og Leirmunum Ásu, ilm- og húðvörur frá Flórunni og Reyni Woodcraft og svo margt fleira.
Gleðjið ykkar nánustu -jú eða ykkur sjálf- með handgerðri gjöf frá Tíru. Hlökkum til að sjá ykkur!
Verð með nokkrar gerðir af handtálguðum fuglum úr íslensku Birki. Er að tálga á staðnum á Park Inn by Radisson, Hafnargötu 57 Keflavík
Verið þið hjartanlegan velkomin/n.
Rúnar
Verið velkomin á opnun tveggja sýninga: Huglendur – Bjarni Sigurbjörnsson og Ferðalangur – Kristinn Már Pálmason.
Sýningarnar opna á Ljósanótt, fimmtudaginn 5. september kl. 18:00.
Huglendur - Bjarni Sigurbjörnsson
Vísast er að bera í bakkafullan lækinn að setja hér á ítarlega umfjöllun um málaralist Bjarna Sigurbjörnssonar listmálara, þar sem hann talar eigin máli af óvenjulegri innsýn og skynsemi. Í tilefni sýningar hans hér í Listasafni Reykjanessbæjar, með stærstu sýningum sem haldnar hafa verið á verkum hans til þessa, er þó ómaksins vert að velta upp stöðu hans – og sérstöðu – í íslensku samhengi. Þegar skrif og viðtöl við Bjarna í tímans rás eru gaumgæfð, kemur upp úr kafinu að honum er í raun ekkert kappsmál að staðsetja sig í því samhengi. Til dæmis er það býsna stafffírugur ungur myndlistarmaður sem fyrir þrjátíu árum segir blaðamanni af Morgunblaðinu að hann sé ekkert upp á aðra kominn.
Hins vegar hefst Bjarni handa í eins konar tómarúmi. Fyrir honum er myndflöturinn auðn sem þarf að kveikja til lífs og merkingar. Með pentskúfi, en án fyrirhyggju, markar hann fyrir striki eða stroku; sérhvert þessara ummerkja er vitnsburður um líkamlegt inngrip hans í veruleika myndflatarins, ekki tilraun til að draga upp „mynd“ af einhverju sem við teljum okkur þekkja í raunheimi. Í þeim gjörningi sem sérhvert verk er, renna líkamlegur veruleiki listamannsins – hreyfikraftur hans – og tjáning þessa sama krafts, saman við andlega kjölfestu hans og mynda heild sem er fullkomlega merkingarbær í sjálfri sér, þarfnast hvorki myndlíkinga né táknrænna útlistana til að lifa af það sem það sem sænski hönnuðurinn Sven Lundh kallaði „áreiti augans“.
- Aðalsteinn Ingólfsson, sýningarstjóri
Bjarni Sigurbjörnsson (1966) útskrifaðist með MFA-gráðu í myndlist frá San Francisco Art Institute, Bandaríkjunum, árið 1996 og BFA-gráðu frá sama skóla árið 1992. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og verið valinn á samsýningar víða. Bjarni hefur kennt við alla helstu listaskóla landsins og staðið fyrir eigin námskeiðum, ásamt því að sitja í ýmsum myndlistarnefndum og stjórnum.
Ferðalangur – Kristinn Már Pálmason
Sýningin er ferðalag um myndlistarferil Kristins Más Pálmasonar, en meirihluti verkanna er gjöf listamannsins til Listasafns Reykjanesbæjar.
Kristinn Már Pálmason, býður áhorfendum að fylgja sér í „Undraland“ vöntunar, þar sem órar liggja í leyni með því að halda fjarlægð frá ytri táknmynd. Myndverk Kristins hefja sig upp yfir þekktan efnisheim okkar, en skapa þess í stað lögmál sem tákngerir vandlega hugarheim listamannsins í sjónræna geómetríu, sem er um leið vegurinn að einhverskonar andlegri frelsun, þar sem vöntunin í myndefninu er sköpuð meðvitað. Listamaðurinn veit að „forritið“ eða myndheimurinn sem hann leitast við að birta er brotakenndur og ókláraður.
Myndverk Kristins takast á við frumspekilega brotakennda hugmynd skynseminnar um skapara heimsins, þar sem hvert tákn er sjálfstæð eining með sitt eigið þyngdarafl og sinn sérstæða lofthjúp. Það sem veldur aðdráttarafli eða þyngdarkrafti er massi hlutanna eða efnismagn. Þyngdarkrafturinn berst gegnum efni þannig að táknin hafa áhrif hvort á annað hvar sem þau eru staðsett á myndfletinum. Þannig er má líta á myndverk Kristins sem mynd af himingeimnum, sem skynsemi vitsmunaverunar hefur túlkað sem massa alheimsins með vísindalegum aðferðum hingað til.
- Helga Þórsdóttir, sýningarstjóri
Kristinn Már Pálmason (1967) útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1994 og með MFA-gráðu frá The Slade School of Fine Art, London, árið 1998. Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar og verið valinn á samsýningar víða. Kristinn er einn af stofnendum Kling & Bang árið 2003 og gallerí Anima 2006-2008.
Sýningarnar eru styrktar af Safnasjóði og Stapaprenti.
Huglendur og Ferðalangur standa til 5. janúar 2025.
Skoðunarferð á Keflavíkurflugvöll
Mæting á bílastæðunum fyrir aftan Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, hópurinn verður sóttur með rútu og skilað á sama stað.
Í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar býður Isavia, sem sér um rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar, í skoðunarferð um KEF.
Kynnt verða fjölbreytt hlutverk starfsfólks KEF sem kemur að því bjóða gestum flugvallarins upp á einstaka upplifun. Hinar ýmsu starfsstöðvar á Keflavíkurflugvelli verða heimsóttar, starfsemin kynnt og listaverkum í flugstöðinni gefinn sérstakur gaumur.
Til þess að fá gestaleyfi að haftasvæði flugverndar er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að skrá fullt nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og ökuskírteinis- eða vegabréfsnúmer og hafa skilríki meðferðis í ferðina. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Skoðunarferðin er hluti af dagskrá Ljósanætur en KEF er einn af aðalstyrktaraðilum hátíðarinnar.
Skoðunarferðin fer fram á íslensku.
Skráningarfrestur í ferðina er til miðvikudagsins 4. september kl. 14
Verðum með fiskisúpu, kjötsúpu og vegan súpu á Ljósanótt.
Árlegt Ljósanætur púttmót fer fram á púttvellinum við Mánaflöt fimmtudaginn 5. september kl. 13.00
Styrktaraðili mótsins er að vanda Toyota Reykjanesbæ
Öll velkomin
Það munu margir góðir matarvagnar bjóða upp á úrvals götubita á Ljósanótt.
Vagnarnir sem ætla að heimsækja okkur í ár eru:
Byriani, Dons Donuts, Garibe food truck, Viking llama, Silli Kokkur, Turfhouse, Plan b, Vöffluvagninn, Vefjan, Churros Wagon, Wheesh -& La Buena Vida.
Listaverk í flippaðri kantinum verða til sýnis og sölu á neðri hæð Aðalgötu 2. .
Wheesh matrvagn bjóða upp á heimalagað smash ostborgara, grísaborgara og kjúklingaborgara, ásamt með óáfengum drykkjum.
Birch & Wool á Ljósanótt 2024
Hrútarnir okkar frá Birch & Wool taka þátt í Ljósanótt í ár og hafa hreiðrað um sig á Hafnargötu 50, líkt og fyrri ár.
Hægt verður að knúsa hrútana og kjassa og spjalla við litlu, krúsídúllusystur þeirra hana Curly Sue - sérstakt ljósanæturtilboð á Curly Sue.
Frekari upplýsingar í vefverslun okkar á www.birchandwool.com
Í tilefni af 50 ára afmæli Mannakorna verða stórafmælistónleikar í Hljómahöllinni föstudaginn 6. september.
Ekkert verður til sparað til að gera upplifun gesta sem mesta og má með sanni segja að hér sé um algjörlega einstakt tækifæri til að sjá Mannakorn á tónleikum, enda kemur hljómsveitin mjög sjaldan fram nú orðið.
Mannakorn hefur sent frá sér ógrynni af slögurum í hálfa öld sem hvert einasta mannsbarn kann og elskar. Hver man ekki eftir lögum eins og: Reyndu aftur // Ó þú Elska þig // Braggablús Gamli góði vinur // Ég elska þig enn Sölvi Helgason // Á rauðu ljósi Einhverstaðar einhvern tímann aftur
Pálma, Magga og Ellen til halds og trausts verður landslið hljóðfæraleikara.
Þetta eru tónleikar sem sannir Mannakorns aðdáendur mega alls ekki láta framhjá sér fara!
Hljómsveitin Nostalgía leikur fyrir dansi á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
Það verður enginn svikinn af gómsætri íslenskri kjötsúpu sem Skólamatur býður gestum Ljósanætur upp á að vanda.
Hvað er betra en að gæða sér á geggjaðri kjötsúpu og hlusta á flotta tónleika?
Ekkert er endalaust og allt tekur enda, líka góðar og skemmtilegar hugmyndir.
Síðustu aldamótatónleikarnir verða haldnir á þremur stöðum í haust, Reykjanesbæ, Reykjavík og Akureyri.
Þau sem fram koma á tónleikunum í Stapanum eru:
Birgitta Haukdal
Hreimur
Magni
Sverrir Bergmann
Gunni Óla
Einar Ágúst
Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið í hljómsveitum sem voru gríðarlega vinsælar og virkar í kringum síðustu aldamót. Og gott betur en það, því flestir söngvararnir eru enn starfandi sem tónlistarfólk.
Tónleikarnir verða tvískiptir, fyrir hlé munu ballöðurnar og rólegu lögin verða flutt en eftir hlé verður allt gert vitlaust og talið í hverja sprengjuna á fætur annarri. Hljómsveitarstjóri verður hinn eini sanni Viggi úr Írafár og mun hann ásamt nokkrum af færustu hljóðfæraleikurum landsins sjá til þess að allur flutningur verði upp á tíu.
Þessir tónleikar eru unnir í góðu samstarfi við Gull léttöl *Aldamótatónleikarnir er skráð vörumerki hjá Hugverkastofu og í eigu ARG viðburða.
Hæfileikakeppni á Ljósanótt er viðburður sem Reykjanesbær í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur heldur fyrir börn í 3. - 10. bekk.
Generalprufa fer fram mánudaginn 2.september og úrslit verða þriðjudaginn 3.september. Keppnin er haldin í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17.
Sigurvegarar fá að sýna atriðið sitt á kjösúpusviðinu föstudaginn 6. september. Hægt er að keppa með einstaklingsatriði eða í hóp með allt að 5 manns. Atriðið má vera allt að 3 mínútur að lengd og má vera hvernig atriði sem er. Mikilvægt er að vera með vel æft atriði!
Ef þú lumar á geggjuðum hæfileikum hvetjum við þig til að skrá þig. Ef þú þekkir einhvern sem ætti að taka þátt þá endilega bentu á keppnina og hvettu til þátttöku.
Skráningu lýkur sunnudaginn 1.september.
Skráning fer fram hér: https://forms.gle/eGZRr5h9nEzNwmPo6
Allar nánari upplýsingar má fá á netfanginu leikfelagkeflavikur@gmail.com
Það verður boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu á milli ráðhússins og Skrúðgarðsins í Keflavík.
Skólamatur býður í súpu frá kl. 18-20.
Dagskrá
18:00 Sigurvegarar úr Hæfileikakeppni Ljósanætur
18:15 Ungleikhúsið
18:20 Kósýbandið
18:40 Jón Jónsson
19:10 Magnús Kjartansson
19:50 Sigga Ózk
20:10 Nostalgía
Hraðskákmót.
Fyrirkomulag 3+2 .
9 umferðir.
1. Verðlaun. kr 50.000.
Happadrætti.
Aukaverðlaun fyrir frumlegasta klæðnaðinn.
Leynigestur.
Skráning í skákmótið fer fram á: chesslion@hotmail.com
Skákstjóri: Róbert Lagermann alþjóðlegur Skákdómari.
Bakhjarlar: Eyland og Park Inn hótel
Kynning/Sala á bókinni Viskustykki fyrir flest kyn… og einnig örvhenta.
Jón Jónsson kemur fram á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
Ingó Veðurguð ásamt hljómsveit á föstudagskvöldið á Ljósanótt á Ránni Miðaverð 3.500 kr í forsölu á tix.is en 4.000 kr við innganginn.
Ingó verður með brekkusöng á laugardagskvöldið. Miðaverð 3.500 kr í forsölu á tix.is en 4.000 kr við innganginn.
Hægt að kaupa miða fyrir bæði kvöldin í forsölu á tix.is á 6.000 kr
Sigurvegarar úr Hæfileikakeppni Ljósanætur koma fram á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
ClubDub og Daði Ómars á Paddy's. Föstudagskvöld Ljósanæturhelgar.
Opið til 05:00 fös og lau!
Miðasala í Stubb. MIðaverð 3.500kr í forsölu - 4.500kr frá og með 06.09.
20 ára aldurstakmark.
Föstudaginn 6. september kl. 16.00 verður notaleg stund í Bókasafninu.
Viðburðurinn hefst á útnefningu sigurvegara ljóðasamkeppni Ljósberans 2024 í umsjá Guðmundar Magnússonar, ásamt upplestri vinningsljóðanna.
Eftir Ljósberann ætla Grindavíkurdætur að flytja nokkur vel valin lög.
Gunnhildur Þórðardóttir ljóðskáld stýrir viðburðinum. Viðburðurinn er auðvitað ókeypis og öll hjartanlega velkomin! Viðburðurinn Grindavíkurdætur er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.
Sigga og Grétar hlaða í alvöru power show á Brons á föstudagskvöldinu á Ljósanótt.
Trúbadoradúettinn Heiður mun sjá um upphitun.
Lexi Special þeytir skífum til lokunar.
Færri munu komast að en vilja þannig við mælum með að tryggja sér miða sem allra fyrst.
Miðaverð 3.000kr / Miðasala á Stubb
Ungleikhúsið sýnir listir sínar á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
Söngva og sagnastund á Nesvöllum á Ljósanótt.
Föstudaginn 6. september kl. 14 – 16
Fram koma; Alli á Bryggjunni, Jón Björn og Ási Friðriks.
Frír aðgangur og kaffiveitingar.
Kósýbandið kemur fram á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
Heimatónleikar í Gamla bænum verða á Ljósanótt, föstudagskvöldið 6. september, og er það í áttunda skiptið sem þessi vinsæli viðburður fer fram.
Búið er að ráða frábæra listamenn sem koma fram á nokkrum heimilum í Reykjanesbæ og spila fyrir almenning ýmist úti á palli eða inni í stofu gestgjafanna.
Tónleikarnir hefjast í öllum húsunum kl. 21.00 og verða endurteknir kl. 22.00. Fólk gengur á milli húsa og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi fyrir utan hvað það skapast alltaf skemmtileg stemning í húsunum.
Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 9. ágúst kl. 10:00 á Tix.is og armböndin verða afhent í Geimsteini, Skólavegi 12, fimmtudag 5. sept og föstudag 6. sept milli kl. 17 - 19.
Listafólkið sem kemur fram í ár er eftirfarandi: Júníus Meyvant, Andrea Gylfadóttir, Jón Jónsson, Herbert Guðmundsson, Snorri Helgason og Bjartmar og Bergrisarnir.
Uppselt er á tónleikana
Bikevík & Broscustom kynna í samvinnu við Nitro og K. Steinarsson sölusýningu á ýmsum tækjum.
Frá Nitro höfum við fjórhjól, buggybíla, endurohjól einnig rafmagns krossara, fjórhjól fyrir þau yngri og margt fl.
K.Steinarsson býður ykkur að skoða rafmagns sendibíla og fólksbíla frá BYD.
Broscustom, svo er það pressan, stefnan er að afhenda tvö BMW customhjól yfir þá daga sem Ljósanótt stendur yfir.
Sjáumst hress.
Guðrún Björnsdóttir verður 90 ára seinna á árinu. Hún ætlar að halda Bílskúrssölu að Aðalgötu 6 á Ljósanótt. Í skúrnum gætir ýmissa grasa og hægt að gramsa eftir fjársjóðum.
Allir hjartanlega velkomnir
Maggi Kjartans ásamt The Vintage Caravan kemur fram á Kjötsúpusviðinu við Tjarnargötu föstudaginn 6. september.
Magnús Kjartansson er menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar 2023.
Víkurbraut 6 Byrjar klukkan 21
Fram koma Dire Aesculus Blóðberg
Frítt inn!
Tríóið Delizie Italiane, skipað þeim Leone Tinganelli, Jóni Elvari Hafsteinssyni og Jóni Rafnssyni, hefur starfað frá árinu 2000 og gefið út þrjá geisladiska sem innihalda ítölsk alþýðulög sem mörg hver tilheyra orðið klassíska söngheiminum og íslensk lög sem í þeirra flutningi hafa fengið ítalska texta, s.s. Braggablús, Það er gott að elska, Draumur um Nínu, Tvær stjörnur og Bláu augun þín auk nokkurra frumsaminna laga.
Á þessum tveim kvöldum á Library bistro/bar munu þeir félagar leika lög af þessum plötum auk ítalskra dægurlaga sem mörg hver hafa í gegn um árin hljómað í okkar heyrum með íslenskum textum og svo hafa bæst í lagasafnið nokkur skemmtileg lög sem ekki hafa áður heyrst í flutningi tríósins
LEONE TINGANELLI – söngur og gítar
JÓN ELVAR HAFSTEINSSON – gítar og söngur
JÓN RAFNSSON – Kontrabassi og söngur
Leikhópurinn Lotta bregður á leik í sumar með glænýjan íslenskan fjölskyldusöngleik um sjálfan Bangsímon og vini hans á Ljósanótt í skrúðgarðinum í Keflavík föstudaginn 6.september klukkan 16:30.
Flestir kannast við vinalega bangsann hann Bangsimon, vini hans Gríslinginn, Kaniku, Eyrnaslapa og Ugluna svo þau þarf vart að kynna. Í höndum Lottu hefur þessum sögum verið gefið nýtt líf og lifna persónurnar nú loksins við frammi fyrir augunum á okkur. Eins og Lottu er von að vísa eru 10 glæný íslensk lög í sýningunni, mikið af dönsum og heill hellingur af bröndurum, bæði fyrir börn og fullorðna. Sýningin er klukkutími að lengd og skipta fimm leikarar á milli sín öllum hlutverkum.
Bangsímon er klukkustundarlöng sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Þar sem sýningarnar eru utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri, pakka smá nesti og hella vatni í brúsa og halda svo á vit ævintýranna í Ævintýraskóginum.
Að Bangsímon loknum hefst svo dagskrá á Kjösúpusviðinu við Tjarnargötu og því um að gera að fá sér kjötsúpu frá Skólamat og hlusta á góða tónlist.
Churros eru handgerðar nýsteiktar kanilstangir með Nutella eða karamellusósu.
Hlökkum til að sjá ykkur á Ljósanótt!
2.sæti besti sæti bitinn 2024 3.sæti götubiti fólksins 2024
Ljósanæturmót í 501 pílukast.
Húsið opnar kl 18.30, mót hefst kl 19.30.
Kvenna og karlariðlar, kr 3000 pr mann
Vegleg verðlaun.
Skráning í síma 790-1 180.
kv stjórnin
Boðið verður upp á fjölbreytta barnadagskrá í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Öll dagskrá í garðinum verður börnum að kostnaðarlausu.
Birt með fyrirvara um að veðrið verði gott :)
Styrkleikar Krabbameinsfélagsins sýna samstöðu og samkennd þar sem allir geta látið gott af sér leiða fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Viðburðurinn er fjölskylduvænn og býður upp á einstaka upplifun fyrir alla, óháð aldri.
Þátttakendur skiptast á að ganga með boðhlaupskefli í sólahring, sem er táknrænt fyrir að engin hvíld fæst frá krabbameini.
Allar upplýsingar er hægt að nálgast inn á www.styrkleikarnir.is.
Árgangagangan verður að sjálfsögðu á sínum stað í ár enda einn af hápunktum hátíðarinnar.
Líkt og áður færist mætingarstaður í gönguna niður um 20 húsnúmer, til dæmis sá sem er fæddur árið 1950 mætir nú við Hafnargötu 30.
Árgangur ´01 og yngri hittast við 88 húsið.
2 ævintýrapersónur koma með skemmtilegt 20 mínútna atriði úr ævintýraskógi Lottu, atriðið er brot af því besta í gegnum árin og stútfullt af sprelli, söng og fjöri fyrir allan aldur.
Lotta verður í Skrúðgarðinum og í framhaldi af atriðinu opnar ókeypis hoppukastalaland.
Boðið verður upp á ókeypis hoppukastalaland í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Í framhaldi af árgangagöngu tekur við dagskrá á aðalsviði.
Dagskrá:
Stórsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar tekur á móti göngunni
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri býður gesti velkomna
Heimsmeistarar heiðraðir
Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar halda uppi stuðinu
Listflug yfir sjó við aðalsviðið
Heimur skilningavitana mun opnast fyrir þau yngstu á Ljósanótt, skynjunarbraut úr ýmsum efnum og áferð.
Börnin geta orðið smá skítug í skynjunarbrautinni.
Einnig verða sápukúlur, andlitsmálning, blöðrur og fleira sem veður leyfir.
Bifhjólaklúbburinn Ernir og Akstursíþróttafélag Suðurnesja standa fyrir hinum ómissandi hópakstri bifhjóla og glæsikerra niður Hafnargötu á Ljósanótt.
Ökutækin aka niður Hafnargötu og þeim síðan lagt þar sem gestir og gangandi geta virt þau fyrir sér og speglað sig í gljáfægðum græjunum. Bifhjólum verður lagt við smábátahöfnina fyrir aftan Duus safnahús og glæsikerrum verður lagt við Duusgötu/Gróf.
Frekari upplýsingar og reglur fyrir þátttakendur má finna hér:
Tufti er risastórt tröll sem mun heiðra okkur með nærveru sinni á Ljósanótt. Hann verður á vappi um hátíðarsvæðið frá kl. 14:30-16:30 á laugardeginum.
Ljósanótt nær hápunkti sínum á stórtónleikum á aðalsviði á laugardagskvöldi Ljósanætur.
Dagskrá
20:00 Elíza Newman
20:30 XXX Rottweiler hundar
21:00 Magnús og Jóhann
21:30 Reykjanesbær 30 ára: Meðlimir Hjálma og Baggalúts ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni, Jóhanni Helgasyni, Nönnu Bryndísi, Páli Óskari, Júníusi Meyvant, Jóhönnu Guðrúnu, Sigurði Guðmundssyni, Árnýju Margréti, Bogomil Font & Guðmundi Pálssyni.
22:30 Flugeldasýning
22:35 Herra Hnetusmjör
Kynnir: Hulda Geirsdóttir
Tímasetningar eru birtar með fyrirvara um tafir og breytingar.
Ljósanótt nær sannkölluðum hápunkti þegar flugeldar lýsa upp næturhimininn á laugardagskvöldi Ljósanætur.
Strax að sýningunni lokinni verða ljósin á berginu kveikt sem lýsa okkur í gegnum vetrarskammdegið.
Tónlistardagskrá heldur svo áfram að flugeldasýningu lokinni.
Það er Björgunarsveitin Suðurnes að vanda sem sér um framkvæmd sýningarinnar.
Ingó verður með brekkusöng á laugardagskvöldið.
Miðaverð 3.500 kr í forsölu á tix.is en 4.000 kr við innganginn.
Ingó Veðurguð ásamt hljómsveit á föstudagskvöldið á Ljósanótt á Ránni
Miðaverð 3.500 kr í forsölu á tix.is en 4.000 kr við innganginn.
Hægt að kaupa miða fyrir bæði kvöldin í forsölu á tix.is á 6.000 kr
Veltibíllinn mætir á Ljósanótt!
Ókeypis - og allir velkomnir!
Veltibíllinn er í boði Sjóvá!
Hestateyming í boði fyrir alla káta krakka.
Hestarnir verða staðsettir í Skrúðgarðinum í Keflavík.
DansKompaní kemur fram á nokkrum stöðum á hátíðarsvæði Ljósanætur og gleður unga sem aldna.
Dansiball með Páli Óskari, Bríet, Birni og Aroni Can í Stapa á Ljósanótt.
Páll Óskar stjórnar stuðinu í Stapa frá 23:00 til 03:00!
Það stefnir því allt í maraþon stuðkeyrslu í Stapanum þar sem Palli þeytir skífum, spilar öll bestu partýlög mannkynssögunnar og fær til liðs við sig þau Bríeti, Birni og Aron Can til að trylla liðið.
Þegar leikar standa sem hæst syngur Palli sjálfur sín eigin lög af sínum langa ferli!
Aldurstakmark 20 ára (sýna þarf löggild skilríki)
Kaupa miða hér: https://tix.is/is/event/18010/pall-oskar-briet-birnir-og-aron-can-i-stapa/
Keflvíkingurinn og DJ-inn Ragga Holm þeytir skífum á svölum við Hafnargötu 27a og heldur gestum og gangandi í góðu stuði.
Syngjandi víkingur
Alexandra Chernyshova, óperusöngkona og tónskáld á Íslandi býður ykkur í frumsömdu tónlistarferð sem kallast Singing Viking eða Syngjandi víkingur. Alexandra mun syngja þekktar klassískar söngperlur og leiða í gegnum söguna um hið merka víkingaskip Íslendings.
Laugardaginn 7. septemeber
Sýningartímar: 16:00 - 16:30 og 16:45 - 17:15
Lengd tónlistarsýningarinnar er um 25 mínútur
Sýnt í Víkingaheimum, Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbær
Aðgangur að tónleikunum og safninu er ókeypis milli 16:00 – 17:30, laugardaginn 7. september.
Eftir sýninguna er velkomið að taka eftirminnilegar myndir á ævintýralega víkingaskipinu – Íslendingi.
Þessi viðburður er styrktur af Ljósanótt og Víkingaheimum.
Krakkmót fyrir 6 til 12 ára í Taekwondo. Allir krakkar á þessum aldri velkomnir hvort sem þau kunna Taekwondo eða ekki.
Frábært tækifæri til þess að prófa íþróttina.
Leikfélag Keflavíkur verður með opið hús á Ljósanótt.
Það verður fjáröflunarfatamarkaður til að safna fyrir nýjum stólum og pallakerfi í áhorfendasalinn.
Trúbador mætir á svæðið ásamt því að leikmunir og búningar úr gömlum sýningum verður til sýnis.
Léttar veitingar verða til sölu og nýtt listaverk í forsal Frumleikhússins verður frumsýnt.
Hlökkum til að sjá alla í Frumleikhúsinu!
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja tekur á móti gestum á ljósanótt Starfandi miðlar og heilarar verða með kynningartíma á kr. 3.000
Dagbjört Magnúsdóttir sýnir ný málverk í bland við eldri verk. Kynning á starfsemi félagsins í vetur.
Allir hjartanlega velkomnir, kaffi á könnunni.
Opið verður í Stekkjarkoti 7. og 8. september kl. 13-16 í tilefni Ljósanætur.
Stekkjarkot er endurgerð á koti sem stóð í Innri-Njarðvík. Húsið er reist úr torfi og grjóti og er dæmigert fyrir þau fjölmörgu kot sem einkenndu búsetu á svæðinu á 19. öld og upphafi 20. aldar.
