Við hvetjum alla til þess að skilja bílinn eftir heima á Ljósanótt og nýta sér ókeypis Ljósanæturstrætó.
Strætó mun aka sínar venjulegu leiðir á Ljósanótt með nokkrum undantekningum.
Frá kl. 16:00 föstudaginn 1. september verður starfræktur sérstakur Ljósanæturstrætó til kl. 23:00 og í stað þess að skiptistöð verði í Krossmóa er ekið beint að söfnunarstað á Kirkjuvegi við Keflavíkurkirkju.
Laugardaginn 2. september gengur Ljósanæturstrætó á milli kl. 12:00 og 16:00 og aftur á milli kl. 19:00 og 24:00 Pöntunarþjónusta verður í boði fyrir íbúa í Höfnum.
Frítt er í Ljósanæturstrætó, föstudaginn 1. september frá kl. 16:00 til laugardagsins 2. september kl. 24:00.
Upplagt fyrir fjölskyldur og hópa að halda gleðinni gangandi með strætóferð auk þess sem yngsta kynslóðin kann vel að meta það.
Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt áætlun. Söfnunarstaður fyrir landsbyggðarstrætó verður á Hringbraut/Melteigur. Einnig verður boðið upp á aukavagna.
Tveir vagnar fara frá Firði Hafnarfirði kl.17:53, áætlunarvagn og aukavagn (aukavagnar aka ekki milli Keflavík og KEF-airport)
Tveir vagnar fara frá söfnunarstað Hringbraut/Melteigur kl. 23:01
Ekki frítt og Klappið gildir ekki
Hægt að borga með greiðslukortum og reiðufé
Miðaverð önnur leið fyrir fullorðinn er 2.280 kr.
Hér er hægt að hlaða niður korti með upplýsingum um Ljósanæturstrætó á PDF.