Við hvetjum alla til þess að skilja bílinn eftir heima á Ljósanótt og nýta sér ókeypis Ljósanæturstrætó.
Á Ljósanótt verður boðið upp á sérstakan Ljósanæturstrætó innanbæjar á hluta föstudags, á laugardag og sunnudag.
Ókeypis aðgangur verður í Ljósanæturstrætó.
Þegar Ljósanæturstrætó tekur við af hefðbundum strætó verður engin skiptistöð í Krossmóa heldur aka vagnarnir inn í sín hverfi frá söfnunarstað á Kirkjuvegi við Keflavíkurkirkju. Vagninn mun stoppa fyrir þeim sem eru staðsettir á merktum stoppistöðvum leiðarinnar. Ekið verður á heila tímanum frá söfnunarstað og á hálfa tímanum frá endastöðvum.
Fimmtudagur, ekið samkvæmt hefðbundinni strætóáætlun en ALLUR AKSTUR FELLUR NIÐUR Á MILLI KL. 09:30-12:00 vegna setningarhátíðar Ljósanætur.
Föstudagur, ekið samkvæmt hefðbundinni strætóáætlun til kl. 16:00 en þá tekur Ljósanæturstrætó við og ekur frá kl. 16:00-23:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 23:00.
Laugardagur, Ljósanæturstrætó frá kl. 10:00 -16:00 og kl. 19:00 – 01:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 01:00.
Sunnudagur, Ljósanæturstrætó frá kl. 12:00 -17:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 17:00.
Upplagt fyrir fjölskyldur og hópa að halda gleðinni gangandi með strætóferð auk þess sem yngsta kynslóðin kann vel að meta það.
Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt áætlun. Aukaferðir til og frá hátíðarsvæði á laugardag. Allar upplýsingar á straeto.is