Kastalar Leiktækjaleiga verða á þríhyrningnum við Duushús alla helgina með leiktæki, candyfloss, krap og fleira. ljúkum sumrinu með stæl, ekki missa af þessu!
Sértilboð í tilefni helgarinnar opnunartímar
Miðvikudagur 15:00-19:00 (eingöngu forsala á miðum) Fimmtudagur 15:00-1900
Föstudagur 14:00-23:00
Laugardagur 13:00-23:00
Sunnudagur 13:00-17:00
Sprell tívolí er staðsett á hátíðarsvæðinu
Taylors Tívolí kemur með tívolítæki, tívolíleiki, candyflossið og allt gamanið á Ljósanótt.
Æðisleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Duus Handverk er skemmtilegt gallerý sem selur fallega gjafavöru frá 20 listamönnum. Þar má finna fjölbreytt úrval af handgerðu verki úr leir, lopa, steinum, perlum, gleri, roði og málverk.
Kíktu við í Duus Handverk á Hafnargötu 62 á Ljósanótt og þú gætir fundið þér minnistæða gjöf fyrir hvaða tilefni sem er.
Á miðvikudag og fimmtudag er ljósanæturtilboð 10% af öllum vörum.
Duus Handverk býður ykkur hjartanlega velkomin á Ljósanótt í huggulega stemmningu 🥰
Ljósanóttin okkar á KEF Verið velkomin á Hótel Keflavík yfir Ljósanótt 4.-8. september 2024. Nóg verður um að vera; rífandi stemning, lifandi tónlist, æðisleg tilboð í mat og drykk, Opið hús í KEF SPA, Lukkuhjól KEF og leiksýning fyrir börnin með Leikhópnum Lottu.
Í fyrra komust færri að en vildu, svo við mælum eindregið með að bóka upplifunina fyrirfram hér: bit.ly/kefljosanott24
Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og gleðilega hátíð, kæru bæjarbúar.
Fimmtudagur 5. september • Djassbandið Þríó leikur ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi um kvöldið
Föstudagur 6. september • Opið hús í KEF SPA & Fitness föstudag og laugardag kl. 15:00–18:00. Gestir geta fengið að skoða framvindu nýju lúxusheilsulindarinnar og heilsuræktarinnar KEF SPA & Fitness. Þér gefst tækifæri á að vera með þeim fyrstu að sækja um í einkameðlimaklúbbinn okkar á www.kefspa.is
Laugardagur 7. september • Hátíðarbröns verður á boðstólnum frá kl. 11:30–14:00. • Opið hús í KEF SPA & Fitness föstudag og laugardag kl. 15:00–18:00. Gestir geta fengið að skoða framvindu nýju lúxusheilsulindarinnar og heilsuræktarinnar KEF SPA & Fitness. Þér gefst tækifæri á að vera með þeim fyrstu að sækja um í einkameðlimaklúbbinn okkar á www.kefspa.is • Lukkuhjól KEF verður í fullu fjöri kl. 15:00–18:00, og heppnin gæti verið með þér! Frábærir vinningar í boði.
Sunnudagur 8. september • Leikhópurinn Lotta verður með æðislega leiksýningu í Gyllta salnum á Hótel Keflavík kl. 12:30. Barnabröns verður í boði fyrir og eftir leiksýninguna, kl. 11:15 og 13:15. Borðabókun er nauðsynleg til að komast að: bit.ly/leikhopurinnlottakef
Fjölbreytt dagskrá og tilboð alla helgina
Rífandi stemning og stuð alla ljósanæturhelgina.
Hjá okkur verður fjölbreyttur hópur listamanna, hönnuða og frumkvöðla.
Tríóið Delizie Italiane, skipað þeim Leone Tinganelli, Jóni Elvari Hafsteinssyni og Jóni Rafnssyni
Girnilegir matseðlar
Nýsköpun
Myndlist
Hönnun
Tónlist
Allir velkomnir við tökum vel á móti ykkur á Library bistro/bar Borðapantanir í síma 421 5220 eða www.dineout.is/library?isolation=true’
Frá upphaflegu byggðum Keflavíkur hefur Hafnargata alltaf verið mikilvægur staður þar sem fólk hittist, fór í verslanir og umgengist.
Nú á dögum, þjóta nútímans og aðallega stórum verslunarkeðjur gerir það að verkum að við tökum oft ekki eftir því hverja við hittum í litlum staðbundnum verslunum og þjónustustöðum, sem enn eru að taka stóra þátt í sameiningu okkar bæjarsamfélag.
„Afgreiðslumenn Hafnargötu“ var tilraun til að skrá núverandi stöðu aðalverslunargötu sveitarfélaga. Til að finna út og sýna, hver er þar, við afgreiðsluborð, veita þjónustu.
Sýningin fer fram í tilviljunarkenndum búðargluggum um alla Hafnargötu frá 6-90.
Rokksafn Íslands er frábært safn fyrir alla fjölskylduna. Þar geta gestir kynnt sér sögu íslenskrar popp og rokktónlistar á gagnvirkan hátt.
Á safninu er að finna tímalínu sem fjallar um íslenska popp og rokktónlist allt frá árinu 1835 til tónlistarmanna og hljómsveita á borð við Björk, Of Monsters and Men, Sigur Rós, Kaleo og fleiri.
Á safninu er að finna stórt og gagnvirkt sýningaratriði sem hylur stærsta vegg safnsins þar sem upplýsingum um íslenska tónlistarmenn er varpað á tólf metra breiðan vegg. Tilgangur atriðisins er að gera safngestum kleift að kafa dýpra í sögu þeirra listamanna sem fjallað er um í sýningaratriðinu en atriðið blandar saman skrifaðri sögu listamannanna ásamt ljósmyndum, myndböndum og tónlist. Safngesturinn velur sjálfur hvaða vínylplötu hann setur á fóninn og svo snýr hann plötunni sjálfur á meðan hann skoðar efnið sem tengist listamanninum.
Auk þess geta safnagestir prófað ýmis hljóðfæri svo sem rafmagnsgítar, bassa, trommur og sérhannaðan karókí-klefa þar sem gestir geta sungið ýmis lög.
Rokksafn Íslands er fyrir alla – bæði þá sem þekkja og elska íslenska tónlist og þá sem vilja fræðast betur um hana.
Safnið er opið alla daga frá 11:00-18:00.
Ókeypis aðgangur er á Rokksafn Íslands á meðan Ljósanæturhátíðinni stendur.
Sjoppur….
frá því ég man eftir mér hefur mér þótt fátt eins heillandi og sjoppur, og þá sérstaklega nammiborðið þar sem maður fékk sem barn að velja sér mola í grænan poka.
Allir litirnir, bleikur, grænn, gulur, blár, rauður … maður lifandi hvað mér þótti þetta fallegt og þykir enn.
Og nú hafa litirnir ratað á listaverkin mín.
Eftir 12 ára hlé frá leirlist þá hefur leirinn gert sig heimakominn aftur. Og eins og forðum daga þá líður mér eins og barni í sjoppu þegar ég horfi á alla litina sem mér standa til boða og ég ræð mér ekki kæti. Litirnir taka völdin og mitt aðalhlutverk er hreinlega að koma sem flestum þeirra inn í hvert einasta verk og gleðin hoppar hæð sína. Og eins og í alvöru sjoppum þá úir og grúir öllu saman, og í minni sjoppu verða litir á leirlistaverkum, málverkum og pappamassaverkum, litir hvert sem litið er… það gerir lífið skemmtilegra.
Verið öll hjartanlega velkomin í Litlu leirsjoppuna, það verða því miður engir grænir pokar en það verða svo sannarlega litir upp um alla veggi fyrir börn á öllum aldri.
Gunnar Þór Jónsson er borinn og barnfæddur Keflvíkingur.
Hann hefur starfað og búið í Keflavík nánast alla sína ævi, sem grunnskólakennari, skólastjóri og ökukennari.
Á Ljósanótt verður hann með sýningu í Fishershúsi, ásamt tengdadóttur sinni, Melkorku Matthíasdóttur. Þau kalla sameiginlega sýningu sýna “KERAMIK og KRASS”.
Þar ætlar Gunnar að sýna blýantsteikningar sem hann hefur unnið undanfarin tvö ár. Langflestar myndirnar eru frá Suðurnesjum, eftir ljósmyndum sem hann hefur sjálfur tekið.
Rífandi stemning og stuð alla ljósanæturhelgina á Park Inn by Radisson. Hjá okkur verður fjölbreyttur hópur listamanna, hönnuða og frumkvöðla.
Má þar nefna:
Anna Marta & Lovísa - Ferskar vörur úr náttúrlegum hráefnum
GeoSilica Iceland (5. – 7. Sept)
Irmilín
Katrín Þórey - Gullsmiður
Páll Andrés - Kynnir bókina Viskustykki
Taramar húðvörur (5. og 7. sept)
TÍRA reflective accessories
Föstudaginn 6. sept kl: 15 - 18 Hraðskákmót.
Know Comment tónlistaratriði fimmtudag kl: 19:00
Tríóið Delizie Italiane (ítalskt góðgæti) leikur fyrir gesti á Library Bistro/bar föstudag og laugardag frá kl. 19.00 til 22.00
Allt að gerast á Park Inn by RadissonFjólublá rigning er samsýning, þar sem handverk og tónlist blandast saman í hátíð sköpunar. Þessi samsýning sýnir fjölbreytta hæfileika listamannafjölskyldu (Tobba, Keli og Pabbi) þar sem hver einstaklingur tjáir sig og viðhorf sín til listagyðjunnar.
Sýningin er haldin í andrúmslofti gamallar bensinstöðvar í Reykjanesbæ (Básinn - Vatnsnestorg) og tekur þig í ferðalag um kynslóðir listrænnar tjáningar.
Verið öll hjartanlega velkomin og þiggið léttar veitingar.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Kvenfata- og fylgihluta línan Fluga design verður til sölu og sýnis á Park Inn by Radisson hótelinu.
Meðal annars verða nýjar vörur kynntar og ýmsar gersemar á tilboði.
Um merkið:
Edda Skúladóttir, hannar undir merkinu Fluga design sem er fata og fylgihlutalína fyrir konur á öllum aldri. Hún lauk sveinsprófi klæðskera 1996 og er með 9 ára starfsreynslu í tískubransanum í Los Angeles. Flutti heim til Íslands 2005 og Fluga design varð til um 2011. “Ég vinn mína hönnun má segja alla leið, þ.e hanna, geri snið og sauma allt sjálf." Hún notar eingöngu gæðaefni og vinnur munstrin sjálf með handlitun og/eða handmálun en þannig verður hver og ein flík einstök.
Netverslun, www.fluga.is
Það er fjölbreyttur hópur kvenna og karla sem sýna í Fischershúsi á Ljósanótt í ár.
Bjørg og Maren Sofie Strømme listakonur koma frá Noregi en þær eru með tengingu til Njarðvíkur. Þær sýna akrylverk.
Gunnar Þór Jónsson og tengdadóttir hans Melkorka Matthíasdóttir verða með sameiginlega sýningu sem þau nefna Keramik og krass.
Marta Eiríksdóttir rithöfundur og jógakennari kynnir sjóðheita nýja bók.
Rut Ingólfsdóttir ætlar að opna Litlu leirsjoppuna sína og Stefán Jónsson verður með myndlistasýningu.
Þau segjast ákveðin í að skemmta sjálfum sér og öðrum, að hafa gaman þessa daga sem hátíðin fer fram. Stemningin á Ljósanótt sé ávallt engu lík, bæjarhátíð sem engin má missa af.
Á Ljósanótt er ég með leirlistasýningu í Fishershúsi ásamt tengdaföður mínum, Gunnari Þóri Jónssyni listamanni sem er að sýna og selja fallegar blýantsteikningar.
Sameiginlega sýningu okkar köllum við „Keramik og krass“.
Ýmis leirlistaverk og nytjahlutir verða til sýnis og sölu hjá mér. Ég hef nýtt kunnáttu mína sem jarðfræðingur og leirlistakona og gert alls konar tilraunir á glerungum utan á steinleirinn sem ég vinn með. Glerungarnir mínir eru sérblandaðir með taðösku og beykiösku sem ég hef fengið frá Reykofninum í Kópavogi ásamt ýmsum íslenskum jarðefnum sem ég finn í náttúrunni eins og íslenski leirinn, silt og eldfjallaaska.
