Ljósanótt Logo

Upplýsingar

Hagnýtar upplýsingar

Upplýsingarnar eru uppfærðar jafn óðum og þær hafa verið staðfestar.

  • Framkvæmd Ljósanætur

    Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en verkefnastjóri Ljósanætur er Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi, netfang gudlaug.m.lewis@reykjanesbaer.is.


    Allar upplýsingar um Ljósanótt eru veittar í gegnum netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í síma 421 6700 og í upplýsingasíma Ljósanætur 891 9101 sem starfræktur verður Ljósanæturhelgina.

  • Kort af hátíðarsvæði

  • Upplýsingasími á hátíðarhelgi

    Upplýsingasími Ljósanætur sem starfræktur er á hátíðarhelginni er 891-9101.

    Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila.

  • Dagskrárviðburðir á Ljósanótt

    Dagskrá er birt á vefnum ljosanott.is jafnóðum og hún tekur á sig mynd og þurfa allir þátttakendur að skrá sína viðburði beint inn á vefinn. Undir flipann "Skrá viðburð" eru settar inn viðeigandi upplýsingar og mynd. Viðburðurinn bíður þar samþykktar og er birtur að yfirferð lokinni. Öll dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.

  • Stæði fyrir húsbíla og ferðavagna

    Hægt verður að leggja ferðavögnum og húsbílum við Smábátahöfnina í Gróf. Þar verður boðið upp á rafmagn og salerni frá fimmtudegi kl. 17. 

    Verðskrá fyrir hverja nótt:

    Rafmagn 1.500kr

    Fullorðnir 15 ára og eldri 2.000kr

    Börn 14 ára og yngri frítt


    Einnig er hægt að leggja á Fokkunni við hús Sýslumannsins á Suðurnesjum og á grasbletti við Hringbraut/Vesturbraut. Þar er þó engin þjónusta, hvorki rafmagn né salerni.

  • Ljósanæturstrætó

    Á Ljósanótt verður boðið upp á sérstakan Ljósanæturstrætó innanbæjar á hluta föstudags, á laugardag og sunnudag. 


    Ókeypis aðgangur verður í Ljósanæturstrætó. 


    Þegar Ljósanæturstrætó tekur við af hefðbundum strætó verður engin skiptistöð í Krossmóa heldur aka vagnarnir inn í sín hverfi frá söfnunarstað á Kirkjuvegi við Keflavíkurkirkju. Vagninn mun stoppa fyrir þeim sem eru staðsettir á merktum stoppistöðvum leiðarinnar. Ekið verður á heila tímanum frá söfnunarstað og á hálfa tímanum frá endastöðvum. 


    Fimmtudagur, ekið samkvæmt hefðbundinni strætóáætlun en ALLUR AKSTUR FELLUR NIÐUR Á MILLI KL. 09:30-12:00 vegna setningarhátíðar Ljósanætur. 


    Föstudagur, ekið samkvæmt hefðbundinni strætóáætlun til kl. 16:00 en þá tekur Ljósanæturstrætó við og ekur frá kl. 16:00-23:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 23:00.


    LaugardagurLjósanæturstrætó frá kl. 10:00 -16:00 og kl. 19:00 – 01:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 01:00. 


    Sunnudagur, Ljósanæturstrætó frá kl. 12:00 -17:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 17:00.


    Hér má sjá strætókort


    Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt áætlun. Aukaferðir til og frá hátíðarsvæði á laugardag. Allar upplýsingar á straeto.is 

  • Leigubílar

    Söfnunarstaður leigubifreiða á laugardag og aðfararnótt sunnudags er við Tjarnargötutorg (Tjarnargötu 12)

  • Bílastæði

    Bent er á bílastæði neðan Hafnargötu við Ægisgötu og við Tjarnargötu 12.

    Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða eru staðsett við Tjarnargötu 12, við Vesturbraut 17 og við Norðfjörðsgötu.


  • Rafhlaupahjól - Hopp

    Innan Ægisgötu, Grófar, Kirkjuvegs og Faxabrautar verður hraði rafhlaupahjóla Hopp takmarkaður við 15 km/klst. Einnig verður ekki hægt að leggja rafhlaupahjólum á þessu svæði.


    Á Hafnargötu verður hraði takmarkaður við 5 km/klst, og þar verður einnig óheimilt að leggja Hopp hlaupahjólum.


    Sérstök afsláttar-svæði verður að finna við Ránargötu og við Slippfélagið þar sem má leggja rafhlaupahjólum frá Hopp.


    Þessar breytingar munu vera í gildi frá miðvikudeginum 4. september kl. 17:00 til sunnudagsins 8. september kl. 23:00.

    Öll svæði utan miðbæjarins munu halda sínu hefðbundna fyrirkomulagi.

  • Lokanir gatna

    Takmarkanir verða á umferð gatna við hátíðarsvæði frá föstudagsmorgni, laugardag og sunnudag. 

    Skoða lokunarkort
  • Salerni

    Salerni verða staðsett við Öryggismiðstöð Ljósanætur á Norðfjörðsgötu, á Ægisgötu og á plani við Tjarnargötu/Suðurgötu. Einnig eru salerni á tjaldsvæði í Gróf.

  • Geymum hundinn heima

    Hundar eru bannaðir á hátíðarsvæði á laugardegi Ljósanætur. Gerum ráðstafanir til verndar dýrum á meðan flugeldasýningunni stendur.

  • Drónaflug

    Óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari yfir mannfjölda.

    Fylgja skal fyrirmælum, takmörkunum og banni flugumferðarþjónustu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu sem og annarra yfirvalda um flug fjarstýrðra loftfara á tilteknum svæðum.

    Í tilefni af Ljósanæturhátíð í Reykjanesbæ árið 2024 þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að vekja athygli á ofangreindri bannreglu.

    Sjá til hliðsjónar 12. gr. reglugerðar nr. 990/2017, um starfrækslu fjarstýrðra loftfara.

  • Göngum vel um bæinn

    Ruslatunnur eru staðsettar víða á hátíðarsvæði ásamt söfnunartunnum fyrir dósir og flöskur - göngum vel um bæinn okkar á Ljósanótt. 

  • Ljósanæturfánar

    Hægt er að panta Ljósanæturfána hjá Merkiprent.

  • Öryggi í fyrirrúmi á Ljósanótt

    Til að tryggja öryggi og halda uppi gæslu á Ljósanótt hefur öryggisnefnd Ljósanætur útbúið nákvæma áætlun fyrir alla aðila er koma að öryggismálum á svæðinu. 


    Öryggisnefnd, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum slökkviliðs og sjúkraflutninga, lögreglu og björgunarsveita, hefur yfirfarið öryggismál sem tengjast svæðinu og hátíðarhöldum á komandi Ljósanótt.


    Hugað hefur verið sérstaklega að skipulagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila sem og verkþætti og viðbrögð þeirra.

  • Óskilamunir og týnd börn

    Viðbragðsaðilar hafa aðsetur í Gömlu búð, Duusgötu 5.

    Þangað er hægt að fara með óskilamuni og fá aðstoð vegna týndra barna.


    Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila.

Sölusvæði á Ljósanótt

Upplýsingarnar hafa verið uppfærðar fyrir árið 2024

  • Sölusvæði á Ljósanótt

    Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hyggjast vera með sölu af einhverju tagi á Ljósanótt eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is  eða í síma 847 2503 og tilkynna um þátttöku. 


    Leyfilegt er að vera með torgsölu frá fimmtudeginum til sunnudagsins.


    Staðsetning og stærð söluplássa á almennu sölusvæði er samkvæmt yfirlitsmynd


    Yfirlitsmynd sölusvæðis

  • Handverkstjald

    er 144 m2 tjald þar sem leigð eru út 16 misstór pláss til sölu á eigin framleiðslu/handverki og í einstaka tilfellum til kynningar á sérvörum eða góðgerðarmálefnum. Hafið samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is eða í síma 847 2503 fyrir nánari upplýsingar.


    Yfirlitsmynd handverkstjalds


    Áætlaður opnunartími handverkstjalds

    Fimmtudagur  kl.17 - 23 

    Föstudagur       kl. 17 - 23

    Laugardagur    kl. 13 - 23

    Sunnudagur      kl. 13 - 17

    ATH. að öll sala á notuðum fötum, kompudóti, mat, bakkelsi og sambærilegu á ekki heima í handverkstjaldi.


    ATH. að söluvarningur er ávallt á fullri ábyrgð söluaðila og umjónaraðili söluplássa ber ekki ábyrgð á veðurfari. Engin gæsla er utan opnunartíma þannig að pakka þarf saman eftir hvern söludag.


    Greiðslur verða að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 2. september 2024 á reikning þann sem gefinn er upp hér að neðan. Senda skal kvittun úr heimabanka viðkomandi á netfangið sala@ljosanott.is og er mjög áríðandi að sett sé í tilvísun: númer sölupláss og nafn leigutaka. Reikningur fyrir sölupláss á Ljósanótt er: Kt. 410611-0580, Reikn. Nr. 0142-26-10013.

  • Vegna veitingasölu og almennar torgsölu á hátíðarsvæði

    Þeir sem hyggjast selja matvæli þurfa að hafa leyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti (leggja þarf fram gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits sveitarfélags).  

    Tjöld/vagnar þurfa að uppfylla brunavarnir skv. leiðbeiningum um Brunavarnir í samkomutjöldum 71.4 Br. 2.


    Þeim sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði er óheimilt að stunda sölumennsku á hátíðarsvæði Ljósanætur. Rétt er að benda leiguliðum á að koma með sín eigin slökkvitæki, eldvarnarteppi, sjúkrakassa og handsótthreinsi þar sem sá búnaður er ekki  innifalinn í leigunni.

  • Kostnaður vegna torgsölu á almennu sölusvæði

    Aðstöðu-/reitaleiga er 50.000 kr fyrir Ljósanæturhelgina.


    Söluaðili er vinsamlegast beðinn að senda sem fyrst stærð grunnflatar aðstöðu sinnar (sölutjald/bíll/sölubás) á sala@ljosanott.is og helst mynd af aðstöðunni.


    Innifalið í leigugjaldi er aðgangur að rafmagni.

  • Greiðslur

    Greiðslur verða  að berast í síðasta lagi mánudaginn 2. september 2024 á reikning Ljósanætur. Senda skal kvittun úr heimabanka viðkomandi á netfangið: sala@ljosanott.is og er áríðandi er að sett sé í tilvísun: númer sölusvæðis og nafna leiguliða. 


    Reikningur fyrir sölusvæði á Ljósanótt er: Kt. 410611-0580, Reikn. Nr. 0142-26-10013. 

    Leigutökum verður afhent leyfisbréf sem eiga að vera sýnileg á sölustað.


    Íþrótta- og félagasamtök í Reykjanesbæ greiða ekki aðstöðugjald/reitarleigu fyrir sölusvæði/torgsölu á Ljósanótt. Þau þurfa þó að fara í sama umsóknarferli og aðrir söluaðilar, uppfylla sömu skilyrði til torgsölu og greiða umgegnistryggingu.

Hópakstur bifhjóla og glæsikerra

Birt með fyrirvara um breytingar


  • Upplýsingar

    Bifhjólaklúbburinn Ernir og Akstursíþróttafélag Suðurnesja standa fyrir hinum ómissandi hópakstri bifhjóla og glæsikerra niður Hafnargötu á Ljósanótt. 


    Ökutækin aka niður Hafnargötu og þeim síðan lagt þar sem gestir og gangandi geta virt þau fyrir sér og speglað sig í gljáfægðum græjunum. 


    Bifhjólum verður lagt við smábátahöfnina fyrir aftan Duus safnahús og glæsikerrum verður lagt við Duusgötu/Gróf.

  • Glæsikerrur

    • 100 bílar að hámarki aka niður Hafnargötu. 
    • Kl. 14:00 mæting bifreiða á plani N1, að Hafnargötu 86-88.
    • Allir bílar umfram 100 aka aðra leið út af N1 plani að hringtorgi Njarðarbrautar, Hafnargötu og Þjóðbrautar, út úr hringtorgi á Þjóðbraut, norður Hringbraut að gatnamótum Hólmbergsbrautar og aka niður Selvík inn Bakkaveg inn í Gróf þar sem fulltrúar AÍFS stýra lagningu.
    • Kl. 15:00 hefst akstur. Bifhjól aka á undan glæsikerrum.
    • Akstursíþróttafélag Suðurnesja sér um utanumhald og framkvæmd og stýrir talningu á Hafnargötu og lagningu á Duus svæðinu.
    • Ökumönnum ber að virða fyrirmæli AÍFS.
    • Nánari upplýsingar er hægt að  fá hja aifs@aifs.is
  • Bifhjól

    • 200 bifhjól að hámarki aka niður Hafnargötu. Öll bifhjól umfram þann fjölda aka aðra leið samkvæmt skipulagi Arna.
    • Kl. 13:00 Bifhjólamenn safnast saman á planinu hjá Arnarhreiðri klúbbhúsi Arna að Bakkastíg 16 og verður byrjað á pylsuveislu þar.
    • Ernir munu raða upp þeim bifhjólum sem munu taka þátt í akstrinum áður en lagt er af stað.
    • Kl. 14:55 hefst akstur. Bifhjól aka á undan glæsikerrum.
    • Ernir verða fremstir og aftastir til að halda leyfilegum fjölda hjóla niður Hafnargötu.
    • Umfram hjól aka út úr hringtorgi, á mótum Njarðargötu, Hafnargötu og Þjóðbrautar, inn á Þjóðbraut, norður Hringbraut að gatnamótum Hólmbergsbrautar og aka niður Selvík, inn Bakkaveg og neðan við Duus safnahús og leggja hjólunum á bílaplani smábátahafnar.
    • Ökumönnum ber að virða fyrirmæli bifhjólaklúbbsins Arna.
    • Nánari upplýsingar veitir Jósef Meekosha (jobbim@gmail.com / s. 840-1196).

Share by: