Skoðunarferð á Keflavíkurflugvöll
Mæting á bílastæðunum fyrir aftan Ráðhús Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, hópurinn verður sóttur með rútu og skilað á sama stað.
Í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar býður Isavia, sem sér um rekstur og þróun Keflavíkurflugvallar, í skoðunarferð um KEF.
Kynnt verða fjölbreytt hlutverk starfsfólks KEF sem kemur að því bjóða gestum flugvallarins upp á einstaka upplifun. Hinar ýmsu starfsstöðvar á Keflavíkurflugvelli verða heimsóttar, starfsemin kynnt og listaverkum í flugstöðinni gefinn sérstakur gaumur.
Til þess að fá gestaleyfi að haftasvæði flugverndar er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að skrá fullt nafn, kennitölu, símanúmer, netfang og ökuskírteinis- eða vegabréfsnúmer og hafa skilríki meðferðis í ferðina. Þátttakendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Skoðunarferðin er hluti af dagskrá Ljósanætur en KEF er einn af aðalstyrktaraðilum hátíðarinnar.
Skoðunarferðin fer fram á íslensku.
Skráningarfrestur í ferðina er til miðvikudagsins 4. september kl. 14