Ljósanótt Logo

Viðburðir

new_icons
Katrín Þórey Gullsmiður

Katrín Þórey Gullsmiður verður með silfur og gullskartgripi til sýnis og sölu á Park Inn by Radisson hótelinu. 


Á ljósanótt verða alskyns gersemar til sölu, einnig er hægt að koma og spjalla við Katrínu Þórey um sérsmíði, viðgerðir og önnur spennandi verkefni. 


Um Katrínu Þórey gullsmið:

Skartgripir hafa frá unga aldri verið verið mín ástríða og náði ég að tengja þá inn í framhaldsnámið á Hönnunar- og Markaðsfræðibraut í FG. Að loknu framhaldsnámi tók drauma námið við í Goldschmiedeschule mit Uhrmacherschule í Pforzheim, Þýskalandi. Þaðan útskrifaðist ég sem gullsmiður þann 2. febrúar 2018. Á meðan á náminu stóð byggði ég upp lítið verkstæði heima sem stækkaði smám saman og er enn að vaxa. Þá fór ég einnig að leggja grunnin að þeim vörum sem ég býð upp á í dag.


Vörurnar frá Katrínu Þórey fást við Strandgötu 43 í Hafnarfirði þar sem hún er með vinnustofu og verslun ásamt systur sinni, sem er klæðskeri, og vinna þær þar saman í líflegu og skemmtilegu rými.

Dagsetning og tími

Fimmtudagurinn 5. september
17:00 - 22:00
Föstudagurinn 6. september
15:00 - 19:00
Laugardagurinn 7. september
13:00 - 19:00
Sunnudagurinn 8. september
13:00 - 16:00

Staðsetning

Park Inn By Radisson, Hafnargata 57, 230 Keflavík

Aðrir viðburðir

Share by: