Blog Layout

Do you have an idea for Night of Lights?
júl. 31, 2023

Preparations for Night of lights 2023 are now in full swing. The town of Reykjanesbær creates a setting for the festival with fixed events, but it is you who make the festival the wonderful thing it is. All the shows, the concerts and all kinds of diverse and fun events that spring up all over town during the Night of lights Weekend. This is in your hands.


The town of Reykjanesbær encourages all its residents, associations and companies to gear up and consider participating in Night of lights, which will take place August 31 - September 3. Now is the chance to implement your fun ideas and look for opportunities to do so. You can always have a conversation with us at Reykjanesbær by sending an email to ljosanott@reykjanesbaer.is Completed events must be entered on ljosanott.is and thus they will appear in the festival program. All the main information about the festival can also be found here on the Ljósanáter website.


Reykjanesbær is still in the clouds after the amazing Night of lights 2022. Everything was with us and everyone worked together to create a great festival, both residents and visitors, event organizers, service providers, sponsors and even the weather was at its most beautiful. There have never been so many people gathered at Night of lights, and it is estimated that over 30 thousand people were at the festival area at its peak.


Let's join hands to create a magnificent Night of Lights 2023!

06 Sep, 2023
Við skipulagningu á fjölskyldu og menningarhátíð fyrir rúmlega 20 þúsund manna bæjarfélag og nokkur þúsund gesti til viðbótar er í mörg horn að líta svo allt gangi upp.
03 Sep, 2023
Íbúar Reykjanesbæjar létu ekki aftakaveður föstudagskvölds aftra sér frá því að mæta til Árgangagöngu upp úr hádegi í gær, laugardag, og þramma undir lúðrablæstri að hátíðarsvæði þar sem Kjartan Már Kjartansson bæjarstóri bauð gesti Ljósanætur velkomna. Dagskrá laugardagsins fór að mestu fram samkvæmt áætlun en skipuleggjendur hátíðarinnar héldu þó áfram að hugsa í lausnum og barnadagskrá sem fyrirhuguð var utandyra var flutt til svo yngsta kynslóðin gæti sem best notið hennar. Þannig mættu hin geysivinsælu Lára og Ljónsi húsfylli barna í Stapa á laugardagsmorgni og hoppukastalar sem ekki taldist öruggt að hafa uppblásna úti voru vel nýttir innandyra í Reykjaneshöll. Þúsundir voru svo saman komnar á stórtónleikum Ljósanætur í gærkvöldi þar sem veðurguðirnir voru búnir að hrista úr sér mestu skapvonskuna og sýndu á sér sparihliðina. Stemningin á svæðinu var gríðarlega góð enda boðið upp á frábæra tónleika sem einnig var útvarpað á Rás 2. Ljósin á Berginu, sem hátíðin dregur nafn sitt af, kviknuðu við mikil fagnaðarlæti í lok magnaðrar flugeldasýningar, og munu þau lýsa upp myrkasta skammdegið í vetur og minna á sköpunargleðina og kraftinn í samfélaginu sem kristallast svo vel á Ljósanótt. Dagskrá Ljósanætur heldur áfram í dag með sýningum, leiðsögnum í listasafni og byggðasafni og ýmsum tónleikum. Meðal annars fer fram hátíð í Höfnum, sem er eitt hverfa Reykjanesbæjar, og því nóg um að vera fyrir á fjórða og síðasta degi Ljósanætur sem var um margt óvenjuleg í ár og sýndi í raun hvaða sess hátíðin skipar í hjörtum íbúa sem neituðu að láta í minnipokann fyrir náttúruöflunum og héldu sína Ljósanótt með stæl.
02 Sep, 2023
Föstudagurinn frábær!
01 Sep, 2023
Þessi tilkynning verður uppfærð eftir því sem breytingar verða ákveðnar
01 Sep, 2023
This notice will be updated as changes are determined
01 Sep, 2023
Eins og gestir Ljósanætur hafa vafalaust tekið eftir varpa götulampar við Hafnargötu marglitum ljósum sem setja virkilega skemmtilegan svip á hátíðarsvæðið. Um er að ræða nýja götulampa sem leysa af hólmi lampa sem verið hafa á staurum Hafnargötu í u.þ.b. 20 ár og hafa runnið sitt skeið. Þeir þóttu gott sviðsmyndarefni í True Detective upptökum sumarsins til að endurspegla liðna tíma en hlutverki þeirra til lýsingar Hafnargötu er lokið. Starfsmenn Umhverfissviðs Reykjanesbæjar náðu samkomulagi við ÍSAM og Signify um að setja í forgang framleiðslu lampa fyrir hluta hátíðarsvæðis Ljósanætur, sem afmarkast af Tjarnargötu og Duus safnahúsum. Ekki reyndist unnt að framleiða fleiri lampa á svo skömmum tíma. Vonast er til að hægt sé að ljúka útskiptum fyrir Tjarnargötu-Vatnsnesveg fyrir jól og þannig skapa nýja stemningu á þeim kafla. Lamparnir sem settir hafa verið upp eru nýjung og marka ákveðin tímamót í snjallvæðingu Reykjanesbæjar. Auk þess að lýsa hvítu ljósi á götu og gangstéttir Hafnargötunnar er hjálmur hvers lampa, sem sýnist hvítur í dagsbirtu, þannig gerður að geta tekið öllum þeim litum sem litrófið býður upp á. Á Ljósanótt munu þeir því skipta litum og skapa stemningu í takt við það sem er í gangi hverju sinni. Einnig verður tæknin nýtt til að slökkva hvítu gatna- og stígalýsinguna, t.d. á meðan flugeldasýningin stendur yfir. Þessu er öllu stýrt miðlægt og því algjör nýung í okkar bæjarfélagi. Fuglaskoðunarhúsin og gangstígur á Fitjum Fuglaskoðunarhúsin tvö á Fitjum eru nýjustu kennileiti bæjarins. JeEs arkitektar hönnuðu þessi einstöku verk sem Húsagerðin byggði af natni og fagmennsku. Til að sýna þessum húsum tilhlýðilega virðingu og umgjörð hannaði Lára Sigríður Örlygsdóttir, lýsingahönnuður, lýsingu sem í senn lýsir húsin á hógværan hátt og hlífir fuglalífi tjarnanna við Fitjar við áreiti ljósmengunar. Bergraf útfærði einstaka LED borða lýsingu sem skilar nákvæmlega því sem hönnuður fyrirskipaði. Sömu aðferð beitti hönnuður við útfærslu á lýsingu göngu- og hjólastígs um Fitjar. Það er vel við hæfi á Ljósanótt að taka þessar nýjungar í lýsingu í notkun .
31 Aug, 2023
Vel heppnað Ljósanæturhlaup
31 Aug, 2023
Af óviðráðanlegum orsökum reyndist ekki hægt að bjóða upp á tónleika í gamla slippnum á föstudag eins og stefnt var að. Við deyjum þó ekki ráðalaus og grípum í plan C. Tónleikarnir fara nú fram í B sal íþróttahússins við Sunnubraut 34. Þar verður gestum boðið upp á rjúkandi kjötsúpu að hætti Skólamatar og frábæra skemmtun á sviði. Dagskráin er sannarlega ekki af verri endanum og meðal þeirra sem koma fram eru Sigga og Grétar úr Stjórninni og sjálf diskódívan Páll Óskar auk flottu heimabandanna Kósýbandsins, Midnight Librarian, Demo og Sissu sigurvegara úr söngkeppni framhaldsskólanna og hæfileikakeppni Ljósanætur. Dagskrá á sviði stendur frá kl. 18:00 – 21:00. Boðið verður upp á kjötsúpu frá kl. 18:00 – 20:00.
31 Aug, 2023
Hið margrómaða handverkstjald flyst undir bárujárnsþak þessa Ljósanótt þar sem ekki er útlit fyrir gott veður til að tjalda. Við deyjum þó ekki ráðalaus heldur færum handverksmarkaðinn inn í SBK húsið í Grófinni 2. Þar lofum við frábærri markaðsstemningu.
30 Aug, 2023
Við hvetjum alla til þess að skilja bílinn eftir heima á Ljósanótt og nýta sér ókeypis Ljósanæturstrætó. Strætó mun aka sínar venjulegu leiðir á Ljósanótt með nokkrum undantekningum. Frá kl. 16:00 föstudaginn 1. september verður starfræktur sérstakur Ljósanæturstrætó til kl. 23:00 og í stað þess að skiptistöð verði í Krossmóa er ekið beint að söfnunarstað á Kirkjuvegi við Keflavíkurkirkju. Laugardaginn 2. september gengur Ljósanæturstrætó á milli kl. 12:00 og 16:00 og aftur á milli kl. 19:00 og 24:00 Pöntunarþjónusta verður í boði fyrir íbúa í Höfnum. Frítt er í Ljósanæturstrætó, föstudaginn 1. september frá kl. 16:00 til laugardagsins 2. september kl. 24:00. Upplagt fyrir fjölskyldur og hópa að halda gleðinni gangandi með strætóferð auk þess sem yngsta kynslóðin kann vel að meta það. Landsbyggðarstrætó gengur samkvæmt áætlun. Söfnunarstaður fyrir landsbyggðarstrætó verður á Hringbraut/Melteigur. Einnig verður boðið upp á aukavagna. Tveir vagnar fara frá Firði Hafnarfirði kl.17:53, áætlunarvagn og aukavagn (aukavagnar aka ekki milli Keflavík og KEF-airport) Tveir vagnar fara frá söfnunarstað Hringbraut/Melteigur kl. 23:01 Áætlunarvagn ekur að Firði Aukavagn ekur að BSÍ Ekki frítt og Klappið gildir ekki Hægt að borga með greiðslukortum og reiðufé Miðaverð önnur leið fyrir fullorðinn er 2.280 kr. Hér er hægt að hlaða niður korti með upplýsingum um Ljósanæturstrætó á PDF.
Fleiri færslur
Share by: