Verið hjartanlega velkomin á hugljúfa kvöld-tónleika sem henta vel fyrir þá sem vilja slaka á í lok dags.
Tónleikarnir eru haldnir í Njarðvíkurkirkju (innri-Njarðvík), 5. september kl. 19:30-20:30.
Elínrós og Sandra Júlía hafa samið lög við bænir sem þær hafa fundið í bahá’í trú. Hver bæn og þá hvert lag fyrir sig hefur ákveðið þema og munu flytjendur leitast við að koma því til skila með söng og hljóðfæraleik. Sandra Júlía Matthíasdóttir syngur, Ágúst Þór Benediktsson spilar á bassa og Elínrós Benediktsdóttir spilar á gítar og syngur bakraddir.
Tónleikarnir eru opnir öllum á meðan húsrúm leyfir og enginn aðgangseyrir.