Við elskum Ísland ferðalag K100 heldur áfram og næsti viðkomustaður er Ljósanótt í Reykjanesbæ
Skemmtikvöld Ísland vaknar er 4. september kl. 20:00 og verður haldið á Brons. Þar munu Bolli, Þór og Stína bjóða uppá Live show - pöbbkviss og margt fleira.
Vinningarnir ekki af verri endanum!
Heppnir aðilar sem mæta á svæðið fara ekki tómhentir heim. Fyrsti „hlustandinn“ fær veglegan glaðning frá Símanum en einnig eru í boði gjafabréf frá N1 og fleiri styrktaraðilum, kynnum vinningana nánar þegar nær dregur.
Bolli, Þór og Kristín verða í banastuði og hvetjum við alla til að mæta á svæðið og taka þátt í gleðinni með okkur. Stebbi Jak mun svo klára kvöldið með lifandi tónlist.
Að sjálfsögðu er frítt inn.