Ljósanótt Logo

Blog Layout

Hagnýtar upplýsingar
sep. 05, 2024

Strætó, rafhlaupahjól, stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, hátíðarkort o.fl.

Allar helstu upplýsingar tengdar hátíðinni má finna hér. Má þar nefna upplýsingar um bílastæði, salerni, lokanir gatna, samgöngur og margt fleira.


Dagskráliði Ljósanætur má finna hér.


Hátíðarkort

Hægt er að skoða hátíðarkort Ljósanætur hér en þar koma fram allar helstu upplýsingar

Stæði fyrir húsbíla og ferðavagna

Hægt verður að leggja ferðavögnum og húsbílum við Smábátahöfnina í Gróf. Þar verður boðið upp á rafmagn og salerni. Einnig er hægt að leggja á Fokkunni við hús Sýslumannsins á Suðurnesjum og á grasbletti við Hringbraut/Vesturbraut. Þar er þó engin þjónusta, hvorki rafmagn né salerni. Upplýsingar um verð má finna hér.


Ljósanæturstrætó

Allar upplýsingar um innanbæjarstrætó má finna hér.

Allar upplýsingar um utanbæjarstrætó má finna hér og á straeto.is


Rafhlaupahjól - Hopp

Hraði verður takmarkaður á hátíðarsvæðinu ásamt því að sérstök afsláttarsvæði verða við Ránargötu og Slippfélagið. Nánar um það hér.


Gleðilega Ljósanótt - með ljós í hjarta!

08 Sep, 2024
„Sólin gerir auðvitað gott betra“ sagði Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur í skýjunum eftir vel heppnaðan og sólríkan laugardag á Ljósanótt. „Við fögnuðum sérstaklega 30 ára afmæli Reykjanesbæjar með hreint út sagt frábærri tónlistarveislu og flugeldasýningu sem landsmenn fengu að njóta með okkur í beinni útsendingu.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar telja að hún hafi verið með þeim fjölmennari og að tugþúsundir gesta hafi tekið þátt í dagskrá laugardagsins enda margt til skemmtunar. Að sögn Guðlaugar var virkilega góð og jákvæð stemning á svæðinu og langsamlega flestir staðráðnir í að vera með ljós í hjarta á Ljósanótt eins og lagt var upp með. „Við höfum auðvitað áhyggjur eins og aðrir af hópamyndun og ölvun unglinga sem virðist orðið samfélagslegt vandamál sem þjóðin þarf að taka höndum saman um að stemma stigu við. Eftir því sem við best vitum á þessari stundu gekk þetta stórslysalaust hjá okkur og fyrir það erum við þakklát.“ Síðasti dagur Ljósanætur er í dag og enn geta gestir sótt sýningar, tónleika og tívolí og þannig klárað það sem þeir hafa ekki komist yfir. Hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum Herberts Guðmundssonar og kórs Keflavíkurkirkju í Keflavíkurkirkju.
Kjötsúpukvöld Ljósanætur
07 Sep, 2024
Hátíðarhöld á vegum Ljósanætur fóru vel fram í gær. Það voru 6000 lítrar af kraftmikilli kjötsúpu Skólamatar sem yljaði gestum í gærkvöldi í notalegri stemningu á meðan þeir hlýddu á tónleikadagskrá þar sem menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar, Magnús Kjartansson ásamt hljómsveitinni Vintage Caravan steig m.a. á stokk. Reykjanesbær fagnar í ár 30 ára afmæli sínu og leggur því sérstaka áherslu á tónlistararf sinn á Ljósanótt. Bjartur dagur framundan Í dag heiðrar sólin okkur með nærveru sinni og hefst dagskrá hefst með árgangagöngu upp úr hádegi. Við taka fjölbreyttir viðburðir og í kvöld verður boðið upp á sannkallað stórtónleika á aðalsviði þar sem tónleikadagskrá hefur verið sett saman sem snertir á ríkum tónlistararfi svæðisins. Það eru meðlimir Hjálma og Baggalúts sem fá með sér góða gesti til að gera þessu skil, auk annarra tónlistaratriða og verða tónleikarnir sýndir í beinni útsendingu á RUV. Margt fleira prýðir dagskrána í dag svo sem fjölbreyttir listviðburðir, ókeypis barnadagskrá, akstur glæsikerra og bifhjóla, leiktæki og matarvagnar og dagskrá kvöldsins lýkur með glæsilegri flugeldasýningu og tendrun ljósanna á berginu svokallaða, sem Ljósanótt dregur nafn sitt af.
05 Sep, 2024
Strætó, rafhlaupahjól, stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, hátíðarkort o.fl.
Ljósanætursetningin 2024
05 Sep, 2024
Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíð Reykjanesbæjar var sett nú í morgun 23. sinn, að viðstöddum leik- og grunnskólabörnum úr bæjarfélaginu. Það mátti skynja eftirvæntingu í loftinu þegar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri setti hátíðina. Formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Hermann Borgar Jakobsson, dró risastóran marglitan Ljósanæturfána að húni á eina hæstu flaggstöng landsins en litir fánans eru til tákns um margbreytileikann og kraftinn sem býr í samfélaginu í Reykjanesbæ. Það var svo Friðrik Dór sem söng inn hátíðina með börnunum sem bundu lokahnútinn á dagskrána með því að syngja öll saman lagið Velkomin á Ljósanótt sem orðið hefur að eins konar einkennislagi hátíðarinnar. Mikil dagskrá framundan Við tekur fjögurra daga fjölbreytt dagskrá en um 150 viðburðir hafa verið skráðir á vef Ljósanætur, ljosanott.is. Seinnipartinn í dag, fimmtudag, opna listsýningar um allan bæ og verslanir bjóða upp á dúndur tilboð svo reikna má með að bærinn komi til með að iða af lífi þegar líða fer á kvöldið. Á föstudag er öllum hátíðargestum boðið upp á kraftmikla kjötsúpu frá Skólamat og tónleika þar sem fram koma m.a. Magnús Kjartansson, menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar, ásamt Vintage Caravan, Jón Jónsson og fleiri. Síðan taka við heimatónleikar og fjölbreyttir tónleikar og uppákomur á skemmtistöðum og í samkomuhúsum bæjarins er að finna alla helgina. Tónlistarveisla á laugardag Dagskrá laugardags hefst með svokallaðri Árgangagöngu þar sem árgangarnir hittast við Hafnargötu og arka í sameiningu að aðalsviði þar sem bæjarstjóri tekur á móti hópnum. Iðandi dagskrá er allan laugardaginn sem nær hápunkti sínum með kvöldtónleikum á útsviði þar sem tónlistararfi svæðisins verða gerð nokkur skil með sérstakri tónlistarveislu undir yfirskriftinni Reykjanesbær 30 ára . Þar njótum við liðsinnis meðlima úr Hjálmum og Baggalút ásamt fjölbreyttum hópi söngvara og verða tónleikarnir m.a. sýndir í beinni útsendingu á aðalrás RUV. Í lok tónleikanna tekur við bjartasta flugeldasýning landsins áður en ljósin á Berginu eru kveikt sem lýsa íbúum fram á vor og minna á Ljósanótt og sköpunarkraftinn sem í bænum býr. Sunnudagur Ljósanætur er tilvalinn til að þræða allar þær sýningar sem ekki tókst að skoða hina dagana, gera góð kaup í handverkstjaldi og verslunum og klassískt er að leyfa börnunum að klára tívolímiðana sína. Þá er einnig boðið upp á tónleika í Höfnum með Elízu og Ragnheiði Gröndal og tónleika í Keflavíkurkirkju með Herberti Guðmundssyni og kór kirkjunnar. Alla dagskrá Ljósanætur er að finna á www.ljosanott.is og einnig má fylgjast með framvindu hátíðarinnar á samfélagsmiðlum.
04 Sep, 2024
Við hvetjum alla til þess að skilja bílinn eftir heima á Ljósanótt og nýta sér ókeypis Ljósanæturstrætó. Á Ljósanótt verður boðið upp á sérstakan Ljósanæturstrætó innanbæjar á hluta föstudags, á laugardag og sunnudag. Ókeypis aðgangur verður í Ljósanæturstrætó. Þegar Ljósanæturstrætó tekur við af hefðbundum strætó verður engin skiptistöð í Krossmóa heldur aka vagnarnir inn í sín hverfi frá söfnunarstað á Kirkjuvegi við Keflavíkurkirkju. Vagninn mun stoppa fyrir þeim sem eru staðsettir á merktum stoppistöðvum leiðarinnar. Ekið verður á heila tímanum frá söfnunarstað og á hálfa tímanum frá endastöðvum. Fimmtudagur, ekið samkvæmt hefðbundinni strætóáætlun en ALLUR AKSTUR FELLUR NIÐUR Á MILLI KL. 09:30-12:00 vegna setningarhátíðar Ljósanætur. Föstudagur, ekið samkvæmt hefðbundinni strætóáætlun til kl. 16:00 en þá tekur Ljósanæturstrætó við og ekur frá kl. 16:00-23:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 23:00. Laugardagur , Ljósanæturstrætó frá kl. 10:00 -16:00 og kl. 19:00 – 01:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 01:00. Sunnudagur, Ljósanæturstrætó frá kl. 12:00 -17:00. Síðasti bíll fer frá söfnunarstað kl. 17:00. Upplagt fyrir fjölskyldur og hópa að halda gleðinni gangandi með strætóferð auk þess sem yngsta kynslóðin kann vel að meta það. Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt áætlun. Aukaferðir til og frá hátíðarsvæði á laugardag. Allar upplýsingar á straeto.is
03 Sep, 2024
Takmarkanir á umferð
Mannsfjöldi á Ljósanótt
02 Sep, 2024
Framundan er Ljósanótt, fjölskyldu- og menningarhátíðin okkar í Reykjanesbæ. Í ljósi þeirra staðreynda að aukinn vopnaburður barna og ungmenna virðist bláköld staðreynd, með skelfilegum afleiðingum, biðlum við til foreldra og forráðamanna að taka samtalið við börn sín og brýna fyrir þeim hætturnar sem fylgja vopnaburði.
Eftir Halla Karen 30 Aug, 2024
Á Ljósanótt 2024 verða þrjú fyrirtæki með tívolítæki! SPRELL – verður með tæki á túninu við stóra sviðið frá fimmtudegi til sunnudags. TAYOLRS TIVOLI – verður með tæki við hlið gamla SBK hússins í Grófinni frá fimmtudegi til sunnudags. KASTALAR – verða með tæki frá fimmtudegi til sunnudags á túninu við Duustorg við enda Vesturgötu og Vesturbrautar. Kaupa þarf miða hjá hverju fyrirtæki fyrir sig og því gilda EKKI sömu miðar hjá öllum aðilum. Athygli er vakin á því að frítt verður í hoppukastalaland fyrir yngstu börnin í Skrúðgarðinum í Keflavík á laugardegi og sunnudegi! Íbúum Reykjanesbæjar býðst að kaupa miða í tívolítæki hjá fyrirtækjunum á tilboðsverði 4. og 5. september! Sunnudaginn 8. september verða miðar einnig seldir með afslætti hjá Sprell og Taylors. !SPRELL! 4. september miðvikudagur frá kl. 17-20. 5. september fimmtudagur frá kl. 17-20 Stakur miði verður á 50% afslætti (250kr) þessa tvo daga en eftir það fara þeir í almenna sölu og eru verðin þá eftirfarandi: Einn miði 500kr 10 miðar 4000kr 20 miðar 7000kr 30 miðar 9000kr 3-4 miðar í hvert tæki og endurgreiðsla ómöguleg. !TAYLORS TIVOLI! 4. september miðvikudagur frá kl. 17-20. 5. september fimmtudagur frá kl. 14-21. 25% afsláttur af Candyfloss og poppi Allt innifalið tilboð: 18 spilapeningar, 1 miði í verðlaunaleiki, 1 candyfloss eða poppkorn 10.000kr 20 spilapeningar 8.000kr Þrír heppnir viðskiptavinir vinna fimm spilapeninga í tækin hjá Taylors. Einn spilapeningur kostar 500kr utan tilboðsdaga og kostar að lágmarki tvo spilapeninga í hvert tæki. !KASTALAR! 4. september miðvikudagur frá kl. 15-19 5. september fimmtudagur frá kl. 15-19 Stakur miði verður á 50% afslætti (250kr) þessa tvo daga en eftir það fara þeir í almenna sölu og eru verðin þá eftirfarandi: Einn miði 500kr 6 miðar 2500kr 10 miðar 4000kr 20 miðar 7000kr 30 miðar + tveir skammtar af popp eða candyfloss = 9500kr 2-4 miðar í hvert tæki.
28 Aug, 2024
Í dag voru undirritaðir styrktarsamningar við aðalstyrktaraðila Ljósanætur en hátíðin verður haldin í 23. sinn dagana 5. - 8. september.
04 Jul, 2024
Nú fer dagskrá Ljósanætur 2024 óðum að taka á sig mynd. Öll dagskrá birtist hér á vefnum í ágúst.
Fleiri færslur
Share by: