Ekki missa af mögnuðu vídeóverki sem varpað verður á bakhlið Hafnargötu 12 á Ljósanótt. Verkið var sérstaklega unnið fyrir Ljósanótt í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar.
Það er myndlistar - og heimamaðurinn Krummi Laxdal sem er höfundur verksins.
Vídéóverkið Andvari býður áhorfendum í magnþrungið ferðalag um tilvist manns og náttúru. Kraftur og togstreita mætast hér í öndun mannskepnunnar á meðan jörðin dregur andann hægt og hljótt.
Andvari;
verk eftir: Krumma Laxdal
Dansari: Juliette Louste
Tónlist: Kór Njarðvíkurkirkju undir stjórn Rafns Hlíðkvist Björgvinssonar, Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir.
Aðstoð við framkvæmd: Birgitta Ásbjörnsdóttir, Fannar Már Skarphéðinsson, Patrik Ontkovic, Sveinbjörn Hjörleifsson