LJÓSANÆTURHLAUPIÐ 2024
Vegalengdir fyrir ALLA Fjölskylduna + Góður málsstaður.
Ljósanæturhlaupið fer fram miðvikudaginn 4. september kl 18.30. 500 kr. af hverri skráningu renna í MINNINGARSJÓÐ ÖLLA.
Minningarsjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Ljósanæturhlaupið er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Framkvæmd hlaupsins er í höndum Vikars Sigurjónssonar. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar.
Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðir áður en hlaupið er af stað. Hægt er að skoða kort af leiðunum á skráningarsíðu hlaupsins, á facebook síðu “Vikar Sigurjónsson" og í Sundmiðstöð/Vatnaveröld við rásmark.
Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3,5 km, 7 km og 10 km. Flögu tímamæling verður notuð í Ljósanæturhlaupinu í öllum vegalengdum.
Ljósanæturhlaupið er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að finna vegalendir við allra hæfi. Rásmark og endamark verða við Sundmiðstöðina, Vatnaveröld, Sunnubraut 31, 230 Reykjanesbæ. Búnings-og sturtuaðstaða er í Sundmiðstöðinni, Reykjanesbær býður þátttakendum í sund að hlaupi loknu.
Dagskrá og tímasetningar:
Ræsing í 10 km kl 18:30
Ræsing í 7 km kl 18:35
Ræsing í 3,5 km kl 18:40
Verðlaunaafhending verður um kl. 19:50
Verðlaun.
Hlaupið er aldursflokkaskipt í 7 og 10 km. og eru verðlaun fyrir besta árangur í öllum flokkum í 7 km og 10 km. Í 3,5 km. eru veitt verðlaun fyrir 15 ára og yngri og 16 ára og eldri. Glæsileg útdráttarverðlaun sem dregin verða úr nöfnum allra þátttakenda.
Þátttökugjald
3,5 km: 2.000 kr fyrir 15 ára og eldri, kr. 1.500 fyrir 14 ára og yngri.
7 km og 10 km: 3.000 kr fyrir 15 ára og eldri, kr. 2.000 fyrir 14 ára og yngri.
Athugið að skráningargjald hækkar um 1.000 fyrir alla flokka ef skráð er eftir kl 23.59 þriðjudaginn 3. september.
Skráning.
Við hvetjum alla til að tryggja sér skráningu á netskraning.is til að forðast óþarfa stress. Umsjón: Vikar Sigurjónsson sími 899-0501