Síðasta söguganga sumarsins verður farin sunnudaginn 8. september kl. 11.
Gangan hefst við gamla Keflavíkurbæinn sem liggur grafinn undir Keflavíkurtúninu gegnt Duus safnahúsum.
Leiðsögumaður er Agnar Guðmundsson.
Gengið verður um gömlu Keflavík og sagt frá helstu atburðum, fólki og stöðum sem hafa sett mark sitt á söguna.
Verið öll velkomin! Þáttaka er ókeypis.
Gestum er bent á að klæða sig eftir veðri.
Boðið verður upp á kaffi og með því í Duus safnahúsum að göngunni lokinni.
Í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar stendur safnið fyrir sögugöngum um hverfi bæjarins í sumar. Göngurnar verða auglýstar á vef safnsins og samfélagsmiðlum.