Það er mikil vinna bak við hvert handverk og enginn hlutur eins. Það má segja að verkin mín séu að mörgu leyti sjálfbær þar sem nærumhverfið er nýtt til fullnustu.
Reykjavík Candle Co. byKrummi var stofnað með því markmiði að framleiða hrein hágæða ilmkerti úr bestu fáanlegu hráefnum til kertagerðar, en kertin eru hvorki skaðleg heilsu manna né umhverfinu, og eru ekki prófuð á dýrum.
Íslensk Hönnun & Framleiðsla byKrummi.is
Náttúra Reykjanessins er einstök
Oddgeir og Sossa hafa hér fangað sérkenni Suðurnesja/Reykjanessins í sitthvorn miðilinn, með áherslu á liti og fjölbreytileika umhverfisins út frá sitthvoru listrænu sjónarhorninu-Ljósmyndarinnar og Málverksins.
Katrín Þórey Gullsmiður verður með silfur og gullskartgripi til sýnis og sölu á Park Inn by Radisson hótelinu.
Á ljósanótt verða alskyns gersemar til sölu, einnig er hægt að koma og spjalla við Katrínu Þórey um sérsmíði, viðgerðir og önnur spennandi verkefni.
Um Katrínu Þórey gullsmið:
Skartgripir hafa frá unga aldri verið verið mín ástríða og náði ég að tengja þá inn í framhaldsnámið á Hönnunar- og Markaðsfræðibraut í FG. Að loknu framhaldsnámi tók drauma námið við í Goldschmiedeschule mit Uhrmacherschule í Pforzheim, Þýskalandi. Þaðan útskrifaðist ég sem gullsmiður þann 2. febrúar 2018. Á meðan á náminu stóð byggði ég upp lítið verkstæði heima sem stækkaði smám saman og er enn að vaxa. Þá fór ég einnig að leggja grunnin að þeim vörum sem ég býð upp á í dag.
Vörurnar frá Katrínu Þórey fást við Strandgötu 43 í Hafnarfirði þar sem hún er með vinnustofu og verslun ásamt systur sinni, sem er klæðskeri, og vinna þær þar saman í líflegu og skemmtilegu rými.
Í SUNDINU Á MILLI FISCHERSHÚSS OG SVARTA PAKKHÚSSINS VERÐA LJÓSASKÚLPTÚRAR SEM ALMENNINGUR GETUR LEIKIÐ SÉR MEÐ.
LJÓSIN ERU ÖLL LED LJÓS OG STÝRANLEG MEÐ FJARSTÝRINGUM SEM BÖRN OG FULLORÐIN MEGA FIKTA Í.
LJÓSASKÚLPTÚRARNIR ERU Í EÐLI SÍNU VIÐKVÆMIR OG ÞURFA ALLIR SEM UMGANGAST VERKIN AÐ HAFA ÞAÐ Í HUGA OG BERA VIRÐINGU FYRIR ÞEIM.
LJÓSASKÚLPTÚRARNIR ERU HANNAÐIR FYRIR ALMENNING AÐ LEIKA SÉR MEÐ.
Dagskrá Duus safnahúsa á Ljósanótt 2024
Fimmtudagur 5. september
18:00 – 20:00 Opnun Ljósanætursýninga
• Huglendur – Bjarni Sigurbjörnsson – Listasafn Reykjanesbæjar
• Ferðalangur – Kristinn Már Pálmason – Listasafn Reykjanesbæjar
• 50 ár af framförum - sögusýning HS Orku – Gryfjan
• Ljósmyndarinn & Málarinn - Oddgeir & Sossa – Bíósalur
Föstudagur 6. september
12:00 – 18:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
Laugardagur 7. september
12:00 – 18:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
14:30 – 17:00 Syngjandi sveifla í bíósal Duus safnahúsa
14:30 Félag Harmonikuunnenda
15:00 Söngsveitin Víkingar
15:30 Sönghópur Suðurnesja
16:00 Karlakór Keflavíkur
16:30 Kvennakór Suðurnesja
Sunnudagur 8. september
11:00 – 12:00 Söguganga um gömlu Keflavík með Agnari Guðmundssyni
12:00 – 17:00 Opið á sýningar í Duus safnahúsum
14:00 – 15:00 Leiðsögn um sýninguna Eins manns rusl er annars gull – Byggðasafn Reykjanesbæjar
15:00 – 16:00 Listamanna- og sýningarstjóraspjall: Huglendur og Ferðalangur – Listasafn Reykjanesbæjar
Í árslok verða 50 ár liðin frá stofnun Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku. Af því tilefni býður HS Orka íbúum Reykjanesbæjar og öllum gestum Ljósanætur til afmælissögusýningar í Gryfjunni í Duus safnahúsum.
Sýningin er framlag HS Orku til hátíðarinnar í ár. Á sýningunni, sem hönnuð er í samstarfi við Gagarín, er dregin upp mynd af einstakri frumkvöðlahugsun og framsýni, sem fylgt hafa fyrirtækinu í hálfa öld.
Aðgangur að sýningunni er ókeypis.
Áætlað er að sýningin standi út septembermánuð en að Ljósanótt lokinni gilda almennir opnunartímar safnahúsanna.
Pop-up verslun Tíru ljómandi fylgihluta tekur fagnandi á móti ykkur á Ljósanótt!
Við verðum til staðar í Park Inn hótelinu, Keflavík meðan á hátíðinni stendur.
Hér verður hægt að finna vettlinga og húfur úr íslenskum lopa og endurskini frá Tíru Ljómandi Fylgihlutum. Einnig verður á staðnum úrval hönnunarvöru frá lista og handverksfólki sem nú er hægt að finna í verslun Tíru -Strandgötu 29, Hafnarfirði.
Komið að sjá heimilisvörur frá Bility, fatnað frá Skrautu og Fríðu Fínu, keramik frá Rósu Valtingojer og Leirmunum Ásu, ilm- og húðvörur frá Flórunni og Reyni Woodcraft og svo margt fleira.
Gleðjið ykkar nánustu -jú eða ykkur sjálf- með handgerðri gjöf frá Tíru. Hlökkum til að sjá ykkur!
Verð með nokkrar gerðir af handtálguðum fuglum úr íslensku Birki. Er að tálga á staðnum á Park Inn by Radisson, Hafnargötu 57 Keflavík
Verið þið hjartanlegan velkomin/n.
Rúnar
Verðum með fiskisúpu, kjötsúpu og vegan súpu á Ljósanótt.
Það munu margir góðir matarvagnar bjóða upp á úrvals götubita á Ljósanótt.
Vagnarnir sem ætla að heimsækja okkur í ár eru:
Byriani, Dons Donuts, Garibe food truck, Viking llama, Silli Kokkur, Turfhouse, Plan b, Vöffluvagninn, Vefjan, Churros Wagon, Wheesh -& La Buena Vida.
Listaverk í flippaðri kantinum verða til sýnis og sölu á neðri hæð Aðalgötu 2. .
Wheesh matrvagn bjóða upp á heimalagað smash ostborgara, grísaborgara og kjúklingaborgara, ásamt með óáfengum drykkjum.
Kynning/Sala á bókinni Viskustykki fyrir flest kyn… og einnig örvhenta.
Bikevík & Broscustom kynna í samvinnu við Nitro og K. Steinarsson sölusýningu á ýmsum tækjum.
Frá Nitro höfum við fjórhjól, buggybíla, endurohjól einnig rafmagns krossara, fjórhjól fyrir þau yngri og margt fl.
K.Steinarsson býður ykkur að skoða rafmagns sendibíla og fólksbíla frá BYD.
Broscustom, svo er það pressan, stefnan er að afhenda tvö BMW customhjól yfir þá daga sem Ljósanótt stendur yfir.
Sjáumst hress.
Boðið verður upp á fjölbreytta barnadagskrá í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Öll dagskrá í garðinum verður börnum að kostnaðarlausu.
Birt með fyrirvara um að veðrið verði gott :)
Boðið verður upp á ókeypis hoppukastalaland í Skrúðgarðinum í Keflavík.
Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja tekur á móti gestum á ljósanótt Starfandi miðlar og heilarar verða með kynningartíma á kr. 3.000
Dagbjört Magnúsdóttir sýnir ný málverk í bland við eldri verk. Kynning á starfsemi félagsins í vetur.
Allir hjartanlega velkomnir, kaffi á könnunni.
Opið verður í Stekkjarkoti 7. og 8. september kl. 13-16 í tilefni Ljósanætur.
Stekkjarkot er endurgerð á koti sem stóð í Innri-Njarðvík. Húsið er reist úr torfi og grjóti og er dæmigert fyrir þau fjölmörgu kot sem einkenndu búsetu á svæðinu á 19. öld og upphafi 20. aldar.
Stekkjarkot var þurrabúð sem þýddi að landið var leigt og þar mátti ekki halda skepnur. Íbúar þurftu því að framfleyta sér með sjósókn. Búið var í Stekkjarkoti frá 1885-1887 og svo aftur frá 1917-1923. Núverandi hús var reist árið 1993 í tilefni af 50 ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar.
Á Ljósanótt, sunnudaginn 8. september kl. 15:00, verður listamanna- og sýningarstjóraspjall um sýningarnar Huglendur og Ferðalangur.
Listamaðurinn Bjarni Sigurbjörnsson mun taka á móti gestum og leiða þá um einkasýningu sína Huglendur. Helga Þórsdóttir, safnstjóri og sýningarstjóri einkasýningar Kristins Más Pálmasonar, mun síðan leiða gesti um sýninguna Ferðalangur.
Verið velkomin!
Aðgangur er ókeypis
Huglendur
Með pentskúfi, en án fyrirhyggju, markar Bjarni fyrir striki eða stroku; sérhvert þessara ummerkja er vitnsburður um líkamlegt inngrip hans í veruleika myndflatarins, ekki tilraun til að draga upp „mynd“ af einhverju sem við teljum okkur þekkja í raunheimi. Í þeim gjörningi sem sérhvert verk er, renna líkamlegur veruleiki listamannsins – hreyfikraftur hans – og tjáning þessa sama krafts, saman við andlega kjölfestu hans og mynda heild sem er fullkomlega merkingarbær í sjálfri sér, þarfnast hvorki myndlíkinga né táknrænna útlistana til að lifa af það sem það sem sænski hönnuðurinn Sven Lundh kallaði „áreiti augans“.
Aðalsteinn Ingólfsson, sýningarstjóri.
Ferðalangur
Kristinn Már Pálmason býður áhorfendum að fylgja sér í „Undraland“ vöntunar, þar sem órar liggja í leyni með því að halda fjarlægð frá ytri táknmynd. Myndverk Kristins hefja sig upp yfir þekktan efnisheim okkar, en skapa þess í stað lögmál sem tákngerir vandlega hugarheim listamannsins í sjónræna geómetríu, sem er um leið vegurinn að einhverskonar andlegri frelsun, þar sem vöntunin í myndefninu er sköpuð meðvitað.
Helga Þórsdóttir, sýningarstjóri.
Sýningarnar eru styrktar af Safnasjóði og Stapaprenti. Huglendur og Ferðalangur standa til 5. janúar 2025.
Síðasta söguganga sumarsins verður farin sunnudaginn 8. september kl. 11.
Gangan hefst við gamla Keflavíkurbæinn sem liggur grafinn undir Keflavíkurtúninu gegnt Duus safnahúsum.
Leiðsögumaður er Agnar Guðmundsson.
Gengið verður um gömlu Keflavík og sagt frá helstu atburðum, fólki og stöðum sem hafa sett mark sitt á söguna.
Verið öll velkomin! Þáttaka er ókeypis.
Gestum er bent á að klæða sig eftir veðri.
Boðið verður upp á kaffi og með því í Duus safnahúsum að göngunni lokinni.
Í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar stendur safnið fyrir sögugöngum um hverfi bæjarins í sumar. Göngurnar verða auglýstar á vef safnsins og samfélagsmiðlum.
Heilaðu þitt innra barn - 9D Journey
Ferðalag í níu víddum (9D) er samspil öndunar, dáleiðslu og tónlistar á mismunandi tíðni og í mismunandi hljóðbylgjum, sem er sérstaklega hannað til að ná til undirmeðvitundar okkar og losa okkur við ýmsa andlega kvilla sem sitja þar fastir.
Þú liggur á dýnu eins og þér finnst þægilegast, með heyrnatól og augngrímu og leiðsögnin sem þú heyrir í gegnum heyrnatólin, leiðir þig í gegnum ferðalagið.
Hljóðblöndunin er einstök og þú upplifir að það sem gerist komi úr öllum áttum en ekki bara í sitthvort eyrað og því köllum við þetta ferðalag í níu víddum. Þú ert í litlum hópi þar sem hver og einn er á sínu eigin innra ferðalagi án truflana frá öðrum.
Þú þarft ekki að tala eða tjá þig á neinn hátt frekar en þú vilt á, meðan á ferðalaginu stendur, en ef þú finnur löngun til þess, getur þú öskrað, grátið og hlegið án þess að nokkur annar heyri í þér eða sjái þig.
Þetta ferðalag er sérstaklega ætlað til að hjálpa þér að tengjast þínu innra barni og heila áhrif frá æsku.
Fyrir hvern?
Þetta ferðalag fyrir 18 ára og eldri, sem vilja heila sjálfan sig, tengjast sínu innra barni og losa sig við neikvæðar hugsanir, tilfinningar eða vana, sem hafa áhrif á lífið í dag og síðan úr æsku. Þetta er mjúkt og áhrifaríkt ferðalag sem bíður upp að sjá sjálfan sig loksins sem heila manneskju sem er samkvæm sjálfum sér en ekki í bútum sem virðast hafa sjálfstætt líf.
Þetta ferðalag er fyrir þá sem eru tilbúnir að horfast í augu við skugga sína og taka þann andlega þroska sem þarf til að komast frá áföllum í æsku eða öðrum neikvæðum áhrifum frá barnæskunni.
Það sem fólk hefur verið að upplifa í þessu ferðalagi:
Að tengjast sjálfum sér, sínu innra barni og skilja það betur og heila þann hluta af sér. Að finnast það vera meira heila manneskja sem er samkvæm sjálfum sér. Að finna meira öryggi í lífinu. Að finna meiri samkennd og ást gagnvart sjálfum sér.
Þetta ferðalag er magnað heilunarferðalag þar sem þú hefur tækifæri til að:
Losa þig við neikvæðar tilfinningar
Losa þig við hugsanavillur og úrelta trú sem þú hefur á þér
Losa þig við neikvæða hegðun og vítahringi sem þú virðist ekki ráða við
Losa þig við streitu, ótta og kvíða sem þú hefur barist við lengi Fyrirgefa þér og jafnvel öðrum ef þú þarft á því að halda
Tengjast þínu innra sjálfi og sál þinni
Upplifa frelsi og jákvæða orku
Upplifa betri líðan og kærleika
Ferðalagið kostar 9.900 kr. og skráning fer fram á heimasíðunni: https://9djourneys.is
Menningarfélag Hafna kynnir tónleika með Ragnheiði Gröndal sunnudaginn 8.september í Kirkjuvogskirkju í Höfnum.
Hin ástsæla tónlistarkona Ragnheiður Gröndal mun koma og vera með tónleika á Ljósanótt í Höfnum á Reykjanesi. Á tónleikum flytur Ragnheiður fjölbreytt lög af ferli sínum þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa og notalega stund fyrir tónleikagesti í fallegu kirkjunni í Höfnum.
Eins og fyrri ár þá byrjar Elíza Newman tónleikana með nokkrum af sínum lögum og leggur áherslu á Hafna-tengd lög í tilefni 30 ára afmælis Reykjanesbæjar.
Miðaverð er 3500 kr og fer eingöngu fram á Tix.is hér: https://tix.is/is/event/18158/
Komið og klárið Ljósanótt á hugljúfum tónleikum í Kirkjuvogskirkju.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til viðhalds og varðveislu Kirkjuvogskirkju.
Herbert er öllum landskunnur fyrir einstaka tónlist sína og líflega framkomu.
Á Ljósanótt mun Herbert ásamt Kór Keflavíkurkirkju og hljómsveit, flytja valin lög frá ferli Herberts og segir hann sögur inná milli.
Hljómsveit:
Arnór Vilbergsson, stjórnun og hljómborð
Arnar Geir Halldórsson, selló
Sólmundur Friðriksson, bassi
Þorvarður Ólafsson, gítar
Þorvaldur Halldórsson, trommur og slagverk
Það er ekki hægt að labba frá þessu tækifæri...
Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, verður með leiðsögn um sýninguna Eins manns rusl er annars gull í Duus safnahúsum.
Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt? Á sýningunni eru smáhlutir af ýmsu tagi sem hafa verið framleiddir með ákveðið notagildi í huga. Þegar þeir hafa lokið hlutverki sínu enda þeir oftar en ekki í ruslinu. Til eru þeir sem hafa þó einsett sér að safna slíkum hlutum með það markmið að eignast sem flesta og af mismunandi gerðum.
Á sýningunni má sjá smáhluti sem hafa borist Byggðasafni Reykjanesbæjar sem heildstæð einkasöfn eða hluti af öðrum gjöfum. Annað atriði sem þessir smáhlutir eiga sameiginlegt er að þeir voru fjöldaframleiddir á árum áður en eru margir fágætari í dag.
Stór hluti er merktur fyrirtækjum eða vörum og enda voru þeir ýmist gefnir, látnir fylgja með öðrum vörum eða seldir vægu verði. Hér gefst því tækifæri til að rifja upp liðna tíð og virða fyrir sér hvernig myndskreytingar og vörumerki hafa breyst. Elstu munirnir eru frá þriðja áratug 20. aldar en þeir yngstu aðeins nokkurra ára eða áratuga gamlir.
Verið hjartanlega velkomin á KEF í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ!
Við bjóðum ykkur í einstakt ævintýri þar sem Leikhópurinn Lotta mun gleðja börnin með stórkostlegri leiksýningu í Gyllta salnum á Hótel Keflavík! Leiksýningin hefst kl. 12:30.
Hægt er að njóta dásamlegs brönshlaðborðs með fjölskyldunni annað hvort fyrir eða eftir sýningu.
Tímar í boði:
Bröns kl. 11:15
Bröns kl. 13:15
Verð:
13 ára og eldri: 5.900 kr.
6-12 ára: 3.500 kr.
5 ára og yngri: Borða frítt!
Bókaðu þig á viðburðinn hér: bit.ly/leikhopurinnlottakef
Athugið að borðabókun er nauðsynleg til að tryggja pláss.
Hlökkum til að sjá ykkur öll og gleðilega hátíð!
--- Matseðill fyrir Barnabrönshlaðborð:
Grillað Lambalæri:
Rótargrænmeti, kartöflugratín, ferskt salat salat, ostur,balsamic rauðlaukur, maís, rauðkál, bérnaise sósa, villisveppasósa
Það hefðbundna:
Beikon, pylsur, eggjahræra, hashbrowns, bakaðar baunir, reyktur lax
Brauð og með því:
Baguette, pestó, þeytt smjör
Sætur endir:
Amerískar pönnukökur, frönsk súkkulaðikaka,Créme Brulée, ávextir, þeyttur rjómi, hlynssíróp, íspinni fyrir börnin
Ljósanæturmót GS og Hótels Keflavíkur verður haldið á stórglæsilegum Hólmsvelli í Leiru sunnudaginn 8. september.
Stórglæsileg verðlaun.
Skráning er hafin á golfbox.
Opið hús , tilvalið fyrir fjölskylduna að koma og spila pílu , fá leiðbeingar .
Kaffi og kleinur og gos og prins pólo .
Allir geta spilað pílu .
Innan Ægissíðu, Grófar, Kirkjuvegs og Faxabrautar verður hraði rafhlaupahjóla Hopp takmarkaður við 15 km/klst. Einnig verður ekki hægt að leggja rafhlaupahjólum á þessu svæði.
Á Hafnargötu verður hraði takmarkaður við 5 km/klst, og þar verður einnig óheimilt að leggja Hopp hlaupahjólum.
Sérstök afsláttar-svæði verður að finna við Ránargötu og við Slippfélagið þar sem má leggja rafhlaupahjólum frá Hopp.
Þessar breytingar munu vera í gildi frá miðvikudeginum 4. september kl. 17:00 til sunnudagsins 8. september kl. 23:00.
Öll svæði utan miðbæjarins munu halda sínu hefðbundna fyrirkomulagi.