Ljósanótt Logo

Viðburðir

new_icons
Litla leirsjoppan - Rut Ingólfsdóttir

Sjoppur…. 

frá því ég man eftir mér hefur mér þótt fátt eins heillandi og sjoppur, og þá sérstaklega nammiborðið þar sem maður fékk sem barn að velja sér mola í grænan poka. 

Allir litirnir, bleikur, grænn, gulur, blár, rauður … maður lifandi hvað mér þótti þetta fallegt og þykir enn. 

Og nú hafa litirnir ratað á listaverkin mín. 


Eftir 12 ára hlé frá leirlist þá hefur leirinn gert sig heimakominn aftur. Og eins og forðum daga þá líður mér eins og barni í sjoppu þegar ég horfi á alla litina sem mér standa til boða og ég ræð mér ekki kæti. Litirnir taka völdin og mitt aðalhlutverk er hreinlega að koma sem flestum þeirra inn í hvert einasta verk og gleðin hoppar hæð sína. Og eins og í alvöru sjoppum þá úir og grúir öllu saman, og í minni sjoppu verða litir á leirlistaverkum, málverkum og pappamassaverkum, litir hvert sem litið er… það gerir lífið skemmtilegra. 


Verið öll hjartanlega velkomin í Litlu leirsjoppuna, það verða því miður engir grænir pokar en það verða svo sannarlega litir upp um alla veggi fyrir börn á öllum aldri.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 5. september
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 6. september
17:00 - 20:00
Laugardagurinn 7. september
13:00 - 17:00
Sunnudagurinn 8. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Hafnargata 2 , Reykjanesbær, 230

Aðrir viðburðir

Share by: