Ljósanótt Logo


Velkomin á

Ljósanótt


4. - 7. SEPTEMBER 2025

Velkomin á

Ljósanótt


5. - 8. september 2024

Tilkynningar

08 Sep, 2024
„Sólin gerir auðvitað gott betra“ sagði Guðlaug María Lewis, verkefnastjóri Ljósanætur í skýjunum eftir vel heppnaðan og sólríkan laugardag á Ljósanótt. „Við fögnuðum sérstaklega 30 ára afmæli Reykjanesbæjar með hreint út sagt frábærri tónlistarveislu og flugeldasýningu sem landsmenn fengu að njóta með okkur í beinni útsendingu.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar telja að hún hafi verið með þeim fjölmennari og að tugþúsundir gesta hafi tekið þátt í dagskrá laugardagsins enda margt til skemmtunar. Að sögn Guðlaugar var virkilega góð og jákvæð stemning á svæðinu og langsamlega flestir staðráðnir í að vera með ljós í hjarta á Ljósanótt eins og lagt var upp með. „Við höfum auðvitað áhyggjur eins og aðrir af hópamyndun og ölvun unglinga sem virðist orðið samfélagslegt vandamál sem þjóðin þarf að taka höndum saman um að stemma stigu við. Eftir því sem við best vitum á þessari stundu gekk þetta stórslysalaust hjá okkur og fyrir það erum við þakklát.“ Síðasti dagur Ljósanætur er í dag og enn geta gestir sótt sýningar, tónleika og tívolí og þannig klárað það sem þeir hafa ekki komist yfir. Hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum Herberts Guðmundssonar og kórs Keflavíkurkirkju í Keflavíkurkirkju.
Kjötsúpukvöld Ljósanætur
07 Sep, 2024
Hátíðarhöld á vegum Ljósanætur fóru vel fram í gær. Það voru 6000 lítrar af kraftmikilli kjötsúpu Skólamatar sem yljaði gestum í gærkvöldi í notalegri stemningu á meðan þeir hlýddu á tónleikadagskrá þar sem menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar, Magnús Kjartansson ásamt hljómsveitinni Vintage Caravan steig m.a. á stokk. Reykjanesbær fagnar í ár 30 ára afmæli sínu og leggur því sérstaka áherslu á tónlistararf sinn á Ljósanótt. Bjartur dagur framundan Í dag heiðrar sólin okkur með nærveru sinni og hefst dagskrá hefst með árgangagöngu upp úr hádegi. Við taka fjölbreyttir viðburðir og í kvöld verður boðið upp á sannkallað stórtónleika á aðalsviði þar sem tónleikadagskrá hefur verið sett saman sem snertir á ríkum tónlistararfi svæðisins. Það eru meðlimir Hjálma og Baggalúts sem fá með sér góða gesti til að gera þessu skil, auk annarra tónlistaratriða og verða tónleikarnir sýndir í beinni útsendingu á RUV. Margt fleira prýðir dagskrána í dag svo sem fjölbreyttir listviðburðir, ókeypis barnadagskrá, akstur glæsikerra og bifhjóla, leiktæki og matarvagnar og dagskrá kvöldsins lýkur með glæsilegri flugeldasýningu og tendrun ljósanna á berginu svokallaða, sem Ljósanótt dregur nafn sitt af.
05 Sep, 2024
Strætó, rafhlaupahjól, stæði fyrir húsbíla og ferðavagna, hátíðarkort o.fl.
Fleiri tilkynningar

Ljósanótt - menningar- og fjölskylduhátíð

Ljósanótt er haldin fyrstu helgina í september ár hvert og er áhersla lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hátíðin teygi stundum anga sína út fyrir þann ramma. Hámarki nær hún á laugardagskvöldi með stórtónleikum á útisviði, lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðin fer fram þá helgi þar sem fyrsta laugardag ber upp í september. 

Nánar um Ljósanótt

Ljósberar - aðalstyrktaraðilar Ljósanætur 2024

Share by: