Pop-up verslun Tíru ljómandi fylgihluta tekur fagnandi á móti ykkur á Ljósanótt!
Við verðum til staðar í Park Inn hótelinu, Keflavík meðan á hátíðinni stendur.
Hér verður hægt að finna vettlinga og húfur úr íslenskum lopa og endurskini frá Tíru Ljómandi Fylgihlutum. Einnig verður á staðnum úrval hönnunarvöru frá lista og handverksfólki sem nú er hægt að finna í verslun Tíru -Strandgötu 29, Hafnarfirði.
Komið að sjá heimilisvörur frá Bility, fatnað frá Skrautu og Fríðu Fínu, keramik frá Rósu Valtingojer og Leirmunum Ásu, ilm- og húðvörur frá Flórunni og Reyni Woodcraft og svo margt fleira.
Gleðjið ykkar nánustu -jú eða ykkur sjálf- með handgerðri gjöf frá Tíru. Hlökkum til að sjá ykkur!