Ljósanóttin okkar á KEF Verið velkomin á Hótel Keflavík yfir Ljósanótt 4.-8. september 2024. Nóg verður um að vera; rífandi stemning, lifandi tónlist, æðisleg tilboð í mat og drykk, Opið hús í KEF SPA, Lukkuhjól KEF og leiksýning fyrir börnin með Leikhópnum Lottu.
Í fyrra komust færri að en vildu, svo við mælum eindregið með að bóka upplifunina fyrirfram hér: bit.ly/kefljosanott24
Hlökkum til að fá ykkur í heimsókn og gleðilega hátíð, kæru bæjarbúar.
Fimmtudagur 5. september • Djassbandið Þríó leikur ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi um kvöldið
Föstudagur 6. september • Opið hús í KEF SPA & Fitness föstudag og laugardag kl. 15:00–18:00. Gestir geta fengið að skoða framvindu nýju lúxusheilsulindarinnar og heilsuræktarinnar KEF SPA & Fitness. Þér gefst tækifæri á að vera með þeim fyrstu að sækja um í einkameðlimaklúbbinn okkar á www.kefspa.is
Laugardagur 7. september • Hátíðarbröns verður á boðstólnum frá kl. 11:30–14:00. • Opið hús í KEF SPA & Fitness föstudag og laugardag kl. 15:00–18:00. Gestir geta fengið að skoða framvindu nýju lúxusheilsulindarinnar og heilsuræktarinnar KEF SPA & Fitness. Þér gefst tækifæri á að vera með þeim fyrstu að sækja um í einkameðlimaklúbbinn okkar á www.kefspa.is • Lukkuhjól KEF verður í fullu fjöri kl. 15:00–18:00, og heppnin gæti verið með þér! Frábærir vinningar í boði.
Sunnudagur 8. september • Leikhópurinn Lotta verður með æðislega leiksýningu í Gyllta salnum á Hótel Keflavík kl. 12:30. Barnabröns verður í boði fyrir og eftir leiksýninguna, kl. 11:15 og 13:15. Borðabókun er nauðsynleg til að komast að: bit.ly/leikhopurinnlottakef