Stekkjarkot var þurrabúð sem þýddi að landið var leigt og þar mátti ekki halda skepnur. Íbúar þurftu því að framfleyta sér með sjósókn. Búið var í Stekkjarkoti frá 1885-1887 og svo aftur frá 1917-1923. Núverandi hús var reist árið 1993 í tilefni af 50 ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar.
Hoppland býður gestum að stökkva í sjóinn af trampolíni og stökkpöllum.
Blautbúningar til leigu í öllum stærðum og gerðum svo öll fjölskyldan getur farið saman út fyrir þægindarammann.
Besta leiðin til að kveðja sumarið er að stökkva í sjóinn.
Hlökkum til að hoppa með ykkur.
Ljósanæturball Föruneytisins á Paddy's. Opið til 05:00!
20 ára aldurstakmark.
Miðasala í Stubb appinu. MIðaverð 3.500kr í forsölu - 4.500kr frá og með 07.09.
Eftir árgangagöngu ætlar að AHA tríó að matreiða jazz ofan í göngufólk og aðra gesti.
Meðlimir AHA tríó eru: Alexander Grybos Hlynur Sævarsson Andri Eyfjörð
Aðgangur ókeypis.
Húlladúllan bíður upp á skemmtilegt húllafjör í Skrúðgarðinum í Keflavík
Frábæru flamingoknaparnir taka þátt í árgangagöngunni til að gleðja gesti og gangandi.
Opið hús hjá siglingafélaginu Knörr.
Frábært tækifæri til að kynna sér starfsemina og prufa að sigla kayak og seglkænu.
Allir velkomnir
Elíza Newman byrjar tónlistarveisluna á aðalsviði Ljósanætur á laugardaginn 7. september
XXX Rottweiler hundar koma fram á aðalsviði Ljósanætur á laugardaginn 7. september.
Magnús og Jóhannn koma fram á á aðalsviði Ljósanætur laugardaginn 7. september
Herra Hnetusmjör lokar kvöldinu eftir flugeldasýningu á aðalsviði Ljósanætur laugardaginn 7. september
Snorri Bjarnvin Jónsson listflugmaður og flugstjóri sýnir listflug á Yak 52 flugvél sinni yfir sjónum við aðalsviðið kl:14:45.
Snorri sýnir listflug með reyk og snýr flugvél sinni á alla kanta á hvolfi og réttur.
Snorri hefur langa reynslu og hefur sýnt á öllum flugsýningum undanfarin ár og ýmsum bæjarhátíðum.
Sjón er sögu ríkari.
Duus Safnahús iða af lífi alla Ljósanæturhátíðina með fjölbreyttum sýningum og uppákomum.
Nýir tónleikar hefjast á hálftímafresti allan laugardaginn og þar koma fram okkar glæsilegu menningarhópar, kórar og söngsveitir.
Kl. 14:30 Félag harmonikuunnenda
Kl. 15:00 Söngsveit Víkingar
Kl. 15:30 Sönghópur Suðurnesja
Kl. 16:00 Karlakór Keflavíkur
Kl. 16:30 Kvennakór Suðurnesja
Njarðvík tekur á móti Keflavík í Lengjudeildinni laugardaginn 7. september á Rafholtsvellinum kl. 16.15.
Veitingasala fyrir leik - miðasala á stubbur.is Leikurinn er afar mikilvægur fyrir bæði lið sem keppast um að komast í deild þeirra bestu.
Öll velkomin.
Það verður öllu tjaldað til á laugardagskvöldinu á Brons.
Ragga Holm með DJ sett, Prettiboytjokko og Herra Hnetusmjör rífa þakið af kofanum.
Færri munu komast að en vilja þannig við mælum með að tryggja sér miða sem allra fyrst.
Miðaverð 4.000kr / Miðasala á Stubb
Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness kynnir innanbæjar keppni á MOTOCROSS hjólum við höfnina í Keflavík.
Allir bestu ökumenn landsins ásamt okkar yngstu og efnilegu framtíðar ökumönnum ætla að sýna listir sínar við höfnina þar sem keyrt verður í gegnum hinar ýmsu þrautir og yfir allskyns hindranir.
Frábær sýning þar sem hægt verður að koma og kynna sér þetta frábæra sport og leyfa yngstu kynslóðinni að setjast á hjólin og fá af sér mynd.
Keppnin/Sýningin fer fram Laugardaginn 7.september klukkan 13:00
Sportbílasýning í Steinabón í samstarfi við LOW ISH bílaklúbbinn. Verslun opin með 50% kynningarverði á nýjum lyktarlausum tjöruhreinsir og einnig 20% afsláttur af öllum CARPRO vörum!
LOW ISH verður einnig með sínar vörur á staðnum (bolir, límmiðar og fl.)
Grillaðar pulsur og gos fyrir alla! Sleikipinnar fyrir krakkana
Tónlistarmaðurinn Know Comment kemur fram á kaffihúsinu Cafe Petite og tekur nokkur lög af plötunni Who Am I Laugardaginn 7 sept um klukkan 17:00
Cafe Petite er staðsett í portinu að framnesvegi 23, beygið til vinstri í átt að ljósinu - ljósaseríur við gámana inn á bílastæðinu
https://open.spotify.com/track/4EfzXZmYu3efuNdPWrqHlM?si=a27Id-kpQnqtFCqW97nvQQ&nd=1&dlsi=ee695271863a422c https://www.facebook.com/cafepetitee Öll velkominn
Á Ljósanótt, sunnudaginn 8. september kl. 15:00, verður listamanna- og sýningarstjóraspjall um sýningarnar Huglendur og Ferðalangur.
Listamaðurinn Bjarni Sigurbjörnsson mun taka á móti gestum og leiða þá um einkasýningu sína Huglendur. Helga Þórsdóttir, safnstjóri og sýningarstjóri einkasýningar Kristins Más Pálmasonar, mun síðan leiða gesti um sýninguna Ferðalangur.
Verið velkomin!
Aðgangur er ókeypis
Huglendur
Með pentskúfi, en án fyrirhyggju, markar Bjarni fyrir striki eða stroku; sérhvert þessara ummerkja er vitnsburður um líkamlegt inngrip hans í veruleika myndflatarins, ekki tilraun til að draga upp „mynd“ af einhverju sem við teljum okkur þekkja í raunheimi. Í þeim gjörningi sem sérhvert verk er, renna líkamlegur veruleiki listamannsins – hreyfikraftur hans – og tjáning þessa sama krafts, saman við andlega kjölfestu hans og mynda heild sem er fullkomlega merkingarbær í sjálfri sér, þarfnast hvorki myndlíkinga né táknrænna útlistana til að lifa af það sem það sem sænski hönnuðurinn Sven Lundh kallaði „áreiti augans“.
Aðalsteinn Ingólfsson, sýningarstjóri.
Ferðalangur
Kristinn Már Pálmason býður áhorfendum að fylgja sér í „Undraland“ vöntunar, þar sem órar liggja í leyni með því að halda fjarlægð frá ytri táknmynd. Myndverk Kristins hefja sig upp yfir þekktan efnisheim okkar, en skapa þess í stað lögmál sem tákngerir vandlega hugarheim listamannsins í sjónræna geómetríu, sem er um leið vegurinn að einhverskonar andlegri frelsun, þar sem vöntunin í myndefninu er sköpuð meðvitað.
Helga Þórsdóttir, sýningarstjóri.
Sýningarnar eru styrktar af Safnasjóði og Stapaprenti. Huglendur og Ferðalangur standa til 5. janúar 2025.
Síðasta söguganga sumarsins verður farin sunnudaginn 8. september kl. 11.
Gangan hefst við gamla Keflavíkurbæinn sem liggur grafinn undir Keflavíkurtúninu gegnt Duus safnahúsum.
Leiðsögumaður er Agnar Guðmundsson.
Gengið verður um gömlu Keflavík og sagt frá helstu atburðum, fólki og stöðum sem hafa sett mark sitt á söguna.
Verið öll velkomin! Þáttaka er ókeypis.
Gestum er bent á að klæða sig eftir veðri.
Boðið verður upp á kaffi og með því í Duus safnahúsum að göngunni lokinni.
Í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar stendur safnið fyrir sögugöngum um hverfi bæjarins í sumar. Göngurnar verða auglýstar á vef safnsins og samfélagsmiðlum.
Heilaðu þitt innra barn - 9D Journey
Ferðalag í níu víddum (9D) er samspil öndunar, dáleiðslu og tónlistar á mismunandi tíðni og í mismunandi hljóðbylgjum, sem er sérstaklega hannað til að ná til undirmeðvitundar okkar og losa okkur við ýmsa andlega kvilla sem sitja þar fastir.
Þú liggur á dýnu eins og þér finnst þægilegast, með heyrnatól og augngrímu og leiðsögnin sem þú heyrir í gegnum heyrnatólin, leiðir þig í gegnum ferðalagið.
Hljóðblöndunin er einstök og þú upplifir að það sem gerist komi úr öllum áttum en ekki bara í sitthvort eyrað og því köllum við þetta ferðalag í níu víddum. Þú ert í litlum hópi þar sem hver og einn er á sínu eigin innra ferðalagi án truflana frá öðrum.
Þú þarft ekki að tala eða tjá þig á neinn hátt frekar en þú vilt á, meðan á ferðalaginu stendur, en ef þú finnur löngun til þess, getur þú öskrað, grátið og hlegið án þess að nokkur annar heyri í þér eða sjái þig.
Þetta ferðalag er sérstaklega ætlað til að hjálpa þér að tengjast þínu innra barni og heila áhrif frá æsku.
Fyrir hvern?
Þetta ferðalag fyrir 18 ára og eldri, sem vilja heila sjálfan sig, tengjast sínu innra barni og losa sig við neikvæðar hugsanir, tilfinningar eða vana, sem hafa áhrif á lífið í dag og síðan úr æsku. Þetta er mjúkt og áhrifaríkt ferðalag sem bíður upp að sjá sjálfan sig loksins sem heila manneskju sem er samkvæm sjálfum sér en ekki í bútum sem virðast hafa sjálfstætt líf.
Þetta ferðalag er fyrir þá sem eru tilbúnir að horfast í augu við skugga sína og taka þann andlega þroska sem þarf til að komast frá áföllum í æsku eða öðrum neikvæðum áhrifum frá barnæskunni.
Það sem fólk hefur verið að upplifa í þessu ferðalagi:
Að tengjast sjálfum sér, sínu innra barni og skilja það betur og heila þann hluta af sér. Að finnast það vera meira heila manneskja sem er samkvæm sjálfum sér. Að finna meira öryggi í lífinu. Að finna meiri samkennd og ást gagnvart sjálfum sér.
Þetta ferðalag er magnað heilunarferðalag þar sem þú hefur tækifæri til að:
Losa þig við neikvæðar tilfinningar
Losa þig við hugsanavillur og úrelta trú sem þú hefur á þér
Losa þig við neikvæða hegðun og vítahringi sem þú virðist ekki ráða við
Losa þig við streitu, ótta og kvíða sem þú hefur barist við lengi Fyrirgefa þér og jafnvel öðrum ef þú þarft á því að halda
Tengjast þínu innra sjálfi og sál þinni
Upplifa frelsi og jákvæða orku
Upplifa betri líðan og kærleika
Ferðalagið kostar 9.900 kr. og skráning fer fram á heimasíðunni: https://9djourneys.is
Menningarfélag Hafna kynnir tónleika með Ragnheiði Gröndal sunnudaginn 8.september í Kirkjuvogskirkju í Höfnum.
Hin ástsæla tónlistarkona Ragnheiður Gröndal mun koma og vera með tónleika á Ljósanótt í Höfnum á Reykjanesi. Á tónleikum flytur Ragnheiður fjölbreytt lög af ferli sínum þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa og notalega stund fyrir tónleikagesti í fallegu kirkjunni í Höfnum.
Eins og fyrri ár þá byrjar Elíza Newman tónleikana með nokkrum af sínum lögum og leggur áherslu á Hafna-tengd lög í tilefni 30 ára afmælis Reykjanesbæjar.
Miðaverð er 3500 kr og fer eingöngu fram á Tix.is hér: https://tix.is/is/event/18158/
Komið og klárið Ljósanótt á hugljúfum tónleikum í Kirkjuvogskirkju.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til viðhalds og varðveislu Kirkjuvogskirkju.
Herbert er öllum landskunnur fyrir einstaka tónlist sína og líflega framkomu.
Á Ljósanótt mun Herbert ásamt Kór Keflavíkurkirkju og hljómsveit, flytja valin lög frá ferli Herberts og segir hann sögur inná milli.
Hljómsveit:
Arnór Vilbergsson, stjórnun og hljómborð
Arnar Geir Halldórsson, selló
Sólmundur Friðriksson, bassi
Þorvarður Ólafsson, gítar
Þorvaldur Halldórsson, trommur og slagverk
Það er ekki hægt að labba frá þessu tækifæri...
Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, verður með leiðsögn um sýninguna Eins manns rusl er annars gull í Duus safnahúsum.
Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt? Á sýningunni eru smáhlutir af ýmsu tagi sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Til eru þeir sem hafa þó einsett sér að safna slíkum hlutum með það markmið að eignast sem flesta og af mismunandi gerðum.
Á sýningunni má sjá smáhluti sem hafa borist Byggðasafni Reykjanesbæjar sem heildstæð einkasöfn eða hluti af öðrum gjöfum. Annað atriði sem þessir smáhlutir eiga sameiginlegt er að þeir voru fjöldaframleiddir á árum áður en eru margir fágætari í dag.
Stór hluti er merktur fyrirtækjum eða vörum og enda voru þeir ýmist gefnir, látnir fylgja með öðrum vörum eða seldir vægu verði. Hér gefst því tækifæri til að rifja upp liðna tíð og virða fyrir sér hvernig myndskreytingar og vörumerki hafa breyst. Elstu munirnir eru frá þriðja áratug 20. aldar en þeir yngstu aðeins nokkurra ára eða áratuga gamlir.
Verið hjartanlega velkomin á KEF í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ!
Við bjóðum ykkur í einstakt ævintýri þar sem Leikhópurinn Lotta mun gleðja börnin með stórkostlegri leiksýningu í Gyllta salnum á Hótel Keflavík! Leiksýningin hefst kl. 12:30.
Hægt er að njóta dásamlegs brönshlaðborðs með fjölskyldunni annað hvort fyrir eða eftir sýningu.
Tímar í boði:
Bröns kl. 11:15
Bröns kl. 13:15
Verð:
13 ára og eldri: 5.900 kr.
6-12 ára: 3.500 kr.
5 ára og yngri: Borða frítt!
Bókaðu þig á viðburðinn hér: bit.ly/leikhopurinnlottakef
Athugið að borðabókun er nauðsynleg til að tryggja pláss.
Hlökkum til að sjá ykkur öll og gleðilega hátíð!
--- Matseðill fyrir Barnabrönshlaðborð:
Grillað Lambalæri:
Rótargrænmeti, kartöflugratín, ferskt salat salat, ostur,balsamic rauðlaukur, maís, rauðkál, bérnaise sósa, villisveppasósa
Það hefðbundna:
Beikon, pylsur, eggjahræra, hashbrowns, bakaðar baunir, reyktur lax
Brauð og með því:
Baguette, pestó, þeytt smjör
Sætur endir:
Amerískar pönnukökur, frönsk súkkulaðikaka,Créme Brulée, ávextir, þeyttur rjómi, hlynssíróp, íspinni fyrir börnin
Ljósanæturmót GS og Hótels Keflavíkur verður haldið á stórglæsilegum Hólmsvelli í Leiru sunnudaginn 8. september.
Stórglæsileg verðlaun.
Skráning er hafin á golfbox.
Opið hús , tilvalið fyrir fjölskylduna að koma og spila pílu , fá leiðbeingar .
Kaffi og kleinur og gos og prins pólo .
Allir geta spilað pílu .
Innan Ægissíðu, Grófar, Kirkjuvegs og Faxabrautar verður hraði rafhlaupahjóla Hopp takmarkaður við 15 km/klst. Einnig verður ekki hægt að leggja rafhlaupahjólum á þessu svæði.
Á Hafnargötu verður hraði takmarkaður við 5 km/klst, og þar verður einnig óheimilt að leggja Hopp hlaupahjólum.
Sérstök afsláttar-svæði verður að finna við Ránargötu og við Slippfélagið þar sem má leggja rafhlaupahjólum frá Hopp.
Þessar breytingar munu vera í gildi frá miðvikudeginum 4. september kl. 17:00 til sunnudagsins 8. september kl. 23:00.
Öll svæði utan miðbæjarins munu halda sínu hefðbundna fyrirkomulagi.
Sjáðu Húlladúlluna leika listir sínar á hátíðarsvæðinu með LEDljósahúllahringi.