Ljósanótt Logo

Viðburðir

new_icons
Keramik og krass í Fishershúsi

Á Ljósanótt er ég með leirlistasýningu í Fishershúsi ásamt tengdaföður mínum, Gunnari Þóri Jónssyni listamanni sem er að sýna og selja fallegar blýantsteikningar. 


Sameiginlega sýningu okkar köllum við „Keramik og krass“.  

Ýmis leirlistaverk og nytjahlutir verða til sýnis og sölu hjá mér.  Ég hef nýtt kunnáttu mína sem jarðfræðingur og leirlistakona og gert alls konar tilraunir á glerungum utan á steinleirinn sem ég vinn með.  Glerungarnir mínir eru sérblandaðir með taðösku og beykiösku sem ég hef fengið frá Reykofninum í Kópavogi ásamt ýmsum íslenskum jarðefnum sem ég finn í náttúrunni eins og íslenski leirinn, silt og eldfjallaaska. 


Það er mikil vinna bak við hvert handverk og enginn hlutur eins.   Það má segja að verkin mín séu að mörgu leyti sjálfbær þar sem nærumhverfið er nýtt til fullnustu.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 5. september
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 6. september
17:00 - 20:00
Laugardagurinn 7. september
13:00 - 17:00
Sunnudagurinn 8. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Hafnargata 2, Reykjanesbært, 230

Aðrir viðburðir

Share by: