Ljósanótt Logo

Viðburðir

new_icons
Fluga design - sölusýning

Kvenfata- og fylgihluta línan Fluga design verður til sölu og sýnis á Park Inn by Radisson hótelinu. 

Meðal annars verða nýjar vörur kynntar og ýmsar gersemar á tilboði.  


Um merkið: 

Edda Skúladóttir, hannar undir merkinu Fluga design sem er fata og fylgihlutalína fyrir konur á öllum aldri. Hún lauk sveinsprófi klæðskera 1996 og er með 9 ára starfsreynslu í tískubransanum í Los Angeles. Flutti heim til Íslands 2005 og Fluga design varð til um 2011.  “Ég vinn mína hönnun má segja alla leið, þ.e hanna, geri snið og sauma allt sjálf." Hún notar eingöngu gæðaefni og vinnur munstrin sjálf með handlitun og/eða handmálun en þannig verður hver og ein flík einstök. 



Netverslun, www.fluga.is

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 5. september
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 6. september
15:00 - 19:00
Laugardagurinn 7. september
13:00 - 19:00
Sunnudagurinn 8. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Park Inn by Radisson, Hafnargata 57, Keflavík, 230

Aðrir viðburðir

Share by: