Reykjanesbær hefur umsjón með hátíðinni en verkefnastjóri Ljósanætur er Guðlaug María Lewis, menningarfulltrúi, netfang gudlaug.m.lewis@reykjanesbaer.is.
Allar upplýsingar um Ljósanótt eru veittar í gegnum netfangið ljosanott@reykjanesbaer.is, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í síma 421 6700 og í upplýsingasíma Ljósanætur 891 9101 sem starfræktur verður Ljósanæturhelgina.
Upplýsingasími Ljósanætur sem starfræktur er á hátíðarhelginni er 891-9101.
Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila.
Dagskrá er birt á vefnum ljosanott.is jafnóðum og hún tekur á sig mynd og þurfa allir þátttakendur að skrá sína viðburði beint inn á vefinn. Undir flipann "Skrá viðburð" eru settar inn viðeigandi upplýsingar og mynd. Viðburðurinn bíður þar samþykktar og er birtur að yfirferð lokinni. Öll dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.
Hægt verður að leggja ferðavögnum og húsbílum við Smábátahöfnina í Gróf. Þar verður boðið upp á rafmagn og salerni frá fimmtudegi kl. 17.
Verðskrá fyrir hverja nótt:
Rafmagn 1.500kr
Fullorðnir 15 ára og eldri 2.000kr
Börn 14 ára og yngri frítt
Einnig er hægt að leggja á Fokkunni við hús Sýslumannsins á Suðurnesjum og á grasbletti við Hringbraut/Vesturbraut. Þar er þó engin þjónusta, hvorki rafmagn né salerni.
Á Ljósanótt verður boðið upp á sérstakan Ljósanæturstrætó innanbæjar á hluta föstudags, á laugardag og sunnudag.
Ókeypis aðgangur verður í Ljósanæturstrætó.
Þegar Ljósanæturstrætó tekur við af hefðbundum strætó verður engin skiptistöð í Krossmóa heldur aka vagnarnir inn í sín hverfi frá söfnunarstað á Kirkjuvegi við Keflavíkurkirkju. Vagninn mun stoppa fyrir þeim sem eru staðsettir á merktum stoppistöðvum leiðarinnar. Ekið verður á heila tímanum frá söfnunarstað og á hálfa tímanum frá endastöðvum.
Fimmtudagur, ekið samkvæmt hefðbundinni strætóáætlun en ALLUR AKSTUR FELLUR NIÐUR Á MILLI KL. 09:30-12:00 vegna setningarhátíðar Ljósanætur.
Föstudagur, ekið samkvæmt hefðbundinni strætóáætlun til kl. 16:00 en þá tekur Ljósanæturstrætó við og ekur frá kl. 16:00-23:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 23:00.
Laugardagur, Ljósanæturstrætó frá kl. 10:00 -16:00 og kl. 19:00 – 01:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 01:00.
Sunnudagur, Ljósanæturstrætó frá kl. 12:00 -17:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 17:00.
Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt áætlun. Aukaferðir til og frá hátíðarsvæði á laugardag. Allar upplýsingar á straeto.is
Söfnunarstaður leigubifreiða á laugardag og aðfararnótt sunnudags er við Tjarnargötutorg (Tjarnargötu 12)
Bent er á bílastæði neðan Hafnargötu við Ægisgötu og við Tjarnargötu 12.
Sérmerkt bílastæði fyrir fatlaða eru staðsett við Tjarnargötu 12, við Vesturbraut 17 og við Norðfjörðsgötu.
Innan Ægisgötu, Grófar, Kirkjuvegs og Faxabrautar verður hraði rafhlaupahjóla Hopp takmarkaður við 15 km/klst. Einnig verður ekki hægt að leggja rafhlaupahjólum á þessu svæði.
Á Hafnargötu verður hraði takmarkaður við 5 km/klst, og þar verður einnig óheimilt að leggja Hopp hlaupahjólum.
Sérstök afsláttar-svæði verður að finna við Ránargötu og við Slippfélagið þar sem má leggja rafhlaupahjólum frá Hopp.
Þessar breytingar munu vera í gildi frá miðvikudeginum 4. september kl. 17:00 til sunnudagsins 8. september kl. 23:00.
Öll svæði utan miðbæjarins munu halda sínu hefðbundna fyrirkomulagi.
Takmarkanir verða á umferð gatna við hátíðarsvæði frá föstudagsmorgni, laugardag og sunnudag.
Salerni verða staðsett við Öryggismiðstöð Ljósanætur á Norðfjörðsgötu, á Ægisgötu og á plani við Tjarnargötu/Suðurgötu. Einnig eru salerni á tjaldsvæði í Gróf.
Hundar eru bannaðir á hátíðarsvæði á laugardegi Ljósanætur. Gerum ráðstafanir til verndar dýrum á meðan flugeldasýningunni stendur.
Óheimilt er að fljúga fjarstýrðu loftfari yfir mannfjölda.
Fylgja skal fyrirmælum, takmörkunum og banni flugumferðarþjónustu, lögreglu, Landhelgisgæslunnar, Samgöngustofu sem og annarra yfirvalda um flug fjarstýrðra loftfara á tilteknum svæðum.
Í tilefni af Ljósanæturhátíð í Reykjanesbæ árið 2024 þykir lögreglustjóranum á Suðurnesjum rétt að vekja athygli á ofangreindri bannreglu.
Sjá til hliðsjónar 12. gr. reglugerðar nr. 990/2017, um starfrækslu fjarstýrðra loftfara.
Ruslatunnur eru staðsettar víða á hátíðarsvæði ásamt söfnunartunnum fyrir dósir og flöskur - göngum vel um bæinn okkar á Ljósanótt.
Hægt er að panta Ljósanæturfána hjá Merkiprent.
Til að tryggja öryggi og halda uppi gæslu á Ljósanótt hefur öryggisnefnd Ljósanætur útbúið nákvæma áætlun fyrir alla aðila er koma að öryggismálum á svæðinu.
Öryggisnefnd, sem samanstendur meðal annars af fulltrúum slökkviliðs og sjúkraflutninga, lögreglu og björgunarsveita, hefur yfirfarið öryggismál sem tengjast svæðinu og hátíðarhöldum á komandi Ljósanótt.
Hugað hefur verið sérstaklega að skipulagi á svæðinu og hugsanlegum uppákomum, aðkomu lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila sem og verkþætti og viðbrögð þeirra.
Viðbragðsaðilar hafa aðsetur í Gömlu búð, Duusgötu 5.
Þangað er hægt að fara með óskilamuni og fá aðstoð vegna týndra barna.
Gott ráð er að skrifa gsm númer á handabak ungra barna ef þau skyldu verða viðskila.
Þeir einstaklingar og félagasamtök sem hyggjast vera með sölu af einhverju tagi á Ljósanótt eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is eða í síma 847 2503 og tilkynna um þátttöku.
Leyfilegt er að vera með torgsölu frá fimmtudeginum til sunnudagsins.
Staðsetning og stærð söluplássa á almennu sölusvæði er samkvæmt yfirlitsmynd
er 144 m2 tjald þar sem leigð eru út 16 misstór pláss til sölu á eigin framleiðslu/handverki og í einstaka tilfellum til kynningar á sérvörum eða góðgerðarmálefnum. Hafið samband við umsjónarmann söluplássa á netfangið sala@ljosanott.is eða í síma 847 2503 fyrir nánari upplýsingar.
Áætlaður opnunartími handverkstjalds
Fimmtudagur kl.17 - 23
Föstudagur kl. 17 - 23
Laugardagur kl. 13 - 23
Sunnudagur kl. 13 - 17
ATH. að öll sala á notuðum fötum, kompudóti, mat, bakkelsi og sambærilegu á ekki heima í handverkstjaldi.
ATH. að söluvarningur er ávallt á fullri ábyrgð söluaðila og umjónaraðili söluplássa ber ekki ábyrgð á veðurfari. Engin gæsla er utan opnunartíma þannig að pakka þarf saman eftir hvern söludag.
Greiðslur verða að berast í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 2. september 2024 á reikning þann sem gefinn er upp hér að neðan. Senda skal kvittun úr heimabanka viðkomandi á netfangið sala@ljosanott.is og er mjög áríðandi að sett sé í tilvísun: númer sölupláss og nafn leigutaka. Reikningur fyrir sölupláss á Ljósanótt er: Kt. 410611-0580, Reikn. Nr. 0142-26-10013.
Þeir sem hyggjast selja matvæli þurfa að hafa leyfi frá viðkomandi heilbrigðiseftirliti (leggja þarf fram gilt starfsleyfi heilbrigðiseftirlits sveitarfélags).
Tjöld/vagnar þurfa að uppfylla brunavarnir skv. leiðbeiningum um Brunavarnir í samkomutjöldum 71.4 Br. 2.
Þeim sem ekki uppfylla ofangreind skilyrði er óheimilt að stunda sölumennsku á hátíðarsvæði Ljósanætur. Rétt er að benda leiguliðum á að koma með sín eigin slökkvitæki, eldvarnarteppi, sjúkrakassa og handsótthreinsi þar sem sá búnaður er ekki innifalinn í leigunni.
Aðstöðu-/reitaleiga er 50.000 kr fyrir Ljósanæturhelgina.
Söluaðili er vinsamlegast beðinn að senda sem fyrst stærð grunnflatar aðstöðu sinnar (sölutjald/bíll/sölubás) á sala@ljosanott.is og helst mynd af aðstöðunni.
Innifalið í leigugjaldi er aðgangur að rafmagni.
Greiðslur verða að berast í síðasta lagi mánudaginn 2. september 2024 á reikning Ljósanætur. Senda skal kvittun úr heimabanka viðkomandi á netfangið: sala@ljosanott.is og er áríðandi er að sett sé í tilvísun: númer sölusvæðis og nafna leiguliða.
Reikningur fyrir sölusvæði á Ljósanótt er: Kt. 410611-0580, Reikn. Nr. 0142-26-10013.
Leigutökum verður afhent leyfisbréf sem eiga að vera sýnileg á sölustað.
Íþrótta- og félagasamtök í Reykjanesbæ greiða ekki aðstöðugjald/reitarleigu fyrir sölusvæði/torgsölu á Ljósanótt. Þau þurfa þó að fara í sama umsóknarferli og aðrir söluaðilar, uppfylla sömu skilyrði til torgsölu og greiða umgegnistryggingu.
Bifhjólaklúbburinn Ernir og Akstursíþróttafélag Suðurnesja standa fyrir hinum ómissandi hópakstri bifhjóla og glæsikerra niður Hafnargötu á Ljósanótt.
Ökutækin aka niður Hafnargötu og þeim síðan lagt þar sem gestir og gangandi geta virt þau fyrir sér og speglað sig í gljáfægðum græjunum.
Bifhjólum verður lagt við smábátahöfnina fyrir aftan Duus safnahús og glæsikerrum verður lagt við Duusgötu/Gróf.