Ljósanótt Logo

Viðburðir

new_icons
Þurrabúðarlífið í Stekkjarkoti

Opið verður í Stekkjarkoti 7. og 8. september kl. 13-16 í tilefni Ljósanætur.   


Stekkjarkot er endurgerð á koti sem stóð í Innri-Njarðvík. Húsið er reist úr torfi og grjóti og er dæmigert fyrir þau fjölmörgu kot sem einkenndu búsetu á svæðinu á 19. öld og upphafi 20. aldar. 


Stekkjarkot var þurrabúð sem þýddi að landið var leigt og þar mátti ekki halda skepnur. Íbúar þurftu því að framfleyta sér með sjósókn.  Búið var í Stekkjarkoti frá 1885-1887 og svo aftur frá 1917-1923. Núverandi hús var reist árið 1993 í tilefni af 50 ára afmæli Njarðvíkurkaupstaðar.

Dagsetning og tími

Laugardagurinn 7. september
13:00 - 16:00
Sunnudagurinn 8. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Stekkjarkot við Njarðarbraut, Reykjanesbær, 230

Aðrir viðburðir

Share by: