Það er fjölbreyttur hópur kvenna og karla sem sýna í Fischershúsi á Ljósanótt í ár.
Bjørg og Maren Sofie Strømme listakonur koma frá Noregi en þær eru með tengingu til Njarðvíkur. Þær sýna akrylverk.
Gunnar Þór Jónsson og tengdadóttir hans Melkorka Matthíasdóttir verða með sameiginlega sýningu sem þau nefna Keramik og krass.
Marta Eiríksdóttir rithöfundur og jógakennari kynnir sjóðheita nýja bók.
Rut Ingólfsdóttir ætlar að opna Litlu leirsjoppuna sína og Stefán Jónsson verður með myndlistasýningu.
Þau segjast ákveðin í að skemmta sjálfum sér og öðrum, að hafa gaman þessa daga sem hátíðin fer fram. Stemningin á Ljósanótt sé ávallt engu lík, bæjarhátíð sem engin má missa af.