Flokkar:

 • Almennt
 • Börn
 • Íþróttir & tómstundir
 • Saga
 • Sýningar
 • Tónlist
 • Útisvið
 • Veitingar

Dagar:

 • Miðvikudagur
 • Fimmtudagur
 • Föstudagur
 • Laugardagur
 • Sunnudagur

Valdar síur:

Close

Print iconPrenta alla viðburði

KK og Elíza Newman í Kirkjuvogskirkju á Ljósanótt

Kirkjuvogskirkja Hafnir
Tónlist
Emgnewman@gmail.com  
Sunnudagur    14:00 - 18:00
event photo
Hátíð í Höfnum - Ljósanótt

Sunnudaginn 3. september mun hin ástsæli söngvari KK koma og halda tvenna órafmagnaða tónleika í Kirkjuvogskirkju í Höfnum.
KK mun flytja þekkt lög frá ferli sínum bæði ný og gömul og verður einstakt að heyra hann syngja og spila í fallegu litlu kirkjunni í Höfnum.
KK tengist Höfnum á þann hátt að hann kom hér fyrir nokkru og tók upp tónlistarmyndband í litla kotinu Garðbæ við lagið, Ég er á förum. (sjá fyrir neðan) og heillaðist hann af látlausum sjarma Hafna.

Elíza Newman mun sjá um að hita upp fyrir KK og flytja lög af sínum ferli, meðal annars af nýjustu plötu sinni Straumhvörf sem tekin var upp í Höfnum.

Um KK,
Þegar tónlistarmaðurinn KK kom heim frá Svíþjóð eftir nokkura ára fjarveru tókum við tókum honum fagnandi enda bar hann með sér nýja strauma inn í íslenskt tónlistarlíf. Sýndi okkur inn í heima sem við höfðum ekki hugmynd um að væru til. Síðan þá hafa ófáar perlur legið eftir á vegi dægurlagamenningar Íslendinga og óhætt að segja að mörg af lögum KK séu orðin þjóðargersemar sem seint ef aldrei gleymast.

Um Elízu,
Tónlistarkonan Elíza Newman kom fyrst fram í sviðsljósið með hljómsveit sinni Kolrössu Krókríðandi er þær sigruðu Músiktilraunir með látum hér um árið. Hún hefur starfað við tónlist alla tíð síðan og er fjölhæfur listamaður bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Nýjasta platan hennar Straumhvörf hefur fengið góðar viðtökur og dóma og telja margir að þetta sé ein besta plata Elízu til þessa.

Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 og seinni kl. 16.

Miðaverð er 2000 kr

Miðar verða til sölu í Gamla skólanum í Höfnum laugadaginn 02.09 frá 14-16 og sunnudaginn 03.09 frá 13-16.

Einnig verður kaffihús og listasýning í gamla skólanum í boði Menningarfélags Hafna.

Verið velkomin í Hafnirnar!

Styrktaraðilar