Ljósanótt Logo

Viðburðir

new_icons
Litasprengjan II

Litasprengjan II er önnur listasýning Heiðu Dísar sem er 12 ára listakona sem elskar að skapa. 


Heiða Dís býður gestum að koma á vinnustofuna sína og sjá verkin sem hún hefur unnið síðasta árið. Listaverkin  eru fjölbreytt, litrík og mörg sækja innblástur í náttúruna og nokkur í himingeiminn. 


Listaverkin eru málverk sem eru unnin með pouring tækni, máluð eða teiknuð. Á sýningunni verða einnig  Tie dye bolir sem hún hefur litað og skreytt sérstaklega fyrir þessa sýningu.  


Sjón er sögu ríkari verið hjartanlega velkomin á þessa skemmtilegu listasýningu. 

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 5. september
17:00 - 21:00
Föstudagurinn 6. september
17:00 - 21:00

Staðsetning

Kirkjuvegur 15, bílskúr (vinnustofa listamannsins), Reykjanesbær, 230

Aðrir viðburðir

Share by: